Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1994, Blaðsíða 19

Freyr - 01.05.1994, Blaðsíða 19
Nýtt íbúðarhús í Porpum í Steingrímsfirði, byggt árið 1992, eingöngu úr heimaunnum rekaviði af Gálmaströnd. ur í Mýra- og Borgarfjarðarsýslum áttu einnig rekaítök þar (6). Samkvæmt rekaskrá Helga- fellsklausturs frá 1355 átti klaustrið 15 reka í Strandasýslu og Þing- eyraklaustur átti þar 9 viðarreka samkvæmt rekaskrá frá 1250 (7). Erfiðir flutningar á reka. Rekaviður af Ströndum var fyrr- um fluttur til margra aðliggjandi héraða, oft um langa vegu. Mest var hann fluttur á landi og var þá ekki um annan flutningsmáta að ræða en að flytja hann á hestum. Voru þá sett tvö tré á hvern hest, bandi brugðið utan um tréð, þannig að þriðjungur trésins var fyrir framan, en tveir þriðju að aftan og síðan lyft til klakks. Hvíldi þá fremri hluti trésins alveg á hestinum, en sá aftari dróst með jörð. í Barðastrandarsýslu voru þessar klyfjar kallaðar drögur. Að sjálfsögðu hafa því verið mikil tak- mörk sett hvað hægt var að leggja á hvern hest. Ur Djúpi og Barðastrandarsýslu var algengt að farnar væru viðar- ferðir á nyrstu bæina í Strandasýslu, Dranga og Ófeigsfjörð. Voru þá farnar Meyjardalsheiði, sem liggur frá Dröngum að hluta til yfir Drangajökul og niður í Skjaldfann- ardal, eða Ófeigsfjarðarheiði, sem liggur frá Ófeigsfirði yfir í Hraundal á Langadalsströnd. Þessar heiðar voru taldar vera um þingmannaleið milli byggða. Síðan lá leiðin áfram suður yfir Kollafjarðar- eða Þorska- fjarðarheiðar suður að Breiðafirði. Þeir sem bjuggu austast í Barða- strandarsýslu eða í Dalasýslu sóttu viðinn innar í Strandasýslu og fóru þá Tröllatungu- eða Steinadalsheið- ar. Dæmi munu hafa verið um það að farnar hafi verið viðarferðir úr Borgarfirði, norður yfir Holta- vörðuheiði í Hrútafjörð (8). Eitthvað mun hafa verið um að rekaviður hafi verið fluttur á sjó og eru ýmsar heimildirtil um það. Voru þá trén bundin saman í fleka sem róið var fyrir, eða jafnvel siglt (9). Aður fyrr var rekaviðurinn notað- ur til allra hluta, þar sem timburs þurfti við. Gnægð timburs dugði þó ekki til að húsakostur á Ströndum væri betri en annars staðar, heldur þvert á móti. Þegar Eggert Ólafsson ferðaðist um Strandir 1754 segir hann að Strandamenn séu harla lé- legir húsasmiðir og segist naumlega nokkurs staðar hafa séð jafnilla hýsta bæi og á Ströndum, einkum þó norðan Trékyllisvíkur. Og síðan segir hann: „Viðinn nota menn alls staðarí óhófi. Honumereytt eins og menn framast geta, en ekkert hirt um seinni tímann" (10). Aftur á móti fá Strandamenn betra orð fyrir smíði á alls kyns búshlutum og segir Eggert að smíð- isgripir manna úr Steingrímsfirði og Trékyllisvík séu einkum rómaðir. Og Ólafur Olavíus sem ferðaðist um Strandir um tuttugu árum síðar seg- ir, þegar hann fjallar um rekaviðinn: „Strandamenn smíða úr honum báta, keröld, ausur, skálar, matarföt stór og smá, öskjur, skrínur, trog, könnur og aska“- og ennfremur: „Á næstum hverju sumri fara Stranda- menn söluferðir með smíði þessa suður á land og allt til Alþingis. Flytja þeir varninginn á hestum yfir fjöll, dali og ár, því að engin eru flutningaskipin. En allt um þessa erfiðleika svarar það þó kostnaði“ (“). Síðan fer Olavíus nokkrum orð- um um verðlag á hinum ýmsu hlut- um. Á þessu sést hvað rekinn og nýting hans hefur verið stór þáttur í lífsbjörg manna á þessum slóðum. Hann er notaður við allar byggingar, reyndar í óhófi og hann er notaður í smíði allra búsgagna, bæði til heima- nota og til sölu. Frá honum stafar mikið af þeim gjaldmiðli, sem hægt er að kaupa fyrir það sem ekki er framleitt á búunum sjálfum. Uppruni rekaviðarins. En eftir hvaða leiðum koma nú þær guðs gjafir sem Oddur biskup talaði um á sextándu öld ? Ýmir hafa getum að því leitt, m.a. Oddur bisk- up, þar sem hann segir: „En hvort hann kemur frá auðnum hins nálæga Grænlands eða alla leið frá einhverj- um árósum Noregs er mér allsendis ókunnugt" (i:). Árið 1991 birti dr. Ivar Samset, fyrrum prófessor við Norska land- búnaðarháskólann í Ási ritgerð í tímariti rannsóknarstöðvar háskól- ans í skógfræðum „Skogforsk", sem hann kallar „Naturens egen trans- portteknik löste et ressursproblem“. Þar segir hann frá rannsóknarferð sinni á rekafjörur í Strandasýslu og á Jan Mayen sumarið 1990 og frá kenningum sínum um uppruna reka- viðarins á þessum stöðum. I rann- sóknum sínum gerði hann magn- ákvarðanir á einstökum stöðum, aldursgreindi nokkuð af rekavið og tók sýni til tegundagreininga, sem síðan voru rannsökuð í trjátækni- deild Norska landbúnaðarháskól- ans. I Skjaldarbjarnarvík gerði Samset mælingar á magni rekans. Komst hann að þeirri niðurstöðu að árlegt viðarmagn þar væri að meðaltali 38 rúmmetrar pr. ha í fjörunni. Af rekaviðnum reyndust 42% vera 9*94 - FREYR 331

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.