Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1994, Blaðsíða 17

Freyr - 01.06.1994, Blaðsíða 17
slík gildi hljóta að vera háð gerð gróðurlendis og aðstæðum á hverjum stað. Þá teljum við að einkennin sent talin eru í töflunni þurfi ekki nauðsyn- lega öll að fara saman þegar gefin er einkunn, heldur að meiri hluti þeirra eigi við hverju sinni. Við þessa flokkun var höfð hliðsjón af kvörðum sem Ólafur Arnalds jarðvegsfræðing- ur hefur verið að þróa og notað til mats á jarðvegsrofi. En hugum aðeins nánar að þeint einkennum sem notuð eru til að meta ástand Iandsins. Mikilvægt er að þau séu auðgreinanleg og að sjónmat nægi til að dæma um þau. Megineinkennin eru eftirfarandi: • A) Rofdílar eru smárof í gróður- þekju þar sem skín í beran jarðveg. Þar sent beitarálag er hóllegt í láglendishögum ber yfirleitt mjög lítið á rofdílum, en við ntikið beitarálag getur gróðurþekjan látið undan og dílamir tekið að ntyndast. Rofdílar gefa yfirleitt mjög mikil- væga vísbendingu um ástand lands, en þeir geta verið undanfari enn alvarlegra rofs og gróðureyðingar. • B) Þúfur verða oft mjög áberandi í landi þar sem beit hrossa er óhóf- leg. Stafar það bæði af því að þær verða sýnilegri þegar land er nauðbitið og eins er liklegt að mikil beit ýti undir þúfnamyndun. þær verði hærri og brattari. Við lang- varandi ofbeit hrossa taka þúfur gjaman að rofna, sem er ótvfrætt nterki um tnjög slæmt ástand. • C) Tað má nota sent einfalda vís- bendingu unt álag á landi. I hrossa- högum verður það yfirleitt ekki áberandi fyrr en beitarálag fer að nálgast óhófleg mörk. • D) Beitarummerki á gróðri, hér er átt við hve sýnileg beitin er þegar litið er yfir landið og gróðurinn skoðaður. Ef beit er lítil eða hólleg sjást þess vart merki að gróður hafi verið bitinn eða hann er í mesta lagi bitinn á blettum og toppóttur. Með vaxandi beitarálagi fer að sjá meir á gróðrinum, hann verður jafnbitinn um allt landið og snöggur, en lokastigið er að gróður er allur rót- nagaður sem gefur til kynna mjög slæmt ástand. • E) Puntur getur verið gagnlegt einkenni. Gróður hrossahaga ein- kennist oftast af grösum og störum. Ef beit er lítil verður blómgun plantnanna yfirleitt mikil og puntur og fræöx mjög áberandi svo sterkan svip setur á land er líður á sumarið. Þar sem beit er óhófleg verður lítið D: Einkutm 3, slœmt ástand. Gróður allur snöggbitinn, land nœr sinulaust, þúfur áberandi, nokkuð uni rofdíla. Hér er beitarálag orðið óhóflegt. E: Einkunn 4, nijög slœmt ástand. Land er allt rólnagað og sinulaust, þúfur eru mjög áberandi og rofnar, rofdílar áberandi. Hér hefur beitarálag gengið langt úr Itófifrani. F: Einkunn 5, land óhafl til beitar. Land þar sem gróðurþekjan er veik œtti ekki að nýta til hrossabeitar. Hér höfum við dæmi uni slíkt land með áberandi rofuni og fagskelluni. 11'94 - FREYR 409

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.