Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1994, Blaðsíða 14

Freyr - 15.05.1994, Blaðsíða 14
Lífrœnn landbúnaöur Dr. Ólafur R. Dýrmundsson ráðunautur Oft er vakin athygli á því að ísland hafi að mörgu leyti ákjósanleg skilyrði til framleiðslu vistvœnna afurða, m.a. vegna einangrunar, strjálbýlis, loftslags og tiltölulega lítillar mengunar, hvort sem er í lofti, sjó eða á landi. Löngum hafa íslenskar sjávarafurðir notið sérstöðu á mörkuðum vegna hreinleika og mikilla gœða og nú beinist athyglin í vaxandi mœli að íslenskum landbúnaðarafurðum. Dr. Ólafur K. Dýrmundsson. Ofarlega á baugi. Fyrst komst skriður á almennar umræður unt lífrænan og vistvænan landbúnað eftir umfjöllun á Ráðu- nautafundi Búnaðarfélags Islands og Rannsóknastofnunar landbúnaðaris í febrúar 1993 og eftir fonnlega stof- nun VOR. félags bænda í lífrænni ræktun, í apríl sama ár. Hefur marg- víslegur fróðleikur verið birtur hér í blaðinu um þessi efni. Bændur sýna málefninu mikinn áhuga og hafa bændasamtökin aflað ýmissa gagna og upplýsinga um lífrænan landbúnað víða um heim og eru í tengslum við IFOAM. Alþjóðasamtök lífrænna landbúnaðahreyfinga. Þá hafa ýmsir starfsmenn landbúnaðarstofnana verið að kynna sér lífrænan og vistvænan landbúnað, m.a. á námskeiðum og ráðstefnum innanlands og utan. I þessum efnum er mikil gróska í ná- grannalöndunum og eftirspurn eftir lífrænum og vistvænum afurðum fer vaxandi í heiminum (1). Er það í sam- ræmi við vaxandi áhuga á umhverf- isvemd og þróun svokallaðrar „grænn- ar hugmyndafræði“ (2, 3). Skilgreiningar og vörumerki. Búskaparhættir eru flokkaðir með tilliti til umhverfisverndar á þann hátt að lífrænn landbúnaður er talinn vistvænstur (4, 5). Hann gengur næst því að geta talist sjálfbær (6) og er háður ákveðnum viðurkenndum stöðl- um. Þannig eru lífrænar landbúnað- arafurðir markaðsettar undir tilteknum vörumerkjum og afurðimar eru í hæstu gæðaflokkum, enda miklar kröfur gerðar til framleiðsluhátta og gæðastjómunar (7). Dæmi um þekkt lífræn vörumerki eru Soil Association Organic Standard í Bretlandi, OCIA í Bandaríkjunum. KRAV í Svíþjóð, DEBIO í Noregi, LUOMO í Finnlandi og fyrir lífefldar vörur: DEMETER í mörgum löndum og DEMETER-BIO- DYN í Þýskalandi (sjá mynd). Hér á landi eru ekki til slík viðurkennd vörumerki fyrir innlenda lífræna framleiðslu, enda vinna að gerð fram- leiðslustaðla skammt á veg komin. Ö Bretland Noregur CUOMV Finnland 8 71 n oci^ Bandaríkin p(w_a Vmis lönd Dœmi um lífrcen vörumerki. 366 FREYR - 10*94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.