Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1994, Blaðsíða 38

Freyr - 01.05.1994, Blaðsíða 38
Reglur um ráðstöfun á verðmiðlunarfé til hagrœðingar- aðgerða í mjólkuriðnaði og mjólkurframleiðslu 1. gr. Rádstöfun verdmidlwiarfjár. Heimilt er að ráðstafa allt að 450 milljónum kr. af verðmiðlunarfé, sem innheimt var af innveginni mjólk fyrir 1. janúar 1994, svo og vaxtatekjum af því fé, til úreldingar mjólkurbúa, hagræðingarverkefna hjá mjólkurbúum og til búháttar- breytinga á jörðum með mjólkur- framleiðslu sem liggja fjarri afurða- stöð, samkvæmt nánari ákvæðum í reglum þessum. 2. gr. Urelding mjólkurbúa. Fram til 1. desember 1995 getur stjórn mjólkurbús sótt um styrk til úreldingar mjólkurbúsins, með eft- irtöldum skilyrðum: 1. Mjólkurbúið verði úreltíheildog tryggt verði að eignin verði ekki tekin aftur í notkun til mjólkur- vinnslu. Kvöð þar um skal þing- lýst á viðkomandi fasteign. 2. Berist umsókn fyrir 1. desember 1994 getur styrkur orðið allt að 100% af bókfærðu verði fast- eigna og véla. 3. Berist umsókn á tímabilinu frá 1. desember 1994 til 1. desember 1995 getur styrkur orðið allt að 80% af bókfærðu verði fasteigna og véla. Þegar heimild landbúnaðarráð- herra um að úrelda mjólkurbú liggur fyrir skal greiða styrk af verðmiðlun- arfé fyrir eignir sem teknar eru til úreldingar. Styrkur skal nema hlut- falli skv. 2. eða 3. tl. af bókfærðu verði þeirra eigna, sem teknar eru úr notkun eins og þær voru skráðar í lok síðasta heila rekstrarárs sem mjólkurbúið starfaði að fullu. Heim- ilt er að endurmeta eignir til þess að samræma afskriftir, hafi mismun- andi aðferðir verið notaðar. Þær eignir sem teknar eru til úr- eldingar eru fasteignir og sérhæfður búnaður til mjólkurvinnslu. Lóð telst ekki til fasteignar í þessu sam- bandi. Bifreiðar teljast ekki til sér- hæfðs búnaðar. Sé unnt að selja eignirnar til annarra nota, er heimilt að draga frá hálft söluverð þeirra, að frádregnum sölukostnaði. Nefnd skv. 5. gr. skal láta leita eftir al- mennum tilboðum í viðkomandi eignir. Styrkur til úreldingar er ekki greiddur mjólkurbúi, sem er í greiðslustöðvun eða hefur verið tek- ið til gjaldþrotaskipta. 3. gr. Hagrœðing í mjólkuriðnaði. Heimilt er að greiða styrki til mjólkurbúa vegna sérstakra verk- efna til hagræðingar í mjólkuriðn- aði. Heimilt er að styrkja samstarfs- verkefni mjólkurbúa eða samruna. Styrkur má ná til sérhæfðs búnaðar til mjólkurvinnslu skv. ákvæðum 2. gr., sem verður óþarfur vegna sam- starfsins og til kaupa á nýjum búnaði sem er nauðsynlegur við fram- kvæmdina. Með styrkumsókn frá stjórn mjólkurbús skal fylgja áætlun um áformaða hagræðingu í rekstri sem sýni fram á að reikna megi með sparnaði er nemi á fimm ára tímabili eigi lægri fjárhæð en umbeðinni fjár- hæð. Nefnd skv. 5. gr. leggur mat á framkomnar umsóknir. Þegar heim- ild landbúnaðarráðherra um styrk til hagræðingar liggur fyrir skal greiða hann til viðkomandi mjólkurbúa, enda sé staðfest af trúnaðarmanni Framleiðsluráðs landbúnaðarins að hagræðingaraðgerðum hafi verið komið á. 4. gr. Styrkir til búháttabreytinga hjá bœndum með mjólkur- framleiðslu. Fram til 1. september 1995 geta eigendur og ábúendur á lögbýlum, sem liggja fjarri afurðastöð eða eru úrleiðis sótt um styrk til úreldingar á aðstöðu til mjólkurframleiðslu á lög- býlum, enda séu uppfyllt eftirfar- andi skilyrði: a. Staðsetning lögbýlis (lögbýla) lengi flutninga a.m.k. um 20 km að meðaltali miðað við verðlagsgrund- vallarbú. Heimilt er að víkja frá þessari reglu í tilvikum þar sem flutningar eru erfiðir og dýrir. b. Styrkur til úreldingar skal ná til fasteigna (fjóss og hlöðu) sem nýttar hafa verið til mjólkurframleiðslu og vélbúnaðar í þeim. Styrkur skal nema matsverði eigna og véla, sem metnar skulu eftir sömu reglum og greiðslur til leiguliða við ábúðarlok. Við úreldingu skal greiðslumark til ntjólkurframleiðslu falla niður og er heimilt að bæta niðurfellinguna til að eðlilegar bætur komi fyrir þann aðstöðumissi sem verður til fram- leiðslu á jörðinni. c. Tryggt verði að mjólkurfram- leiðsla verði ekki tekin upp á lögbýl- inu fyrir 1. september 1998, nema með leyfi landbúnaðarráðherra. Kvöð þar um skal þinglýst á viðkom- andi lögbýli. Akvæði þessarar greinar geta einnig tekið til lögbýla sem verða úrleiðis við úreldingu mjólkurbús. Umsóknir bænda um styrki til úreld- ingar skal taka til afgreiðslu í þeirri röð sem þær berast. Ekki er skylt að verða við umsóknum sem berast eft- ir að fé þrýtur sem til ráðstöfunar er skv. ákvæðum 1. gr. 5. gr. Verkefnisnefnd. Landbúnaðarráðherra skipar fjögurra manna nefnd sem metur umsóknir um styrki skv. reglum þessum. Skal einn nefndarmaður skipaður eftir sameiginlegri tilnefn- ingu ASÍ og BSRB, einn eftir tillögu Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðn- aði, einn eftir tillögu Stéttarsam- bands bænda og einn án tilnefningar og er hann jafnframt formaður nefndarinnar. 350 FREYR - 9'94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.