Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1994, Blaðsíða 10

Freyr - 15.05.1994, Blaðsíða 10
Menn hvíla sig uns þeir eru aflúnir, en ef menn hvíla sig lengur þá veslast menn upp Viðtal við Svein Einarsson, hleðslumann, frá Hrjót í Hjaltastaðaþinghá Sveinn Einarsson frá Hrjót, sem lengi bjó í Miðhúsaseli í Fellum, var einn kunnasti torf- og grjóthleðslumaður hér á landi. Þegar aðalfundur Stéttarsambands bœnda var haldinn á Hvanneyri í iok ágúst á sl. ári var Sveinn þar að störfum og þótti fréttamanni Freys þar bera vel í velði og falaðist eftir því að tala við hann fyrir blaðið og brást hann vel við því. Sveinn Einarsson. (Ljósm. Viltu byrja á ad greina á þér deili? Auðun Eínarsson). Ég er fæddur á Hrjót í Útmannasveit, sem er annað nafn á Hjaltastaðaþinghá, 3. desember 1909. Foreldrar mínir voru hjónin Kristbjörg Kristjánsdóttir og Ein- ar Guðmundsson. Móðir mín var ættuð ur Vopnafirði og faðir minn var fæddur og uppalinn í Fellum. Ég ólst upp á Hrjót eins og gekk og gerðist á þeim tíma. Pá var mikil einangrun og ég var ekki í skóla nema um þrjá mánuði alls. Pað var öll mín skólaganga fyrr og síðar, en rnér var kennt að lesa og skrifa heima áður en ég fór í skóla. að fara að heiman í vinnu til að vinna fyrir fjölskyldunni. Það var séra Sigurjón Jónsson í Kirkjubæ sem fermdi mig. Seinna var ég vinnumaður hjá honum og hafði gaman af því, hressilegur og sér- stakur maður og skemmtilegur heimilis- bragur í Kirkjubæ. Hvar er Hrjótur? Hann er innsti og efsti bær í Hjalta- staðaþinghá, upp af Hreimsstöðum, næst Eiðaþinghá. Hamragerði var næsti bær. Það kannast margir við kofann hans Kjarvals sem stendur við þjóðveginn út sveitina. Hrjótur er beint til fjallsins séð frá kofanum í átt til Dyrfjalla, hinum megin við ásana. Hvað búið þið lengi á Hrjóti? Til ársins 1933, en búið var á jörðinni fram yfir 1940. Við systkinin og móðir okkar dreifðumst um Fljótsdalshérað. Ég fór sjálfur að búa með konu minni, sem var Guðrún Björg Ólafsdóttir, frá Birnu- felli í Fellum. Við hófum búskap okkar á Birnufelli og vorum þar í tvö ár, en þá fluttum við í Miðhúsasel en þar voru þá bara beitarhús. Kona mín átti jörðina. Þar bjuggum við í 30 ár til 1967. Við eignuðumst þrjú börn, Þórarin ráðunaut í Hólum í Reykhólasveit, Guðnýju, lækni í Svíþjóð, og Birnu, hjúkrunarkonu í Reykajvík. Ég var ekki í skóla nema um þrjá mánuði. Það varöllmín skólaganga. Voruð þið mörg systkinin? Við vorum fimm sem lifðu, en foreldr- ar mínir misstu dreng ungan. Svo dó faðir minn og þá var ég ekki 12 ára. Ég var elstur systkinanna og þurfti þá að sinna búskapnum. Þegar ég var fermdur fór ég Hvert lá leiðin eftir að þið hœttuð búskap í Miðhúsaseli? Við fluttum í Hallormsstað, en þá var orðið ljóst að ekkert barnanna tæki við búskapnum og þá nennti ég ekki að standa í þessu lengur. Ég vann þar hjá 362 FREYR - 10*94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.