Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1994, Blaðsíða 26

Freyr - 01.05.1994, Blaðsíða 26
Verndum hreinleika íslenskra afurða, fymhiuti Sigurður Sigurðarson, dýralœknir Hreinleiki íslenskra matvœla er dýrmœt auðlind. Staðsetning íslands veldur því, að gróður vex hœgar hér en sunnar á hnettinum og tegundir eru fœrri. Þetta stuðlar að því að hér þrífast ekki ýmsir jurtasjúkdómar eða meindýr, sem valda búsifjum sunnar í álfunni. Einangrun landsins og aðgát við inn- flutning á sinn þátt í því að við erum laus við ýmsa sjúkdóma sem gætu þrifist hér. Við notum því minna af varnarefnum, lyfjum og eitri, en flestar aðrar Þjóðir. Það skiptir máli fyrir gæði matvæla og heilsu almenn- ings. Mælingar á íslenskri mjólk og kjöti nauta, kinda, hrossa og svína, sem gerð hefur verið af yfirdýra- lækni o.fl., sanna þetta og sýna, að óæskileg efni mælast alls ekki eða eru langt undir leyfilegum mörkum. Það tryggir heilnæmar afurðir og gefur okkur forskot í framleiðslu vistvænna afurða til sölu erlendis. Hreinleikinn er dýrmæt auðlind sem við megum ekki spilla vegna heilsu fólksins til lengri tíma litið. Heimur- inn er farinn að kalla eftir slíkum matvælum. Þetta getur breyst fljótt eins og nú horfir, ef slakað yrði á vörnum gegn smitsjúkdómum með bindandi viðskiptasamningum við útlönd (EES, GATT, „ESB“ og NAFTA). Hingað bærust skaðvald- ar fyrir gróður og smitsjúkdómar í búfé, sem spilltu ímynd íslenskra afurða. Smitefni berast á ýmsan hátt: Smitefni, hættuleg dýrum, fólki og gróðri, berast á milli fjarlægra svæða og landa á ýmsan hátt. Fjöl- mörg dæmi eru þekkt um smitburð síðustu ár þrátt fyrir allar framfarir í sjúkdómaleit og sjúkdómavörnum. Smitefnin berast fyrst og fremst: 1) með lifandi dýrum og gróðri jarðar 2) með matvælum úr dýraríkinu 3) með dýrafóðri 4) nteð óhreinum hlutum 5) með fólki Afskekkt lega landsins og varkár stefna í innflutningsmálum í áratugi hefur verið okkur góð vörn. Þess vegna eru íslensk dýr ennþá laus við flesta smitsjúkdóma, sem algengir eru og landlægir í Evrópu. Sumir þeirra eru hættulegir fyrir fólk svo sem hundaæði og margir aðrir veiru- og bakteríusjúkdómar. Nýir smitsjúkdómar gœtu valdið stórfelidu tjóni íslensk dýr eru veik fyrir nýjum smitefnum: Islensk dýr hafa að mestu verið einangruð frá landnámstíð. Þau hafa ekki „sjúkdómareynslu", hafa ekki aðlagast nema fáum smitsjúkdóm- um og eru viðkvæmari en dýr frá svæðum erlendis þar sem landlægir eru margir skæðir sjúkdómar. Næm- ið hefur komið í ljós þegar smitefni hafa borist til landsins og eins þegar dýr hafa verið flutt til útlanda (dæmi: kverki og inflúensa hrossa). Meinlausir sjúkdómar erlendis, sumir jafnvel ósýnilegir þar, hafa orðið að landplágum hér (dæmi: mæðiveiki í sauðfé). Við höfum samt verið heppin að fá ekki þá verstu eins og gin- og klaufaveiki, smitandi fósturlát í kúm, hundaæði, svínafár, hænsnapest, skæðar salmonellategundir eða hestainflú- ensu. Þennan lista mætti lengja með nokkrunt tugum mjög alvarlegra sjúkdóma og mörg hundruð öðrum, sem gætu borist hingað með smit- menguðum vörum, dýrum eða fólki og fötum þess, sem óhreinkast hefur af dýrum erlendis. Nýlega var heill kassi af notuðum og óhreinum bún- aði íslensks hestamanns, sem kom frá útlöndum, stöðvaður í tolli hér. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem slíkt finnst. Enginn vafi var um smit- hættu. Til eru hestamenn sem leyfa sér að hafa það að gamanmálum, að þeir hafi sloppið í gegnum tollinn með óhreina strigaskó og fleira vegna þess að tollverðir taki aðeins það sem hafi „reið-“ í nafni (reiðföt, reiðtygi, reiðstígvél o.fl.). Hugsa þessir menn ekki um þær skelfilegu afleiðingar sem hlotist gæti af kæru- leysi þeirra? Skilja þeir ekki að heil- brigði íslenska hestsins er ómetan- leg? Hestamenn, standið á verði gegn svona ábyrgðarleysi. Mikið er í húfi. Ýmsir hrossasjúkdómar gœtu orðið mjög afdrifaríkir. Eins og hrossabúskap er háttað hér á landi gætu smitsjúkdómar, sem bærust hingað, orðið mjög alvarlegir og stöðvað sýningar, hrossaverslun og flutning í og úr beitilöndum. Þeir gætu einnig spillt fyrir útflutningi 338 FREYR - 9'94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.