Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1994, Blaðsíða 38

Freyr - 15.05.1994, Blaðsíða 38
FRfl FRflML€IÐSLURÁÐI LRNDRÚNRÐRRINS Á fundi framkvœmdanefndar Framleiðsluráðs landbúnaðarins 24. maí sl. gerðist m.a. þetta: Rekstrarstyrkur til mjólkur- samlaga. Lagt var fram bréf frá landbúnaðar- ráðuneytinu þar sein tilkynnt var um rekstrarstyrki til einstakra mjókursam- laga á árinu, samkvæmt ákvæðum reglugerðar nr. 123/1994. Styrkirnir eru ej'tirfarandi: Ms. ísafirði ....... kr. 16.940 þús. Ms.. Vopnafirði .... kr. 6.104 þús. Ms. Egilsstöðum ... kr. 15.918 þús. Ms. Norðfirði....... kr. 1.204 þús. Ms. Höfn í Homafirði kr. 4.700 þús. Framleiðsla svínakjöts 1994. Kynnt var framleiðsluspá fyrir svínakjöt á árinu 1994 eftir Pétur Sig- tryggsson, svínaræktarráðunaut BÍ. Spáin er sem hér segir: A) 3.400 gyltur x 14,9 grísir = 50.660 nytjagrísir. B) 50.660 nytjagrísir x 57.7 kg + 1459 fullorðin svín x (103.0 - 57.7) kg = 2.923.082 kg + 66.093 kg = 2.989.175 kg, eða 2989,2 tonn. Birting ó upplýsingum um innlegg einstakra fram- leiðenda. 1 apríl sl. leitað Stéttarsamband bænda álils Framleiðsluráðs á því hvort afurðastöð sé rétt að birta inn- leggstölur einstakra framleiðenda í ársskýrslum sínum. Niðurstaða Frmleiðsluráðs í því máli, byggð á bréfum Tölvunefndar, dagsettum 23. maí og 15. desember 1986. um hliðstæö mál, er á þá leið að slík birting sé ekki rétt. Birgðir búsafurða í lok apríl 1994 Sjá meðfylgjandi töflu um fram- leiðslu og sölu mjólkur, kjöts og eggja. Birgðir ntjólkurvara í lok apríl sl. voru sem svarar 17.671 þús. lítrum mjólkur sem er 1.109 þús. lítrum minna en á sama tíma árið áður. Birgðir kindakjöts í Iok apríl sl. voru 4.634 tonn sem er 121 tonnum minna en á sama tíma árið áður. Birgðir nautgripakjöts í lok apríl sl. voru 239 tonn sem er 153 tonnum minna en á sama tíma árið áður. Birgðir svínakjöts í lok apríl sl. voru 16 tonn sem er 10 tonnum minna en á sama tíma árið áður. Birgðir hrossakjöts í lok apríl sl. voru 274 tonn sem er 104 tonnum meira en á sama tíma árið áður. Birgðir alifuglakjöts í lok apríl sl. voru 95 tonn sem er 13 tonnum ntinna en á sama tíma árið áður. Birgðir eggja í lok aprfl sl. voru 76 tonn sem er 46 tonnum rriinna en á sama tíma árið áður. Framleiósla og sala helstu búvara innanlands í apríl 1994 VÖRUTEGUND apríl mánuöur síöustu 3 mánuöir síöustu 12 mánuöir % Breyting frá fyrra ári Hlutdeild apríl 3 12 kjötteg.% mánuöur mán. mán. 12mán. Framleiösla: Kindakjöt Ath.* 2.339 5.722 8.859.940 317,7 255,6 -3.7 50,7 Nautakjöt 252.450 818.115 3.253.545 -8,2 -1,3 -6,7 18,6 Svínakjöt 232.578 745.769 2.942.439 19,7 10.1 8,6 16,8 Hrossakjöt 21.091 96.420 882.769 142,4 88.6 4,9 5,1 Alifuglakjöt 117.617 354.514 1.532.388 -0,3 21,2 0,1 8,8 Samtals kjöt 626.075 2.020.540 17.471.081 5.0 9,1 -1,7 100.0 Innvegin mjólk 8.927.254 25.368.185 101.245.619 4,8 3,7 1,5 Egg 173.939 552.026 2.251.466 -8,5 -6,1 -4.9 Sala: Kindakjöt 357.741 1.443.211 7.838.250 -30,6 -9,4 0,4 48,4 Nautakjöt 241.652 791.478 3.240.361 -5,0 7,9 2,4 20,0 Svínakjöt 223.851 769.281 2.952.600 19,5 17,4 9,4 18,2 Hrossakjöt 27.379 1 13.165 632.128 -16,5 -14.1 -3,6 3.9 Alifuglakjöt 113.970 362.646 1.532.244 7,8 4,4 -4,0 9,5 Samtals kjöt 964.593 3.479.781 16.195.583 -11,9 0,5 1,7 100,0 Umreiknuö mjólk 7.720.664 23.948.772 98.030.764 -5,5 -1.2 1.3 Egg 168.086 561.157 2.284.376 -10,7 -0,2 -2,5 Athugasemd. Kjöt lagt inn til umsíslu sent skal flutt á erlenda markaöi er meötaliö í framangreindri framleiöslu. sem var um 155 tonn 1992 en um 850 tonn 1993.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.