Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1994, Blaðsíða 21

Freyr - 01.06.1994, Blaðsíða 21
Med framtiden i sikte Svíar hafa gert ntargl til að hantla gegn hnignun byggðar í dreifbýli í landi sínu. Myndin er af forsíðu bókar þar sent fjallað er unt það hvað franitíðin ntuni bera í skauti sér og varðar dreifbýlið. Bókin er œtluð til nota í leshringjunt, en leshringir þar sent hvers kyns rnál eru tekin til meðferðar, eru algengir víða á Norðurlöndununt. vötnum og margháttuð önnur hlunn- indi. - Þær eru sveitamenningin. sent erl'itt er að skilgreina, en þar er m.a. um að ræða hinar lifandi byggðir sem slíkar með bæjunum. ræktuninni og öðrum mannvirkjum sem gefa sveitunum svip, lífshættir fólksins og málfar, siðir þess og lífshættir. Þær eru umhverfið sjálft í víðasta skilningi orðsins; tryggt umhverfi opið og laust við áþján og glæpi stór- borganna. frjálst umhverfi þar sem fara má um áhyggjulaust og ótruflað. hreint umhverfí með grænum gróðri. lifandi náttúru, án þrúgandi meng- unar. Jörgen Holte hvatti dreifbýiisfólk til þess að trúa á mátt sinn og megin og ganga djarft fram á móti straumi aldarfarsins. Standa hiklaust vörð um það sem einkennir lífsstfl fólks í hin- um dreifðu byggðum. Gera sér glögga grein fyrir þeim verðmætum sem byggðirnar búa yfir og þær einar geta varðveitt, svo sem málfar, siði og venjur og önnur menningarleg verð- mæti. Mesta áherslu lagði hann þó á að varðveita félags- og samvinnuanda þann sem einkennt hefur fólkið í hinum dreifðu byggðum. Þar hefur andi samvinnu og samhjálpar jafnan verið ineiri en annars staðar og ein- staklingamir sýnt meiri dugnað í verkum fyrir samfélagið. Hann kvaðst óttast að fólkið í dreifbýlinu fjar- lægðist gildi sveitasamfélaganna og drægist um of til lífshátta borganna og til stöðugt vaxandi einstaklings- hyggju, að fruntkvæði og félagsandi færu dvínandi og viljinn til samvinnu og sjálfboðastarfa í þágu byggðanna færi minkandi. Undirstaöa framtíöarinnar. Framtíðin verður að byggjast á verðmætum (auðlindum) sveitanna. Sveitimar hafa lifað á gæðum landsins og því sem náttúran gefur. Með því hafa þær lagt sitt til sam- félagsins, jafnt efnisleg gæði sem menningarleg, það eiga þær að gera áfram, en við þurfum að breyta unt hugsunarhátt og stefnu. Sveitafólkinu hefur um of fundist að það ætti nær eingöngu að hafa framfæri sitt af framleiðslu matvæla. Nú stöndum við hins vegar frammi fyrir því að auðvelt er að sýna fram á að reikningslega sé „ódýrara" að flytja þessar matvörur inn og bændur annarra þjóða vildu svo gjaman geta framleitt meira og telja sig þurfa að fá aukinn markað. En hvað mundi þá tapast? Það er dæmi sem erfitt er að reikna til enda. Sumir trúa því að það væri þjóðinni til framdráttar að leggja niður norskan landbúnað og flytja inn öll matvæli, sumt jafnvel frá fólki sem sjálft hefur ekki nóg að borða. En landið yrði við það óumdeilan- lega fátækara þegar allt væri með reiknað sem þessu fylgdi. Sveitirnar þurfa á fjölþættara atvinnulífí að halda. Mikilvægur þáttur í því er að sjálfsögðu að þjónustan fíytjist ekki öll úr byggðunum heldur eflist þar og verði sem fjölbreyttust. Ennfremur að sveitimar efli þjón- ustu sína við borgarfólkið og alla aðra, erlenda og innlenda, sem sækja vilja þær heim og njóta auðlindanna, náttúru- og menningarverðmætanna. sem þær búa yfir. Jörgen Holte talaði í þessu sam- bandi bæði um „Kultur- og miljöpro- duksjon“ (menningar- og umhverfis- framleiðslu). Slík „framleiðsla" ætti ekki aðeins að verða hliðargrein held- ur gæti hún orðið alvöru atvinnuveg- ur. Við eigum að bjóða fólki frá öðrum þjóðum að njóta þess með okkur sem við höfum sérstakt og greinir okkur frá öðrum. Það væri ömurlegt ef allir borðuðu sama hótelmatinn hvar sem þeir koma í heiminum. Fólk sækist eftir því upprunalega. Við verðum að halda því og varðveita sérkenni okkar. Þetta á við um náttúru landsins, menningu fólksins og umhverflð í hinum dreifðu byggðum. Þarna átti Jörgen Holte ekki aðeins við venju- lega ferðaþjónustu, heldur og allt ann- að sem dreifbýlið hefur fram að bjóða og ekki er að finna í borgarsamfé- lögunum. 11 '94 - FREYR *13

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.