Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1994, Blaðsíða 13

Freyr - 01.06.1994, Blaðsíða 13
um inni í hlöðunni og ökum svo heyinu inn á fóðurganginn í hljólbörum. Petta tengist líka því að við viljum ekki gefa hámjólka kúm nema gott hey og viljum sjá það áður en því er ekið fram. Verda kýrnar gamlar hjá ykkur? Nei, ekki nema einstaka úrvalskýr, ungu kýrnar eru orðnar svo góðar. Við erum svo með í skýrsluhaldinu en ungu hjónin sjá alveg um það. Þið sendið mjólkina í Mjólkursamlagið í Búðardal, hvernig líka þér þau sam- skipti? Það er ekkert nema gott um það að segja. Það er eins um það og kaupfélagið hér í sveitinni, á Skriðulandi, að þessi fyrirtæki hafa þjónað okkur vel. Mér fannst það einstakt. þegar við fluttum hingað í upphafi hve móttökurnar voru frábærar. Þá var Guðmundur heitinn Hjálmarsson kaupfélagsstjóri og bæði við og aðrir sem stóðu í framkvæmdum áttum þar hauk í horni, en það má líka segja að hér í Saurbænum ríki og hafi ríkt mikil samstaða fólks. Fylgdi með sauðfé þegar þú keyptir Þverdal? Nei, en það fylgdu með kýr. Þá höfðu verið seldar burt bestu kýrnar en þær lélegri sem eftir voru urðu sumar mínar bestu kýr, einkum ein. Ég keypti hins vegar lömb og ær hér í sveitinni og var kominn með bú upp á 20 kýr og 250-300 fjár þegar við fórum út í félagsbúrekstur- inn, fyrir um 12 árum. Hvert er upphafið að fiskeldinu hjá þér? Upphafið er það að hér er starfandi veiðifélag landeigenda kringum Staðar- hólsá og Hvolsá. Þetta félaga stofnaði hafbeitarstöð, sem Ólafur Skúlason hjá Laxalóni átti einnig aðild að, og við fórum að ala upp seiði fyrir þessa stöð, en Laxalón lagði til hrogn og seiði þangað til nýrnaveiki kom þar upp í stöðinni. Þetta hlóð síðan utan á sig. Núna ölum við upp seiði fyrir ýmsa aðra. Við tökum laxinn úr ánum og skilum sama stofni aftur í hverja á. Við höldum öllum stofn- um aðgreindum. Það kostar nokkra aukafyrirhöfn en það er mikið sótt í að komast í þetta hjá okkur. Við skilunt seiðunum mest sumaröldum en ölum líka gönguseiði. Núna erum við reyndar líka með haustseiði sem eru merkt og sett í vötn. Svo erum við með regnbogasilung, sem við ölum í matfiskstærð. Hafið þið orðið fyrir einhverjum skakkaföllum í þessum rekstri? Já, það verða allir, en ekki stórfelldum og við höfum ekki tryggt, heldur tökum skakkaföllin á okkur sjálfir. Hins vegar erum við með ánægða viskiptavini sem standa í skilum. Við höfum reynt að halda seiðaverðinu í lágmarki með því að vinna sem mest við uppbygginguna á stöðinni sjálfir og fara ekki út í dýrar fjárfestingar. Það dýrasta í þessu eru borholurnar, en við erum búnir að láta bora 5 holur og fengum 20° heitt vatn og það gerir okkur kleift að stunda fiskeldi. Hörður ad fóðra regnboga- silung seni alinn er í niatfisk- stœrð í útikeri. Hér í Saurbœnum ríkir og hefur ríkt mikil samstaða. Hvernig hafið þið lært til þessa? Við höfum lært mikið af þeim Þóri Dan Jónssyni fiskifræðingi hjá Veiðimála- stofnun og Ólafi Skúlasyni á Laxalóni. Mykjudreifari sem Hörður Þröstur fór á námskeið í bleikjueldi á smíðaði sjálfur. 11 '94 • FREYR 405

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.