Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1994, Blaðsíða 21

Freyr - 01.05.1994, Blaðsíða 21
ALASKA i \ , 0ST-S1BIK SJOEN, '\ I / 3000 ra \ L / Óktrora Smi SlblrskJc. 14000m SIBIR 3000m 4000ro (_CAN'AD/ Srvrrnaya Zrmlyal <2000ra 4000m SprUibcrje GR0NLAND USSR bajœkts-havet' \ x 3000m crosslands-ha nrr NORSKE-HA VFT KINLAND ISIa.NI) NORGE SaDnsynlig tBmmerdrift fra Sibir til Jan Maven og Isiand Enkeltc havdybder I mtr. / 200m-grensen er angitt jVERICi: verra en það, því að hann er eigend- um sínum til hróplegrar skammar á meðan hann sekkur ekki í jörð. Sem betur fer er þessu þó víða mikið betur sinnt og á stöku stað með miklum sóma. Mestur hluti þess rekaviðar sem unninn er fer í girðingarstaura, en margir kvarta þó yfir því að erfitt sé að markaðssetja þá. Eg held að oft sé ástæðan sú að þegar kaupendur vantar staura eru þeir ekki til og þá kaupa þeir sína staura í næstu versl- un. Mér virðist að þeir rekabændur sem eiga tilbúna staura selji þá alltaf fljótlega, en þeir sem ekki vilja vinna þá fyrr en pöntun liggur fyrir selja aldrei mikið. En besti viðurinn er of góður til að hluta hann niður í girðingarstaura. Hann er mikið þéttari og harðari heldur en sá innflutti viður sem venjulega er á markaði og ætti því að öllu eðlilegu að vera á hærra verði sem gæðaviður. Nokkrir bændur hafa það góðar sagir að þeir geta sagað með þeim planka og jafnvel borðvið og er það eftirsótt af þeim sem hafa komist á bragðið að nota þannig við í glugga- og hurðarkarma og jafnvel í útihurðir og til húsgagna- smíði. Þess eru nokkur dæmi að bændur hafi sagað gólfborð úr „Rauðaviði" í sumarbústaði eða stofur. Þaö er gamalþekkt að slíkur viður endist margfalt á við annan, þar sem mikil hætta er á fúa t.d. í gluggakörmum. Fyrir utan meiri gæði viðarins er ástæðan sú að viður- inn er fúavarinn með náttúrulegu fúavarnarefni, þar sem sjávarseltan er, þegar sjórinn skilar honum á land. Nefna má nýlegt dæmi um nýtingu rekaviðar sem er til fyrirmyndar. í Þorpum í Steingrímsfirði er mikill reki, einkum á Gálmaströnd. Lengi hefur verið góð umhirða um Þorpa- rekann og hann nýttur að fullu. Á þessu ári er verið að byggja nýtt íbúðarhús í Þorpum. Er það timbur- hús á steyptum grunni og ekki frá- brugðið öðrum slíkum húsum, sem nú eru byggð að öðru leyti en því að engin spýta hefur verið keypt í það. Allir viðir, stórir sem smáir, eru af Þorparekanum og unnir í planka og borðvið af heimamönnum. Húsið er þiljað utan með standandi viðar- klæðningu og í ráði er að það verði Líkleg leið rekaviðarins frá Síberiu til Jan Mayen og íslands. með viðarklæðningu að innan líka, a.m.k. að hluta til. Þetta dæmi sýnir hvers virði rekinn getur verið, sé honum sýndur sá sómi sem vert er. Það hefur verið vandamál við nýt- ingu rekans í annað en girðingar- staura að vöntun hefur verið á nógu nákvæmum sögum, sem eru hentug- ar til að saga í planka og borðvið. Á því hefur nú orðið nokkur breyting. Nú eru fáanlegar nokkrar gerðir af sögum, af mismunandi stærð og gerð, eftir því sem hentar við hinar ýmsu aðstæður og á viðráðanlegu verði. Má þar nefna kanadíska bandsög sem kostar ca. kr. 1,6 millj- ónir. Hún er færanleg á hjólum, með mikinn tæknibúnað og mjög afkasta- mikil. Gæti hún hentað í stærri verk- efni, eða til sameignar tveggja eða þriggja samhentra bænda. Einnig væri hægt að hugsa sér verktaka sem sagaði fyrir bændur með slíkri vél í umferðavinnu og gæti þá ef um semdist fengið vinnulaun greidd með við. Einnig má nefna norska keðjusög, mjög léttbyggða, þannig að hægt er að flytja hana hvert sem er, en hægt er þó að fullvinna með henni við í góðum lengdum. Sú sög kostar aðeins um kr. 200 þús. og mundi henta mjög vel á einstökum rekajörðum og gera mögulegt að fullvinna allan við heima. Líklegt er að sjóðir landbúnaðar- ins, Framleiðnisjóður eða Smáverk- 9'94 - FREYR 333

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.