Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1994, Blaðsíða 29

Freyr - 15.05.1994, Blaðsíða 29
Þéttur trefjadúkur getur haldið fljúgatidi meindýrum, t.d. kálflugu, frá plöntunum. lagi jarðvegsins eru þau brotin niður í ýmis lífræn sambönd sem síga með vatninu niður jarðveginn. Rætur plantnanna taka síðan upp næring- arefnin í formi þessara sambanda eða sameinda, þ.e. ekki sem hreinar jónir eins og með tilbúnum áburði. Með þessu móti spara plönturnar sér orku, því að þær þurfa ekki að byrja á því að mynda amínósýrur, sem síðan væru fléttaðar saman í prótein, því plönturnar taka amínósýrurnar beint upp. Ahugavert er að íhuga nánar skoðanir lífrænna ræktenda á til- búnum- og lífrænum áburði og þá um leið á uppruna næringarefnanna. Þegar notast er við tilbúinn áburð, stendur plöntunum allt í einu til boða tiltölulega mikið magn auð- leystra næringarsalta. Innan ákveð- inna marka geta plönturnar sjálfar stjórnað því hversu mikið þær taka upp af einstökum næringarefnum, en þessari sjálfstemprun plantnanna eru þó takmörk sett. Raskist þessi sjálfstemprun plantnanna veldur það því að vöxtur og þroski plantn- anna er ekki í samræmi við upptöku næringarefnanna. Þetta á sér- staklega við um köfnunarefni, en of mikil upptaka þess myndi valda miklum vexti í plöntunum, sem yrðu jafnframt rýrar að innri gæðum. I frjósömum jarðvegi, þar sem nær- ingarefnin koma úr lífrænu efnum og steinefnum jarðvegsins losna næringarefnin smám saman og standa plöntunum til boða smátt og smátt og efla innri gæði plantnanna. Oft er staðhæft að gæðamismunur- inn á milli afurðanna úr hefðbund- inni og lífrænni ræktun stafi af því að köfnunarefnisgjöfin er meiri þegar notaður er tilbúinn áburður og að gæðin verði þau sömu við álíka mik- ið köfnunarefni. Ýmsir draga þetta þó í efa og benda m.a. á að lífrænn áburður geti einnig gefið betri plönt- ur en tilbúinn áburður í þeim tilfell- um sem lífrænn áburður gefi mestu uppskeruna. Fylgjendur lífrænnar rætkunar fullyrða að allur auðleysanlegur til- búinn áburður, hafi neikvæð áhrif á lífsstarfsemina í jarðveginum og þá sérstaklega köfnunarefnisáburður. Hins vegar samþykkja þeir notkun á torleystum tilbúnum áburði, sem unninn er úr steinaríkinu. Þar sem um torleyst efni er að ræða, getur sú lífsstarfsemi sem á sér stað í jarðveg- inum brotið þau niður og unnið úr þeim næringarefni fyrir plönturnar. Slíkur áburður hefur því lítil áhrif á styrkleika næringarsalta í jarðvegin- um, né heldur á þá lífsstarfsemi sem á sér þar stað. Auk þess geta rótarhár plantnanna lagst að þessum steingerðu ögnum og tekið við nær- ingarefnunum eftir því sem þau losna. Dæmi um slíkar torleystar áburðartegundir eru dólomitt, hrá- fosfat og kalksteinn. Einnig er leyfi- legt að nota beina- og blóðmjöl sem áburð. Gott er að gefa seinsprottnum og næringarfrekum tegundum (t.d. tómatar og gúrkur) áburðarauka í fljótandi formi á vaxtartímanum, frá sumri og fram á haust. Notast mætti við gerjaða brenninetlulausn, sem þynnt væri með vatni í hlutföllunum 1:5 (þ.e. 1 hluti netlulausn og 5 hlutar vatns). Brenninetlulausn er næringarrík og gott er að vökva með henni 1-2 sinnum á viku. Kúahland hentar einnig vel til vökvunar, en það er mjög sterkt og þyrfti að þynn- ast með vatni í hlutföllunum 1:20. Til að útbúa brenninetlulausn þarf að tína brenninetlurnar áður en þær blómstra. Þær eru settar í fötu og gott er að leggja fjöl yfir þær og fergja með steini. Að því loknu er vatni hellt í fötuna, þannig að það fljóti vel yfir brenninetlurnar. Eftir um þrjár vikur hafa brenninetlurnar leystst upp og vatnið orðið að nær- ingarríkri lausn. Meðan á gerjuninni stendur getur lausnin verið all illa lyktandi, en með því að hræra dag- lega í lausninni má draga úr ólykt- inni. Ferskur húsdýraáburður og ungar plöntuleifar brotna hratt niður í jarðveginum. Áburðaráhrifin þar af eru greinileg á vexti plantnanna, en hins vegar eru áhrifin samsvarandi minni á uppbyggingu húmusefna jarðvegsins. Nauðsynlegt er að með- höndla allan úrgang sem nota á til áburðargjafar á ákveðinn hátt, svo að hann nái að skila þeim árangri sem til er ætlast. Mikilvægt er að húsdýraáburður og ferskar plöntu- leifar hefji ummyndun sína ofan á jarðveginum. Það er ekki fyrr en ummyndunin hefur náð ákveðnu stigi, að hægt er að hræra hráefnin 10*94 - FREYR 381

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.