Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1994, Blaðsíða 24

Freyr - 15.05.1994, Blaðsíða 24
lagfæra. Óhreinlæti, þrengsli og loft- leysi í peningshúsum þekkist hér á landii Úr því er nauðsynlegt að bæta. Meiri hætta er á sjúkdómum við þannig skilyrði. Það er úrelt við- horf að leysa sjúkdómavanda stöð- ugt með lyfjum, þótt lyf geti verið nauðsynleg til að stöðva sjúkdóma. I stað þess á að bæta aðbúð, laga fóðrun og auka hreinlæti. Fyrir kem- ur að dýr séu vanfóðruð. Það minnk- ar hagkvæmni í búskap og spillir afurðum. Víða vantar skýli í högum fyrir hross sem ganga úti. Ormasýk- ing er algeng í hrossum og öðrum tegundum, jafnvel lífshættuleg. Úr þessu er hægt að bæta með jafnri og góðri fóðrun, skipulagi á beit og skynsamlegri notkun ormalyfja. Líðan holdlítilla oft ormaveikra hrossa úti í misjöfnum veðrum er verri en slæm. Ef skjólleysi bætist við, er meðferðin brot á lögum guðs og manna. Meðferð dýraverndar- mála situr oft á hakanum í dóms- kerfinu, því miður. Úrbætur eru á döfinni með stuðningi af nýjum dýraverndarlögum. Draga má úr notkun lyfja. Aðal regla hér á landi er sú að gefa ekki lyf nema veikindi komi upp. Lyfjanotkun má minnka frá því sem nú er með betri aðbúð dýra, mark- vissari fóðrum og auknu hreinlæti. Vegna aukinnar samkeppni freistast en það eykur smithættu. Við þurfum að gæta okkar. Salmonellur, sem geta valdið alvarlegum sjúkdómum í fólki finnast hér á landi í matvælum. Stundum er kjöt kjúklinga og svína mengað þeim sýklum, þótt í mun minna mæli sé en víðast hvar erlend- is. Níu af tíu sýkingum sem skráðar eru í fólki hér á landi hafa menn fengið í sólarlöndum en ekki af menguðum matvælum hér. Svipað ástand er í Svíþjóð, en Svíar standa fremstir í baráttu gegn salmónella- sýkingum og hafa náð verulegum árangri, sem við stefnum einnig að. Til samanburðar er England. Þar sumir til að hafa of þröngt á dýrum eru níu af hverjum tíu sýkingum heimafengnar. Englendingar hafa gefist upp á því að uppræta þá teg- und salmonellu sem leggst á eggja- stokk hænanna og finnst í eggjum. Sú tegund hefur aldrei fundist í hænsnum hér. Komið hefur verið á ströngu og reglubundnu eftirliti hér- lendis, sem framleiðendur kosta sjálfir. Ýmsar úrbœtur hafa verið gerðar. Margt er á réttri leið hjá okkur þótt hægt gangi. Sauðfé og hrossum hefur til dæmis fækkað verulega á afréttum landsins. Vaxandi skilning- ur er á því að hlífa þurfi landinu á ýmsum stöðum og bæta fyrir land- eyðingu vegna ofbeitar á liðnum árum og öldum, þótt önnur eyð- ingaröfl eins og veðrátta og eldgos hafi verið mun stórfelldari. Land- græðslan vinnur nú að þessu í góðri samvinnu við bændur og annað áhugafólk. Það er vænlegast til ár- angurs. Þessi starfsemi mun eflast á næstu árum. Verum sjálfbjarga um ómenguð úrvals matvœli Lítt heftur innflutningur mun spilla matvœlum landsmanna. Slökun á innflutningsreglum mun verða til þess að gera tollgæslunni erfiðara fyrir að líta eftir og stöðva óheppilegar og hættulegar vörur. Eftirlit mun verða sýndarmennska að hluta til vegna þess hve við erum vanmegnug og möguleikarnir marg- ir til að skjóta undan. íslendingar, sem vilja eðlilega græða á innflutn- ingi, sjást ekki fyrir í óþjóðlegri bar- áttu sinni fyrir „frjálsum“ flutning- um. Þeir leita á náðir útlendinga til að brjóta á bak aftur eðlilegar varn- ir. Smitsjúkdómum í búfé mun fjölga hér á landi vegna þess hve dýrastofnar standast illa ný smitefni. Þá yrði ímynd íslenskra afurða spillt. Það forskot sem við höfum til fram- leiðslu ómengaðra og lífrænna af- urða mun tapast. Lítt eða ekki heft- ur innflutningur á mjólkurafurðum, kjöti o.fl. mun þegar á heildina er litið spilla þeim mat sem landsmenn neyta vegna þess hve mengun er algeng og lítt viðráðanleg víða er- lendis. „Það smá er stórt í harmanna heim“. Fjölmörg dæmi eru þekkt erlendis um smitburð með matvælum. Eitt dæmi skal nefnt hér. Fyrir fáum árum tók belgískur ferðamaður pylsu heim með sér úr sólarlanda- ferð á Spáni. Honum líkaði ekki bragðið þegar heim kom og gaf granna sínum pylsuna. Sá bjó við svín og þau fengu pylsuna. Skömmu síðar fengu þau óþekktan sjúkdóm. Þetta reyndist vera afríkönsk svína- pest. Til þess að stöðva sjúkdóminn þurfti auk annarra ráða að lóga um 500 þúsund svínum. „Það smáa er stórt í harmanna heim". Viljum við nýta landið til búvöruframleiðslu og vera sjólfbjarga um úrval matvœla? 376 FREYR - 10'94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.