Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1994, Blaðsíða 30

Freyr - 15.05.1994, Blaðsíða 30
Brenninetlulausn gagnast gegn ýmsum meindýrum. Myndin er af brenninetlu úr bókinni Korsmos ugras plansjer, Landbruksforlaget, Oslo, 1991. saman við jarðveginn án þess að trufla þá starfsemi sem þar á sér stað. I þessum tilgangi er safnhauga- gerð örugg og vel þróuð aðferð. Vel ummynduð safnhaugamold sem inniheldur húsdýraáburð er einn besti áburðurinn og jarðvegs- bætandi efnið sem völ er á í lífrænni ræktun. Safnhaugaáburður hefur ekki eins mikil áburðaráhrif eins og t.d. húsdýraáburður, en langtímaá- hrif hans eru meiri. Auk safnhauga- moldar er „grænáburður" mikils- verður áburðarkostur í lífrænni ræktun. Hafa ber í huga að ekki er hægt að nota lífrænan áburð í ótak- mörkuðu magni fremur en tilbúinn áburð, því að of mikil gjöf myndi á sama hátt draga úr gæðum plantn- anna. 7. Skiptirœktun. Mikilvægt er í allri ræktun að rækta ekki sömu plöntutegundina á sama skikanum ár eftir ár, hvort heldur sem ræktunin er í stórum eða smáum stíl. Með því að skipta reglu- lega um tegundir, er unnt að draga verulega úr hættunni á ýmsum sjúkdómum (t.d. kálæxli). Sem hugmynd að skiptiræktun mætti styðjast við eftirfarandi til- lögu: 1. árið væru ræktaðar næring- arfrekar tegundir (t.d. kál, sellerí, blaðlaukur). 2. árið væru ræktaðar meðal næringarfrekar tegundir (t.d. gulrætur, rauðrófur, salat o.fl.). Á skikanum væru svo ræktaðar kart- öflur á 3. ári og „grænjurtir" á því 4. Eftir nokkur ár ætti jarðvegurinn að vera kominn í það góða rækt að ekki ætti að vera þörf fyrir mikinn áburð nema það árið sem næringarfreku tegundirnar væru ræktaðar á skikan- um. 8. Sjúkdómar og meindýr. Fyrirbyggjandi aðgerðir eru mik- ilvægustu varnaraðgerðirnar gegn sjúkdómum og meindýrum. Plöntur í góðum vexti standast sjúkdóma og meindýr betur en illa haldnar plönt- ur. Of mikil köfnunarefnisgjöf eyk- ur m.a. hættuna á grámyglu og blað- lús. Eigi að síður reynist oft nauð- synlegt að aðstoða plönturnar enn frekar með beinum varnaraðgerð- um. Þéttur trefjadúkur (t.d. Agryl- dúkur) getur haldið fljúgandi mein- dýrum (t.d. kálflugu) frá plöntun- um. Sumir fullyrða að vökvun með kalklausn gagnist gegn kálflugu. Lögur sem útbúinn er úr brenninetl- um hefur áhrif gegn ýmsum mein- dýrum. Unnt er að útbúa slíka lausn með því að leggja brenninetlurnar í bleyti í 2-3 daga og úða síðan lausn- inni yfir plönturnar. Gegn spuna- maur mætti úða plönturnar með sápulausn sem innihéldi 1-2% spritt, sem virkar einnig gegn blaðlús. Gegn meindýrum gagnast einnig lausn unnin úr regnfangi. Leyfilegt er að grípa til meindýralyfja sem unnin eru úr plöntum, t.d. pyreth- rum efni. Reynslan hefur kennt mönnum að draga má úr ágangi ýmissa meindýra með því að gróður- setja saman ákveðnar plöntutegund- ir og er þessi þekking markvisst not- uð í lífrænni ræktun. Þegar um er að ræða ræktun í gróðurhúsum eru í boði nytjadýr gegn flestum meindýrum sem þar þrífast, en lykilatriðið er að dreifa þeim nógu tímanlega og þá helst áður en vart verður við meindýrin. Gegn spunamaurum hefur gefist vel að dreifa sérstökum ránmaur, sem eltir spunamaurinn uppi og étur hann. Önnur tegund ránmaurs 382 FREYR - 10*94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.