Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1994, Blaðsíða 27

Freyr - 01.05.1994, Blaðsíða 27
íslensku hrossin hafa verið laus við alla alvarlega smitsjúkdóma. (Freysmynd). hrossa og afurðum sem unnt er að selja til útlanda. Nú er t.d. að opnast markaður fyrir mótefni gegn sjúkdómum, sem framleidd eru úr blóði hrossa vegna óvenjulegs heil- brigðis þeirra. Islensku hrossin hafa verið laus við alla alvarlega smit- sjúkdóma til þessa l.s.G., samanber orðið hestaheilsa. Húðsveppur sá, sem breiðst hefur út hérlendis ný- lega gefur smjörþefinn af því sem borist gæti hingað. Hann er þó væg- ur samanborið við illvíga og bráð- smitandi húðsveppi sem finnast á hrossum í grannlöndum okkar og raunar um allan heim. Þeir berast hingað ef óvarlega er farið. Innflutn- ingsárátta sumra ráðamanna þjóðar- innar er hættuleg heilsu íslenskra dýra. Þeir ættu ekki að láta áróður hagsmunahópa æra sig og færa af vegi. Magnús Stephensen flokkaði refinn með sauðfjársjúkdómum í riti um húsdýr árið 1808. Fari ráða- mennirnir ekki vel með vald sitt, verða þeir á sama hátt settir í flokk með smitandi pestum sem berast hingað fyrir glópsku þeirra. Stöndum vörð um heilbrigði íslenskra dýra Strangar reglur hafa verið í gildi: Það er alþekkt staðreynd að mun ódýrara er að fyrirbyggja sjúkdóma en útrýma þeim. Hér hefur um langt skeið verið talið tryggast - vegna biturrar revnslu - að takmarka, og eftir atvikum banna alveg, innflutn- ing á afurðum dýra, sem gætu verið mengaðar smitefnum, óþekktum á íslandi. Innflutningur lifandi dýra hefur einnig verið takmarkaður eða alveg bannaður. Þetta veldur því að einhverjir heilbrigðustu dýrastofnar í heimi eru á íslandi, þrátt fyrir ýmis óhöpp. Mikið er að verja, en breyt- ingar eru framundan. Barátta gegn innfluttum smitsjúkdómum hefur kostað stórfé. Vegna strangra sjúkdómavarna hefur tekist að nokkru leyti að bæta fyrir ógætni landsmanna sjálfra og útrýma pestum sem bárust nær alltaf eftir að látið var undan þrýstingi um innflutning. Baráttan hefur þó kost- að þjóðina stórfé hvað eftir annað. Úrslitum réð, hve langt var á milli áfalla. Ég nefni aðeins þrjá sjúk- dóma af nokkrum sem ekki hefur tekist að uppræta: Garnaveiki og riðuveiki íjórturdýrum og smáveiru- sótt í hundum. Kostnaður vegna bólusetninga og beint tjón er veru- legt á hverju ári vegna innflutnings- ins. Það er eins og mönnum hafi gleymst þetta nú. Stóraukinn inn- flutningur á landbúnaðarvörum gæti orðið til þess að nýjar pestir bærust hingað ein af annarri og breiddust út um landið. Slík öfugþróun blasir nú við í Evrópu sem afleiðing af hinu nýja ,,frjálsræði“ í flutningum dýra og afurða. Búskaparhættir hér á landi og næmi íslenskra dýra gera okkur erfiðara um vik en öðrum. Verða varnir gegn búfjársjúkdómum brotnar niður vegna fávisku? Nú virðist með ýmsum ráðum vera unnið að því að brjóta niður varnir gegn innflutningi smitandi dýrasjúkdóma til íslands. Þar eiga í hlut einstakir valdamiklir stjórn- málamenn, kaupsýslumenn og - þótt ótrúlegt megi virðast - líka neyt- endasamtök landsins. Þessir aðilar kannast ekkert við að þeir séu að brjóta niður, en telja of mikið gert úr hættunni og að öllu verði hægt að bjarga. Neytendasamtökin hafa gert ýmislegt gott en í þessu máli svíkja þau lit. Þau standa ekki vörð um hagsmuni allra neytenda. Flytja skal inn meira af landbúnaðarvörum með góðu eða illu. Þetta er orðin eins konar „fastagrilla'* hjá ofan- greindum aðilum. Því er haldið fram, að þannig fái fátækt fólk ódýran mat. Hvílík fáviska!!! Ekki virðist hugsað út í vörugæði. íslensk matvæli eru yfirleitt hágæðavara en ódýrar erlendar vörur eru mjög mis- jafnar að gæðum. Vottorðin villandi og prófin ófullkomin Ekki er nóg hald í prófum, lyfjum og vottorðum. Þeir sem berjast fyrir auknum inn- flutningi á kjöti halda að unnt sé að girða fyrir alla smithættu með því að beita þeim varnarráðum sem til eru, svo sem mótefnaprófum og sýkla- rækt, er sýni hvort sjúkdómar séu fyrir hendi, bóluefnum eða lyfjum sem drepi niður sjúkdómana eða með því að kaupa eingöngu frá heil- brigðum svæðum. Athugum hvaða hald er í þeim varnarráðum: Mótefnapróf: Sumir telja, að unnt sé að verjast sjúkdómum með sérstökum prófum. Fyrir lítt þekkta sjúkdóma vantar oft nothæf próf á lifandi dýr. Dæmi um það er kúariðan í Bretlandi. Þar hefur verið lógað og eytt 140 þúsund kúm með þessa veiki. Við flytjum inn þaðan hund- ruð tonna af gæludýramat með nautakjöti. Þjóðverjar eru uggandi 9*94 - FREYR 33»

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.