Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1994, Blaðsíða 7

Freyr - 01.06.1994, Blaðsíða 7
_______________FRfl RITSTJÓRN________ Rekstrarumhverfi íslensks landbúnaöar hefur breyst Þegar litið er til haka blasir við að þrír til fjórir síðustu áratugir þessarar aldar eiga sér ekki hlið- stæðu í sögnunni í framboði á matvælum, hvort sem litið er til stöðu þeirra mála hér á landi eða í öðrum iðnvæddum löndum. Fram að því má segja að eftirspurn hafi verið eftir öllum þeim mat sem á boðstólum var og sala trygg. Víða um heim, m.a. hér á landi, hafði frá fornu fari verið náið samhengi milli matvælaöflunar og fólks- fjölda. Þegar harðnaði í ári fækkaði fólki og í góðæri fjölgaði því aftur. Með tæknibyltingu sem hófst á sl. öld jókst matvælaframleiðslan og jafnframt stórfjölgaði jarðarbúum. Það var þó ekki fyrr en upp úr miðri öldinni sem íbúar iðnvæddra ríkja Vesturlanda gátu gengið að nægum mat vísum. Tvær heims- styrjaldir seinkuðu því án efa að sá áfangi næð- ist. Síðustu áratugi hefur staða þessara mála verið að breytast. Hægt hefur á fólksfjölgun í iðn- væddum löndum, atvinnuleysi hefur komið til sögunnar sem viðvarandi ástand og markaður fyrir matvæli hefur þrengst. Um leið hefur aukist þrýstingur almennings sem og stjórnvalda á það að matvælaverð lækkaði. Því hefur verið mætt að nokkru leyti með vaxandi notkun hjálparefna, m.a. lyfja og vaxtaraukandi efna, sem dregið hafa úr hollustu matarins og skaðar til lengdar ræktunarland og umhverfið. Vitað er að það er félagslega neikvætt fyrir fólk að vera atvinnulaust og til að bregðast við því hafa margar efnaðar þjóðir talið hagkvæmt að leggja fram fé til að fólk geti stundað búskap og fækkað þannig þeim sem ganga atvinnulausir. Afurðirnar hafa síðan verið fluttar út á lágu verði og keppt á matvælamarkaðnum við hliðstæðar vörur innflutningslandanna. Athygli hefur verið vakin á að framundan er enn harðnandi markaðs- sókn hvers kyns vara, matvæla sem annarra, þar sem framleiðsla er að aukast í stórum stíl í lönd- um þar sem laun eru mjög lág. Angi af því hefur borist til íslands þar sem á markaði eru pakka- máltíðir frá Asíu, sem einungis þarf að bæta vatni út í, og kosta nálægt kr. 40 máltíðin. Hér á landi hafði hið opinbera lengst af ekki afskipti af verðmyndun búvara. Það var fyrst ár- ið 1942 sem teknar voru upp niðurgreiðslur á ýmsum matvælum til að létta matarreikning heimilanna og um 1961 var farið að greiða út- flutningsbætur með búvörum, allt að 10% af verðmæti búvöruframleiðslunnar. Þannig stóð fram á yfirstandandi áratug en þá var ákveðið að afnema útflutningsbætur og niðurgreiðslum breytt í beingreiðslur til bænda út á ákveðið magn mjólkur og kindakjöts. A tveimur síðustu árum hefur ísland einnig gerst aðili að tveimur alþjóðlegum samningum, EES og GATT, sem munu opna fyrir innflutning búvara. Enn sem komið er hafa einungis ákvæði EES-samningsins tekið gildi og eru áhrifin enn lítil, en óvíst er hvert áframhaldi samningaviðræður innan EES munu leiða til varðandi nýjar reglur um leyfileg- an innflutning. GATT-samningurinn tekur gildi 1. júlí 1995 varðandi viðskipti með búvörur. Þá munu þegar verða virkar heimildir um innflutning sem nemur 3% af neyslu þjóðarinnar á öllum búvörum án tolla og hækkar það hlutfall upp í 5% á sex árum. Onnur innlend búvörufrantleiðsla verður varin með álagningu tollaígilda á sambærilega innflutta vöru en þau tollaígildi munu smám saman minnka um 36% af upphaflegum tolla- ígildum á sex árum. Um útfærslu reglna um þennan innflutning er enn margt óljóst, þar sem ákvarðanir íslenskra stjórnvalda liggja ekki fyrir. Af því sem hér hefur verið rakið má sjá að staða íslensks landbúnaðar er í flestu erfiðari en hún var og ósambærileg því þegar framboð var rninna en eftirspurn og ganga mátti að vísum greiðslum á fyrirfram umsömdu verði. Slíkt á nú aðeins við uin mjólk og kindakjöt innan greiðslumarks. Nú er hin almenna regla sú að markaðurinn ráði einn um selt magn afurða og verð sem fæst fyrir það, vegna þess að í sífellt fleiri tilfelum er einnig um erlenda samkeppni að ræða. Norðlæg lega landsins, sem veldur því að vaxtartími gróð- urs er hér stuttur, gerir samkeppnistöðu við inn- 11'94 - FREYR 399

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.