Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1994, Blaðsíða 8

Freyr - 01.06.1994, Blaðsíða 8
flutta framleiðslu óhagstæða hvað magn varðar, en á margan hátt hagstæða varðandi gæði. Spakmælið, "Sameinaðir stöndum vér, en sundraðir föllum vér”, á við markaðssetningu búvara eins og svo víða annars staðar. Þar hefur orðið á misbrestur í mörgum greinum en ekki í öllum. Rekstrarumhverfi íslensks landbúnaðar væri annað og betra ef meiri samstaða framleið- enda væri um sölumálin. A öðrum Norðurlönd- um hefur samvinnuhreyfingin víða sterk ítök í viðskiptum með búvörur. Hér á landi beið sam- vinnurekstur hnekki við fall Sambands íslenskra samvinnufélaga. Nú ríkir í ýmsum greinum fá- keppni, þar sem fá en stór fyrirtæki deila og drottna en afurðastöðvar og framleiðendur bjóða hverjir aðra niður í verði og greiðslufresti. Jafn- framt hafa framleiðendur tapað mörg hundruð milljónum króna í gjaldþrotum heildsala og smásala á undanförnum árum. Svarið við þessu er að efla samvinnuhugsjónina og gera hana aft- ur að því sterka baráttutæki sem hún var í ís- lensku þjóðlífi, ekki síst í landbúnaði. Þó að hallað hafi undan í íslenskum landbúnaði að undanförnu hefur á mörgum sviðum verið snúist til varnar. Fiskeldi og loðdýrarækt gengu í gegnum miklar þrengingar, en þar horfir aftur betur, ferðaþjónusta bænda hefur styrkt stöðu sína jal'nt og þétt og líta aðrar þjóðir á hana sem fyrirmynd og margs konar smáiðnaður hefur haslað sér völl. I samanburði við landbúnað í öðrum sambæri- legum löndum má íslenskur landbúnaður á marg- an hátt una við sinn hlut. Þar er niðurskurður og samdráttur engu síður en hér, en hér er tromp á hendi, sem fróðlegt verður að vita hvernig úr spilast, en það er framleiðsla og útflutningur á svokölluðum vistvænum búvörum þar sem mikl- ar kröfur eru gerðar til framleiðsluaðferða. Ljóst er að svo er komið að hagur margra bænda er afar slæmur og á það ekki síst við um þá sem þurfa að greiða niður fjárfestingar, sem þeir fá ekki að nýta nema að hluta vegna tak- markaðra framleiðsluheimilda. Einnig er slæmur hagur margra sem stunda búgreinar þar sem undirboð hafa lengi viðgengist svo og loðdýra- bænda o.fl. Staða þessara bænda hefur verið til meðferðar hjá hagsmunasamtökum þeirra og er þar þó margt framundan sem takast þarf á við. Stundum er sagt að íslensk þjóð væri ekki til ef hún hefði ekki þraukað af á bjartsýninni. Víst er margt sem binda má vonir við varðandi batnandi tíð, bæði í landbúnaði og öðrum atvinnuvegum hér á landi. Á hitt ber þó að minna að það er ekki gefið að batnandi hagur bænda né þjóðar- innar sé framundan, hagur okkar getur staðið í stað og hann getur einnig versnað. Öllum þess- um möguleikum þurfa menn að gera ráð fyrir og vera viðbúnir, hverjum og einum. M.E. Nautariða (B.S.E.) finnst í Kanada og Portúgal Eins og kunnugt er hefur svo- nefnd nautariða (B.S.E.) valdið gíf- urlegu tjóni í nautgriparækt á Bret- landseyjum undanfarin ár. Talió er að þessi sjúkdómur hafi breióst út nicð fóðurbæti sem hafði aó geyma kjöt og beinamjöl sem unnið var úr sláturúrgangi riðusmitaós sauð- fjár. Þó aó bannað hafi verió aó nota þennan fóóurbæti í jórturdýr síðan árið 1988, halda dauðsföll af völdum nautariðu enn áfram á Bretlandseyj- um. Nýlega veiktist 6 vetra kýr af nauta- riðu í Albertafylki í Kanada, og var það í fyrsta sinn sem veiki þessi var greind þar í landi. Kýrin, sem var á þekktu kynbótabúi, sem seldi sæði og fósturvísa víðsvegar, hafói verið flutt frá Englandi til Kanada sem 4 mánaða kálfur. Hún hafói alla tíð verið við góða heilsu (átt fimm kálfa) þar til í nóvember síðastliðnum aö hún veikist af þessurn hryllilega og ólæknandi sjúkdómi, B.S.E. Þar sem kýrin hafði verió öll þessi dvalarár sín í kanada á stóru, þekktu kynbótabúi, olli þetta fyrsta tilfelli af nautariðu miklu Ijaórafoki þar í landi. Árió 1987 var kýr flutt frá Bretlandi til Portúgals. Hún var við góða heilsu þar til í maí 1993 að hún veiktist af nautariðu (B.S.E.), og er það í fyrsta sinn sem sá sjúkdómur er staðfestur í Portúgal. I báðum þessum tilfellum er talið að gripimir hafi smitast áöur en þeir l'óru frá Bretlandi og sjúkdómur- inn hafi því verið um þaó bil sex ár að búa urn sig. Er þetta enn eitt dæmið um hve var- hugavert er að llytja lifandi dýr milli landa þó að allra þekktra varúðar- ráðstafana sé gætt. P.A.P. Vissir þú að fyrsta INSULTIMBER raf- girðingin var sett upp hér- lendis árið 1979. byggingavörur Sauðarkroki. Sími: 95-35200 400 FREYR - 11'94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.