Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1994, Blaðsíða 19

Freyr - 01.06.1994, Blaðsíða 19
2. tafla. Mat á ástandi hrossahaga á jörðunum „Kaplagerði, Hestabrekku og Skeifu11, (um tilbúið dœmi er að rœða). Jörð Hólf Einkunn Astand Er úrbóta þörf? Kaplagerði A 3 Slæmt Já “ B 2 Viðunandi Nei C 3 Slæmt Já Hestabrekka A 1 Gott Nei “ B 2 Viðunandi Aðgát II C 4 Mjög slæmt Já II D 5 Óhæft til beitar Já Skeifa A 2 Viðunandi Aðgát “ B 1 Gott Nei “ C 0 Mjög gott Nei II D 2 Viðunandi Nei II E 0 Mjög gott Nei um punt og hann getur horfið með öllu þegar ástand er orðið mjög slæmt. • F) Uppskera og sina eru mjög gagnleg einkenni sem segja svipaða sögu um gróðumýtingu og gefa vís- bendingu um ástand. Með uppskeru er hér átt við magn lifandi gróðurs sem er til staðar á hverjum tíma. Þar sem beit er engin eða lítil verður yfirleitt mikil uppskera á landi er líður fram á sumar. Er haustar sölna grös og sina verður eftir á landinu sem hlífir þvi yfir veturinn og fram á vor er gróður tekur að lifna á ný. Landið er nteð öðrum orðum loðið af grasi eða sinulubbi á því árið um kring. Með vaxandi beit rýmar gróðurhlífin, þar sem minni uppskera eða sina er á landinu á hverjum tíma. Það er vanalega merki um óhóflega nýt- ingu og slæmt ástand hrossahaga þegar uppskera er lítil sem engin og land sinulaust með öllu. Framsetning niðurstaðna Það ætti að vera keppikefli manna að halda beitilandi sínu í mjög góðu til viðunandi ástandi, en bregðast þegar við nteð úrbótum sé land metið í slæmu, mjög slæmu ástandi eða talið óhæft til hrossabeitar. í 1. töflu er bent á nokkrar leiðir ef aðgerða er þörf, svo sent að dregið er úr beit, áburði dreift á land eða það friðað. Ef skali þessi á að konta að góðu gagni er nauðsynlegt að sem flestir reyni að færa sér hann nyt við mat á ástandi sinna haga. Þannig má fá ein- falt yfirlit um einstaka hluta jarða eða hólf sem ætti að stuðla að bættu beitarskipulagi og hóflegri nýtingu. í 2. tötlu er gefið dæmi um einfalda framsetningu á niðurstöðum eftir að ntat hefur farið fram, en það skal tekið fram að um tilbúið dæmi er að ræða. Við sjáunt að hjá „Karli í Kaplagerði'* og „Hauki á Hesta- brekku" er ástandið ekki gott og þurfa þeir báðir að finna leiðir til úrbóta. en hjá „Skúla í Skeifu" er útkoman miklu betri og mest allt land hans í óaðfinnanlegu ástandi. Að endingu skal það tekið fram að sá kvarði og flokkun á ástandi hrossa- haga sem hér er kynnt er fremur í tillöguformi en að um fullmótaða framsetningu sé að ræða. Allar ábendingar og athugasemdir við tlokkunina eru vel þegnar. Telji menn kvarðann gagnlegan við mat á ástandi haga væri æskilegt að koma honum f betri búning, t.d. handhægan bækling með litprentuðum skýringamyndum og eyðublöðum til útfyllingar. Efni þessarar greinar var upphaflega flutt sem erindi á htálþingi um „Land- nýtingu og ímynd hestamennskunnar" sem haldið var í Reykjavík 8. apríl síðastliðinn. á vegum Landgrceðslu ríkisins, Landssamhands hestamanna. Búnaðaifélags Islands. Félags hrossahœnda og Landbúnaðarráðu- neytisins Höfundur er gróðurvistfrœðingur og staifar á Rannsóknastofnun landbún- aðarins. Keldnaholti. 112 Reykjavík. Vissir þú að leiðni jarðkapals í rafgirð- ingar fer bæði eftir sverleika og efni. Jarðkapall, 1,6 mm,járn, leiðnitala 6,3 Jarðkapall, 2,5 mm, járn, leiðnitala 17,9 Jarðkapall, 2,7 mm, járn/ál, leiðnitala 52,6 byggingavörur Sauðárkróki. Sími: 95-35200 Vel merkt byggð / Laxárdal i Dalasýslu stendur þetta skilti á þeim stað þar sem farið er af þjóðveginum inn í dalinn. Þarna getur vegfarandinn séð hvaða bœir eru í dalnum og hvað er langt til þeirra frá vegamótunum. Þetta er þœgilegt fyrir ókunnuga og mœttu fleiri sveitir taka þennan hátt upp. Freysmynd -J.J.D. Sauöhús 1,4» Höskuldsstaðir 3,6 Hornstaðir 5,4 Leióólfsstaóir 7,4 Þrándargil 8,7 Engihlió tl,i Gröf 13,9 Gillastaöir.u 20,2 Sárnsstaðirimi8,2 I Lambeyrar 17,0 | Sólheimar 24,8 11 '94 • FREYR «11

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.