Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1994, Blaðsíða 22

Freyr - 01.05.1994, Blaðsíða 22
Áherslupunktar um nýtingu og sölu rekaviðar: * Allan rekavid á að hirða. * Úr besta viðnum á að framleiða timbur til bygginga og smíða. * Lakari viðinn á að nota í girðingarstaura. * Allan úrgangsvið og úrgang frá timburvinnslu á að nota til kyndingar. * Koma þarfá skipulögðu markaðskerfi á afurðum frá rekaviðarvinnslu. efnasjóður mundu styrkja bændur á rekajörðum til kaupa á slíkum tækj- um, til að auka verðmæti rekaviðar- ins, vegna yfirstandandi samdráttar í hinum hefðbundnu greinum land- búnaðar. Þann við sem af ýmsum ástæðum hentar ekki til bygginga eða smíða er áfram hentugast að nota í girðingar- staura. f>ó að rafmagnsgirðingar hafi á seinni árum nokkuð rutt sér til rúms verður áfram stöðug þörf fyrir efni í hefðbundnar girðingar, bæði hjá bændum og opinberum aðilum svo sem vegagerð, landgræðslu, skógrækt, sauðfjárveikivörnum og hjá bæjarfélögum. Til viðbótar þeim rekavið sem vinnanlegur er í byggingar eða giðrðingarstaura kemur á fjörur geysilegt magn af smærri við. Þenn- an við er sjálfsagt að nýta og er auðveldasti nýtingarmöguleikinn að nota hann til eldiviðar, ásamt öllum úrgangi frá viðarvinnslunni. í viðar- úrganginum er fólgin mikil orka sem ástæðulaust er að kasta á glæ. Ná- grannaþjóðir okkar sem búa við mikla skóga gjörnýta allan sinn við og hví skyldum við ekki gera það líka í skóglitlu landi. Síðasta áratug- inn hafa margir bændur á Ströndum kynt íbúðarhúsnæði sitt með brennslu á úrgangsvið. Fáanlegir eru sérstakir viðarbrennarar sem henta því hlutverki vel og einnig sérstakir kurlarar sem gera þennan úrgang aðgengilegri til brennslu. Þessi notkun á úrgangsviðnum er bæði hagkvæm og nauðsynleg af um- hverfisástæðum. Markaðsmálin. Þá er eftir að nefna eitt mikilvæg- asta atriðið sem þarf að vera í lagi til að hægt sé að auka verðmæti reka- viðarins, en það eru markaðsmálin. Verslun með afurðir frá rekavið- arvinnslu hefur til þessa að lang- mestu leyti farið fram sem bein við- skipti milli kaupenda og seljenda. Nokkuð hefur þó verið um það að girðingarstaurar úr rekaviði hafi verið á boðstólum hjá sumum versl- unum, en áberandi er hvað hlutur framleiðandans í endanlegu verði er tiltölulega lítill. Veldur því m.a. mikill flutningskostnaður, þar sem flytja þarf timbrið frá framleiðanda til verslunar og e.t.v. sömu leið til baka til neytandans. Æskilegast væri að koma upp kerfi þar sem hægt væri að koma á beinum samböndum milli kaupenda og seljenda. Það væri hægt með því að fá einhvern aðila, einstakling eða einhver félagasam- tök bænda á svæðinu, til að skrá í tölvu þá framleiðsluvöru sem væri á boðstólum hjá hverjum og einum. Síðan væri það hlutverk skráningar- aðilans að svara fyrirspurnum kaup- enda í símanúmeri sem þyrfti að auglýsa vel, og leiða saman kaup- anda og seljanda. Eftir það ættu þeir með sér milliliðalaus viðskipti og varan færi milli þeirra beinustu leið. Það er mikilvægt ef hægt væri að losna sem mest við milliliðakostnað og að sem mestur hluti endanlegs kostnaðarverðs gæti lent hjá fram- leiðandanum. Skráninguna mætti fjármagna með vægu skráningargjaldi. Nokkru fjármagni þyrfti að verja til að auglýsa afurðir frá rekaviðar- vinnslu. Þar þyrftu framleiðendur að gera sameiginlegt átak og væri ekki óeðlilegt að Framleiðnisjóður eða Smáverkefnasjóður styrktu slíkt átak. Æskilegt væri að vekja athygli á þessum vörum með fréttum og myndum í dagblöðum og tímaritum. Ahugavert væri að birta myndir og viðtöl við fólk sem býr í híbýlum, sem að miklu leyti eru smfðuð úr rekaviði í einhverju af s.k. „glans- tímaritum", t.d. Hús og híbýli. Heimlldir: 1. íslenskir sjávarhættir, 1980. Lúðvik Kristjánsson. 2. Sama heimild. 3. Sama heimild. 4. Hlunnindajarðir á íslandi, 1982. Lárus Agúst Gíslason. 5. íslenskir sjávarhættir. 1980. Lúðvík Kristjánsson. 6. Sama heimild. 7. Sama heimild. 8. Sama heimild. 9. Sama heimild. 10. Ferðabók, 1943. Eggert Ólafsson. 11. Ferðabók, 1964. Ólafur Olavíus. 12. íslenskir sjávarhættir, 1980. Lúðvík Kristjánsson. 13. Skogforsk, 5/1991, NLH Ivar Samset. 14. Sama heimild. 15. Sama heimild. BÆNDASKOLINN Á HVANNEYRI Enn eru nokkur pláss laus á eftirtöldum námskeiðum: Rafgirðingar................................ 6.-7. júní Matjurtirog sumarblóm....................... 7.-8. júní Skjólbelti ogtrjárækt...................... 9.-10. júní Upplýsingar og skráning í síma 93-70000 á skrifstofutíma 334 FREYR - 9'94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.