Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1994, Blaðsíða 16

Freyr - 01.06.1994, Blaðsíða 16
Myndir 2, A-F. Deemi um misjafnt ástand hrossahaga og mat á því samkvcemt flokkuninni sem kynnt er í greininni. Myndirnar eru allar teknar 10. maí, 1994. (Ljósm. Borgþór Magnússon) A: Einkunn 0, mjög gotl ástand. Lítil áhrif eða ummerki beitar, land er loðið af sinu, rofdílar nœr engir, víðirunnar eru áberandi. B: Einkunn 1, gott ástand. Bitið land en sina er áberandi þegar litið er yfir það, rofdílar nœr engir, þúfur ekki áberandi. C: Einkunn 2, viðunandi ástand. Cróður jafnbitinn en ekki snöggur, nokkur sina á landi, ntjög lítið er urn rofdíla, þúfur greinilegri en áður. framkvæmd verður ekki hjá því komisi að vettvangsvinnan taki sinn tíma. Þar sent ítarlegra grunnupplýs- inga um ástand lands er þörf er nauðsynlegt að beita mælingum. Okostur við mælingamar er að þær taka jafnan nokkurn tíma bæði á vettvangi og í úrvinnslu og liggur niðurstaða því ekki strax fyrir. Einföld matsaðferð í flestum tilvikum ætti ekki að þurfa að nota tímafrekar mælingar til að meta ástand hrossahaga. Nauð- synlegt er því að tiltækur sé einfaldur kvarði sem nota má við mat á ástandi haganna og gefa þeim einkunn sem er leiðbeinandi um meðferð landsins. Slíkan kvarða er þó nauðsynlegt að byggja á niðurstöðum rannsókna en jafnframt að taka tillit til almennrar þekkingar og reynslu sem menn eru nokkuð sammála um. Bændur, hesta- menn. ráðunautar, fólk í gróðurvem- damefndum og aðrir sem láta sig ástand gróðurs og jarðvegs varða ættu að að geta nýtt sér slíkan kvarða. Helsta notagildi hans er annars vegar það að hann ætti að stuðla að betra „landlæsi“ og hins vegar að niður- staða mats liggur fyrir um leið og land er skoðað, sem ætti að leiða til skjótari viðbragða við ofbeitarvanda- málum. Hér er kynntur kvarði sem flokkar hrossahaga eftir ástandi (1. tafla). Eins og fram kemur í töflunni skiptist kvarðinn í sex stig. Landi er gefin einkunn og samsvarandi lýsing á ástandi gróðurs og jarðvegs. þá eru talin upp helstu jarðvegs- og gróð- ureinkenni sem ákvarða hvaða einkunn land fær, og að síðustu eru nefnd dæmi um aðgerðir sem nota má til að bregðast við tilteknu ástandi. Til samræmis við það sem algengast er um flokkun á ástandi beitilanda er lagt til grundvallar land þar sem að ástand gróðurs og jarðvegs er með ágætum og undir litlum áhrifum af beit. Er það haft efst á blaði og því gefin einkunnin 0. Síðan lýsir skalinn frávikum frá því eðlilega ástandi (einkunn 1-2) og um leið þeirri hnig- nun lands sem ofbeit getur leitt til (einkunn 3-4). Neðst á blaði er land sem metið er ófhæft til beitar og ber að friða fyrir hrossabeit. en það fær einkunnina 5. A 2. mynd eru sýnd dæmi til skýringar fyrir hvem flokk. Hafa ber í huga að talsvert er byggt á mati í flokkuninni og verður að líta á öll viðmiðunargildi sem nálganir frekar en ófrávíkjanleg mörk. þar sem 408 FREYR- 11*94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.