Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1994, Blaðsíða 6

Freyr - 15.05.1994, Blaðsíða 6
FRfl RITSTJÓRN Skýrsla OECD um landbúnað á íslandi Um miðjan maí sl. birtist hin árlega skýrsla OECD um efnahagsmál á íslandi. OECD, Efna- hags- og framfarastofnunin, er alþjóðleg stofnun, sem komið var á fót um 1960 og hefur aðsetur í París. Hlutverk hennar er að fjalla um efna- hagsmál aðildarríkjanna, stuðla almennt að hag- þróun og bættum lífskjörum sem og jákvæðri þróun í efnahag þjóða almennt. Þá er það á stefnuskrá stofnunarinnar að stuðla að auknum heimsviðskiptum, sem fari fram án mismununar, hverju nafni sem nefnist, og í samræmi við alþjóðlega samninga. Aðildarríki OECD eru m.a. öll ríki Erópusam- bandsins, Norðurlöndin, USA, Kanada, Japan, Astralía, Nýja-Sjáland og Tyrkland. Fleiri lönd eru á leiðinni í stofnunina, m.a. Mexikó. Hingað til hefur ekki verið fjallað um landbún- að í hinni árlegu skýrslu um Island, en að þessu sinni varð þar breyting á. Stjórn íslensks landbúnaðar og staða hans fær bæði lof og gagn- rýni skýrsluhöfunda. Borið er lof á árangur ís- lenskra stjórnvalda við að draga úr beinum stuðningi við landbúnaðinn. Þar er átt við afnám útflutningsbóta og að teknar hafa verið upp bein- greiðslur til bænda í stað niðurgreiðslna á heild- sölustigi. Kosturinn við beingreiðslur í saman- burði við niðurgreiðslur er sá, að áliti skýrslu- höfunda, að skýrara komi þá fram hvert fjár- munirnir fara. Á hinn bóginn telja höfundarnir að til framfara horfði ef beinar greiðslur verði ekki framleiðslutengdar og nýttust þar með betur sem beinn byggðastyrkur, en það er jafnframt álit skýrsluhöfunda að þessar greiðslur eigi að hverfa með tímanum. Af gagnrýnisatriðum í skýrslunni ber fyrst að nefna að almennt sé stuðningur við íslenskan landbúnað of mikill miðað við önnur OECD lönd þó að finna megi einstök dæmi frá öðrum löndum um jafn mikinn eða ineiri stuðning. Þessi stuðningur er á árinu 1993 reiknaður 10,3 milljarður ísl. kr. og skiptist í þrjá meginflokka; a) reiknaða markaðsvernd, kr. 4.674 milljónir, b) greidda styrki, kr. 4.684 milljónir og c) almenna þjónustu, rúmlega kr. 900 milljónir. Fram kemur að þessi styrkir fara lækkandi hér á landi, bæði að upphæð og hundraðshluta. Þá gagnrýna skýrsluhöfundar sjóðagjöld í ís- lenskum landbúnaði, einkum niðurgreiðslur á vöxtum á lánum til fjárfestinga, sem þeir telja að stuðli ekki að hagkvæmustu nýtingu ljármagns. Þá er því haldið fram að landbúnaðarstefnan hafi óbeint stuðlað að ofbeit með framleiðsluhvetj- andi stjórnun á liðnum árum, en að öðru leyti séu umhverfismál í góðu lagi. Þó er bent á að huga þurfi að hreinsun frárennslis hér á landi, ef ísland ætli að eignast sess sem hreinasta land á Vesturlöndum. Vert er að bregðast við skýrslu sem þessari á raunsæjan hátt en án glýju í augum. Þeir sem hyggjast nýta sér hana, þurfa að átta sig á sterkum og veikum hliðum hennar. Sterka hliðin er án efa sú að þar er beitt almennum viður- kenndum hagfræðikenningum, þannig að staða efnahagsmála á íslandi er lýst úr frá þeim kenn- ingum og fær samanburð við stöðu þeirra mála í öðrum löndum. Nú er það svo að fleira stjómar lífi einstaklinga og þjóða en hagfræðileg sjónarmið. Hvers kyns önnur gildi koma þar við sögu og viðurkenna hagfræðingar þau engu síður en aðrir. Þannig er í þeim punktum, sem raktir eru úr skýrslunni hér að framan, horft raunsæjum augum á að opin- berum fjármunum sé varið í byggðastyrki. Annað atriði sem einnig er tæpt á í umsögn um Island er staða þess í umhverfismálum. Til skamms tíma áttu umhverfismál ekki upp á pall- borðið hjá hagfræðingum og eins og er virðast hagfræðingar ekki í fararbroddi í því að fylgjast með og taka tillit til hinna öru viðhorfsbreytinga í umhverfismálum um þessar mundir. OECD hefur á stefnuskrá sinni aukin heimsviðskipti og hefur þar fáa varnagla. I því sambandi má minna á þær hömlur sem Sviss og Austurríki krefjast á umferð llutningabíla um lönd sín en að baki þeirrar kröfu liggur það að veruleg og vaxandi umhverfisspjöll fylgja þessari umferð, svo sem trjádauði og mengun ræktunarlands. Vitað er að gróðurhúsaáhrif stafa af brennslu olíu og fleiri Frh. á bls. 360. 358 FREYR - 10*94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.