Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1994, Blaðsíða 12

Freyr - 15.05.1994, Blaðsíða 12
Hvers er helst ad gœta í sambandi vid steinhleðsluna? Áður fyrr var minna hugsað um útlitið heldur fyrst og fremst stefnt að því að hver steinn væri notaður þar sem hann gæti gert mest, auk þess sem allt efni var nýtt eftir föngum. Þá voru eilíf vandamál með flutning. Grjót var dregið á ís, en það var líka flutt á sleðum á auðri jörð og þá var best að fara um þýft land því að þá var núningsflöturinn minni, einnig að fara frekar um gróið land en ógróið. Nú er þetta ekkert sambærilegt, vélar til alls, til að lyfta, moka og færa til og hægt að sækja efni heila þingmannaleið. Annars vil ég hafa allt grjót í hverja hleðslu úr einum stað. Mér er sama þó að það séu margar tegundir og ólíkt, en að það sé tekið á einum stað, grjótið þarf að þekkjast, það er svo einkennilegt með það, það verður að hafa heildarsvip og hann næst ekki nema það sér frá sama stað. Sveinn Einarsson á rústum íbúðarhússins á Hrjót 30 árum eftir að hann flutti þaðan. (Ljósm. Auðun Einarsson). Ég vil hafa allt grjót í hverja hleðslu úr einum stað. Það þarf aðþekkjast. En hvernig er að hlaða úr rúnnuðu fjö'ru- grjóti eða grjóti úr árfarvegum? Pað er besta grjótið. Stundum er settur torfstrengur á milli en ég er ekkert spenntur fyrir því, það vill svo vaxa gras út úr því, til óprýði. Sveinn Einarsson á bœjar- burstinni á Galtarstöðum fram í Hróarstungu. (Ljósm. Auðun Einarsson). En rýrna svo ekki þessi millilög? Jú, en það gerir ekkert til. Eg vil helst hafa þessi lög þunn, en það vill koma gras í þau. Það hefur verið notað fleira en grjót og torf í hleðslur, t.d. kindaleggir. Já, það var til veggur með leggjum á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal, ég hef séð póstkort með mynd af honum sem Eyj- ólfur Jónsson, ljósmyndari á Seyðisfirði tók fyrir 1908. Sá veggur er ekki til lengur, en ég man að ég heyrði talað um þetta þegar ég var smákrakki. það var vinnumaður á næsta bæ sem var að segja frá þessu, þannig að þetta þótti í frásögur færandi. Nú ertþú orðinn nokkuð roskinn og hefur lialdið vel heilsunni. Telur þú að þessi átök við hleðsluna hafi hjálpað þér við það? Ég held að menn haldi ekki heilsu ef menn reyna ekki á sig. Því finnst mér það alveg furðulegt að menn eigi að dæmast frá vinnu á ákveðnu aldursári, sjötugir eða jafnvel allt niður í sextugt. Pá á viðkomandi maður að fara að hvíla sig. En ef menn hlýða því þá er leikurinn tapaður. Menn eiga að hvíla sig þegar þeir eru þreyttir þangað til þeir eru orðnir aflúnir, en ekki lengur, þá er best að byrja aftur. Þetta minnir mig á söguna um kerling- una sem setti lepp fyrir annað augað á sér og ætlaði að geyma það þangað til hún yrði blind á hinu auganu. Svo varð hún blind og tók leppinn frá en sá þá ekkert heldur. Þetta er mjög svipað. Ef menn ætla að geyma sig, þá er leikurinn tapað- Hefur þú lagt fyrir þig fleiri verk en hleðsluna? Já, þegar ég var á Hallormsstað, þá fann ég mér viðfangsefni. Ég náði mér í efni úr skóginum, trjágreinar, og tálgaði úr þeim muni, t.d. bréfhnífa sem ég 364 FREYR - 10'94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.