Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1994, Blaðsíða 34

Freyr - 01.05.1994, Blaðsíða 34
fæðulind ýmissa lífvera og sveppa í jarðveginum og er þá talað um að plönturnar brotni niður. Pað tekur jurta- og dýraleifar langan tíma að brotna alveg niður, en meðan á nið- urbrotinu stendur losna stöðugt nyt- samleg efni fyrir lifandi plöntur. Samtímis bindast efnin sem losna, við köfnunarefni úr andrúmsloftinu. Leifar dauðra plantna og dýra virka því, ásamt lifandi lífverum jarðvegs- ins, sem áburður fyrir plötnurnar. Þannig gengur þetta fyrir sig í nátt- úrunni og þannig getum við látið ferlið ganga í garðinum. Jarðvegur sem er auðugur af lífrænum efnum harðnar (skorpnar) ekki eins og leir- kenndur jarðvegur og heldur raka betur en sandjarðvegur. Lífræn ræktun er háðari góðri jarðvegs- byggingu en hefðbundin ræktun, þar sem plönturnar þurfa að sækja lengra eftir næringarefnum. Oskin um sem besta jarðvegsbyggingu er ástæða margra þeirra ræktunarað- gerða sem gripið er til í lífrænni ræktun. 3.1. Jarðvinnsla I lífrænni ræktun er lögð áhersla á að vinna jarðveginn hvorki of djúpt né of mikið, sérstaklega innan org- anisk biologíkrar ræktunar. í stað þess að vinna jarðveginn djúpt er reynt að stuðla að sem mestri um- myndun plöntuleifa í jarðvegsyfir- borðinu. Húsdýraáburður og annað lífrænt efni er unnið grunnt niður, í efstu 5-10 cnt jarðvegsins, til að skapa ákveðið rotnunarlag. Dauðar og rotnandi plönturætur skilja eftir sig „göng“ í jarðveginum sem gera hann loftríkan og lausan í sér. í sama tilgangi eru ánamaðkar mjög mikil- vægir. Samanlagt leiðir þetta til góðrar jarðvegsbyggingar. 3.2. Jarðvegsbœtur. Samsetning jarðvegsins er ekki ætíð sem skyldi á ræktunarstaðnum, en unnt er að bæta óheppilegan jarð- veg með ýmsum ráðum. Sand- jarðveg má bæta með íblöndun líf- rænna efna, t.d. safnhaugamold, húsdýraáburði og mómold. Þar sem mómold er yfirleitt of súr, þarf jafn- framt að kalka hana sé hún notuð í miklu magni. Gott er að létta hrein- an moldarjarðveg með vikri eða grófumsandi. Markmiðiðeraðjarð- vegurinn samanstandi bæði af líf- rænum efnum og bergögnum af mis- munandi kornastærð. Einnig má bæta jarðveginn með fleiri aðgerð- um. „Grænáburður“ bætir jarðvegs- bygginguna auk áburðaáhrifa og jarðvegsþakning hefur einnig já- kvæð áhrif. Frost að vori og hausti bætir einnig jarðvegsbygginguna, þegar vatn frýs og þenst út í jarð- vegsholunum. 3.3. „Grœnáburður" Með „grænáburði" er átt við rækt- un grænna jurta, sem unnar eru nið- ur í efstu 5-10 cm jarðvegsins. Nota má nýslegið gras af grasflötinni í þessum tilgagni, en best er þó að sá til sérstakra plantna í þessum til- gangi, t.d. þegar beð eru „hvíld“ og látin standa auð, eða þegar búið er að uppskera mjög snemmsprottnar tegundir. Til að koma að sem best- um notum er æskilegt að þessar plöntur séu sem fljótsprottnastar. Belgjurtir (t.d. einær smári) er mjög hentugar sem „grænáburður“, en á rótum þeirra lifa ákveðnar bakteríur og mynda þar litla hnúða. Þessar bakteríur lifa samlífi með plöntun- um og binda köfnunarefni loftsins og skila því frá sér á formi sem plönturnar geta tekið upp og hagnýtt sér. Auk þess binst talsvert köfnunarefni í hnúðunum, sem losn- ar út í jarðveginn þegar hnúðarnir rotna. Með öðrum orðum þá berst mikið af köfnunarefnisríku, lífrænu efni í jarðveginn með „grænáburði“, sem brotnar hratt niður en hefur lítil áhrif á „húmusmagn“ jarðvegsins. Hins vegar losnar um mikið magn næringarefna og jarðvegsbyggingin batnar verulega. Þegar nytjaplönturnar eru rækt- aðar í rúmgóðum röðum (t.d. kál og gulrófur), er ekkert sem mælir gegn því að sá „grænáburðarplöntum“ á milli raðanna og hakka þær síðan niður í efsta lag jarðvegsins, áður en þær myndu hugsanlega ná yfirhönd- inni. Sama á einnig við um ýmiss konar fræillgresi. Ef til vill ætti ekki í sjáflu sér að vera neitt takmark að útrýma slíku illgresi, bara að halda því í skefjum. í raun væri nær að líta illgresið jákvæðum augum, þegar unnt er að nota það til hagsbóta fyrir jarðveginn. 3.4. Jarðvegsþakning. Með því að þekja jarðveginn þar sem hann stendur auður, t.d. þar sem rúmt er á milli raða, er æskilegt að vernda hann gegn slagveðri, en fái það að lemja jarðveginn óhindr- að getur það brotið niður jarðvegs- holurnar og gert jarðveginn þéttan. Ennfremur getur slík þakning verndað jarðveginn gegn þurrki og sprungumyndun í þurrkum, hún dregur úr uppgufun vatns úr jarð- veginum og getur dregið úr illgresi I lífrœnni rœktun er lögd áhersla á ad vinna jarðveg hvorki ofdjápt ne' of mikid. 346 FREYR - 9 94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.