Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1994, Blaðsíða 18

Freyr - 01.05.1994, Blaðsíða 18
Viðarreki á Ströndum og nýting hans Brynjólfur Sœmundsson, héraðsráðunautur, Hólmavfk Viðarreki hefur iöngum verið talinn meðal gagnsömustu hlunninda á Ströndum. Hefur svo verið frá upphafi byggðar. Þá hafa og fundist eldri ummerki þess að mikill trjáreki hefur borist að ströndinni og er ekki gott að segja um hvað þœr minjar eru mörg þúsund ára gamlar. Þorvaldur Thoroddsen getur þess að hann hafi á ferðum sínum víða séð tré standa út úr moldarbörðum og í lœkjarfarvegum nálœgt sjó. Þegar Ásgeir Einarsson bjó í Kolla- fjarðarnesi um og eftir miðja síðustu öld, ætlaði hann að upp úr túninu hefði komið rekaviður, sem svaraði til farms á áttæring. Og í mýrinni fyrir neðan bæinn varð vart við reka- við og var ekki meira en skóflustunga niður á hann (‘). Árið 1975 mældi sá sem þetta ritar fyrir affallsskurði í túninu á Finnboga- stöðum í Árneshreppi. Þegar jarð- vegsdýpi í skurðstæðinu var kannað með járnteini fannst að þar var eitt- hvað fast fyrir í sandjarðveginum annað en grjót og þegar skurðurinn var síðan grafinn kom upp úr honum mikið af rekatrjám og voru sum furðu lítið fúin. Dýpi ofan á viðinn var yfirleitt 1-2 metrar. Viðar varð vart 2-300 metra frá sjó og var síst minna af honum þar sem lengra var frá sjó. Hæð yfir sjó mun hafa verið 3-4 metrar. Mörg örnefni á Ströndum gefa vísbendingu um trjáreka, t.d. bæja- nöfnin Asparvík og Borðeyri (:). í landi Stóru-Ávíkur í Árneshreppi er vík sem heitir Kolgrafarvík. Þar hef- ur sá sem þetta ritar talið sig sjá móta fyrir fornri kolagröf ofan við fjöru- kambinn. Ekki er sennilegt að á þeim slóðum hafi á sögulegum tíma vaxið skógur sem nýtilegur hafi ver- ið til kolagerðar, en svo vill til að víkin er ein besta rekavíkin í Stóru- Ávíkurlandi þannig að allar líkur benda til að þar hafi verið gert til kola með rekavið og mun þar komin skýringin á nafninu. Jarðabókin 1703 greinir frá 73 rekajörðum í Strandasýslu. Á 36 þeirra er lítill reki, sæmilegur á 27, Brynjólfur Sœmundsson. en mikill á 10 jörðum ('). í bók sinni Hlunnindajarðir á íslandi, sem Lár- us Ágúst Gíslason gaf út 1982 telur hann að rekajarðir í Strandasýslu séu 83. Ekki gerir hann tilraun til að leggja mat á magn (J). Mikilvœgi trjáreka fyrr á öldum. I skóglausu landi þar sem sam- göngur við önnur lönd voru litlar og óvissar og flutningsmöguleikar tak- markaðir liggur í augum uppi hvað rekaviðurinn var mikilvægur á fyrri öldum, enda segir Oddur biskup Einarsson á sextándu öld: „En svo ég hverfi aftur að viðarskortinum, þá bætir guð hann upp með því frábæra undri rekaviðnum, sem öld- ur hafsins bera þráfaldlega að ströndum vorum"-. Það voru heldur ekki önnur hlunnindi eftirsóttari og biskupsstólar, kirkjur og klaustur létu ekki sitt eftir liggja að taka þátt í kapphlaupinu um þessar sendingar almættisins og þessir aðilar áttu rekaítök og rekajarðir víðs vegar um land, oft í ótrúlegri fjarlægð. Þannig átti biskupsstóllinn í Skál- holti fjölda reka og rekaítaka í Strandasýslu þ.á m. hálfa prestsset- ursjörðina í Árnesi, en undir hana lá rekaítak á Dröngum, jarðirnar Litlu-Ávík og Stóru-Ávík í Árnes- hreppi, Grímsey á Steingrímsfirði, rekaítak á Gálmaströnd, rekaítak á Þambárvöllum og jörðina Skálholts- vík, sem ennþá er kennd við bisk- upsstólinn. Misjafnlega gekk nú biskupum að nýta þessar eignir sem lágu svo fjarri, enda sagði Finnur biskup Jónsson í bréfi 1771: „Meðal annars á stóllinn reka á Gálma- strönd fyrir hvorn ég fékk ei einn skilding í margt ár, því umboðsmenn sögðu að þar ræki ekkert og það sem verra var, að aðrir þóttust eiga þann reka og tæki svo hver hvað vildi“ (5). Eftir því sem leið mun því rekaítök- um biskupsstólsins hafa fækkað, en um aldamótin 1700 átti hann 42 rekaítök víða um land, en þar af voru 8 í Strandasýslu. Fjöldi kirkna um allt land áttu rekajarðir og ítök í reka hér og hvar. Voru þær eignir oft þannig til komn- ar að þeir sem eitthvað áttu undir sér gáfu kirkjunum fyrir sáluhjáp sinni og þóttu rekahlunnindi góður gjald- miðill í þeim efnum. Mörg rekaítök í Strandasýslu lágu undir kirkjur í fjarlægum héruðum, t.d. áttu 8 kirkjur í Dalasýslu rekaítök og voru þau öll í Strandasýslu og þrjár kirkj- 330 FREYR - 9’94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.