Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1994, Blaðsíða 22

Freyr - 15.05.1994, Blaðsíða 22
Verndum hreinleika íslenskra afurða, síðan hiuti Sigurður Sigurðarson, dýralœknir Stöndum vörð um íslenska hagsmuni Fórnum ekki heilsu ísienskra dýra fyrir hœpna hagsmuni. Þeir sem brjóta niður traustar og nauðsynlegar varnir gegn smitsjúkdómum með því að samþykkja stóraukinn innflutning á landbúnaðarvörum eru að svíkja alla dýraeigendur á íslandi. Samningamenn okkar, stjórnmála- menn, verslunarráð, neytendasam- tök og aðrir sem ráða því hvað samið er um eða hafa veruleg áhrif á það í krafti stærðar og aðstöðu, hafa ekki hugsað þessi mál til enda. Að öðrum kosti hefur þá vantað vitneskju og vanmetið hættuna. Þeir mega ekki vegna fáfræði fórna heilsu íslenskra dýra fyrir aðra hagsmuni, sem óljóst er hverjir eru og hve miklir. Hefur ekki gleymst að draga eitthvað frá gróðanum sem menn töldu verða af innflutningnum? Hvað með til- kostnað og afleiðingar? Ætli það sé auðvelt að meta það allt til peninga? Sumar íslenskar dýrategundir eins og hesturinn, kýrin, sauðkindin, geitin og hundurinn, eru einstæðar í heiminum og dýrmætar sem slíkar. Flestir munu samþykkja þetta við það eitt að sjá eða heyra þessar dýrategundir nefndar. Viðskipta- samningar við útlönd sem tryggja hag okkar eru sjálfsagðir og ég styð stjórnvöld tiljgóðra verka sem emb- ættismaður. Eg hlýt þó sem sérfræð- ingur í smitsjúkdómum að mótmæla því harðlega að þannig sé gengið frá samningum að það stefni í voða heil- brigði íslenskra dýra og byggðinni í landinu. EES-samningurinn er hættulegur heilsu allra íslenskra dýra og þar með íslenskum landbún- aði, einkum það þó sem enn á eftir að koma fram. Það er ekki víst að við fáum frest fram yfir 1995, þegar endurskoðun á að fara fram í þeim tilgangi að auka enn frjálsræði í flutningum. GATT-samningurinn mun ganga enn lengra. Hvað kemur þessi hætta við marga íslendinga? Svar: Alla dýraeigendur á íslandi. Hver er fjöldi þeirra? Sigurður Sigurðarson. Fórnum ekki íslenskum landbúnaði. Sumir halda þvi fram að landbún- aðurinn sé baggi á þjóðinni, best væri að leggja hann niður að mestu eða öllu leyti. Vita þeir sem þetta segja að 15-17 þúsund manns hafa atvinnu af landbúnaði og þjónustu við hann? Það þýðir að 50-60 þúsund íslendingar lifa á landbúnaði beint og óbeint eða 1 af hverjum 5 íbúum landsins. Sjálfsagt eru þeir fleiri ef metin væri öll óbein þjónusta og tengsl. Það hefur verið áætlað, að 3000 séu atvinnulausir nú vegna samdráttar í landbúnaði. llla gengur sjávarútvegurinn líka að sagt er. Geta þeir sem hrekjast frá landbún- aði fengið önnur störf og arðbærari? Nei. Út um allt land eru þéttbýlis- staðir, sem nærast á landbúnaðinum að hluta eða alveg. Þeir standa tæpt margir hverjir og þola illa frekari skerðingu. A hverju eiga íslending- ar að lifa eða fá peninga til að kaupa hinar ódýru innfluttu vörur? Hvað með alla óhamingjuna sem fylgir því að vera hrakinn frá starfi og eign- um? Er það ekki ójafnaðarmennska að setja einn á en fórna öðrum án haldbærra skýringa og bóta? Vantar þá menn ekki yfirsýn sem ætla að leysa efnahagsvandann með því að veikja eða brjóta af tómu gáleysi og leggja í rúst undirstöðuatvinnuveg eins og landbúnaðinn? Hormónamafían í Evrópu Ólögleg notkun vaxtarhvetjandi hormóna er útbreidd í Evrópu. Hér á landi eru fúkkalyf alls ekki notuð í fóðri nema til lækninga. Undantekning eru þó hníslalyf fyrstu vikur af ævi alifugla til að halda í skefjum hníslum. Skárri lausn er ekki fundin enn. Vaxtar- hvetjandi efni eru ekki notuð. Hormónar eru eingöngu notaðir í lækningaskyni hér á landi. Þrátt fyrir bann við notkun hormóna til að auka vöxt og afköst í framleiðslu og keppni er ekki bannað að selja þá í Evrópu. Ólögleg notkun þessara efna er orðin mjög útbreidd. Á sum- um svæðum þar er talið að 80% nautakjöts sá framleidd með horm- ónafóðri og í einstaka löndum 10- 20% alls nautakjöts. Það er þó hæg- ara sagt en gert að líta eftir því sem er ólöglegt og því undir yfirborðinu. Að undanförnu hafa birst í fræðirit- um greinar um vaxtarhvetjandi hormóna í kjötframleiðslu. Sér- hönnuð naut þyngjast um 2,5 kg á dag í stað 1 kg sem er venjulegt. Með 374 FREYR - 10'94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.