Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1994, Blaðsíða 22

Freyr - 01.06.1994, Blaðsíða 22
Jörgen Holte lagði mikla áherslu á þátt stjórnmálanna í því að styðja heilbrigða byggðastefnu. Taumlaus markaðshyggja ætti þar ekki við. Gagnrýnin félagshyggja væri væn- legri. Stjórnvöld yrðu að hafa stefnu sem byggði á trausti á einstakling- unum og félagslegu framtaki þeirra. Byggðaráðið. Dreifbýlið er byggð framtíðarinnar (Á sænsku: Landsbygd ár fremtids bygd) var yfirskrift erindis sem Sví- inn Sven Torstensson flutti. Sven þessi er formaður sænskra landssam- taka áhugafólks um byggðamál er á sænsku heita „Folkrörclsesrádet", sent erfitt er að þýða einu orði en verður hér á eftir nefnt Byggðaráðið. Erindi Svens fjallaði um þessi samtök, skipulag þeirra og starfsemi. Að því standa um 2300 áhugamannafélög er vinna að þróunarmálum héraða sinna og eru dreifð um allt landið. Byggðaráðið er samnefnari þeirra og kemur fram fyrir þeirra hönd m.a. gagnvart landsstjórninni. Kjörorð samtakanna er: „Hela Sverige skal leve!“ (Svíþjóð á að lifa öll) og það (kjörorðið) er reyndar oft notað sem nafn á héraðafélögunum jafnt og á landssamtökunum. Upphaf þessarar miklu fjöldahreyfingar í Svíþjóð kvað Sven Thorsteinsson mega rekja til mjög mikillar sameiningar og stækk- unar sveitarfélaga í Svíþjóð á áttunda áratugi aldarinnar. Hreyfingin spratt upp af viðbrögð- um fólksins við þessum stóru ein- ingum með auknum fjarlægðum á milli þess og þeirra sem taka ákvarð- animar, bæði í eiginlegri og óeigin- legri merkingu. Hún er krafa um virkara lýðræði, frá fólki sem vill vera þátttakendur í því að móta stefnu um framtíð einstakra byggða en ekki aðeins standa álengdar sem áhorf- endur, og samtímis þessu andsvar við stöðugri áráttu ráðandi afla að líta svo á að það sé beinlínis skaðlegt fyrir samfélagið að íbúar í smáu samfé- lögunum hafi sjálfstæðan vilja. Sven Thorsteinsson taldi það þess- um fjölmennu áhugamannafélögum ekki hvað síst til gildis að þau urðu fljótt vettvangur fólksins í hinum smærri byggðarlögum til að koma frant og tjá sig um hugmyndir sínar og óskir og fræðast hvað af öðru. Síðar fóru félögin fljótlega að láta að sér kveða sent framfara- og þróunar- telög fyrir viðkomandi byggðarlög, samfara því sem þau beita sér fyrir Kvinno WlfMfi1 ivi bnHof Forsíða sœnskar bókar, Kvinnokraft pá landet, sem fjallar um þróun dreif- býlisins frá sjónarhóli kvenna. varðveislu byggða- og menningar- legra verðmæta. Nú hafa þessi öflugu áhugamanna- samtök hlotið almenna viðurkenningu sem mikilvægt afl í atvinnu- og menningarmálum byggðanna, sem best lýsir sér í því að þau njóta nú verulegs fjárstuðnings frá ríkinu til starfsemi sinnar, í gegnum félags- málaráðuneytið. Byggðaráðið hefur gert sér þriggja ára starfsáætlun undir kjörorðinu: „Dreifbýlið er bvggð framtíðarinn- ar“. Meðal þess sent það hyggst vinna að er: * að hvetja til aukinnar starfsemi áhugahópa í héruðunum og styðja þá í framfara- og þróunarstarfsenti þeirra. * að hafa áhrif á almenningsálitið í landinu og hafa uppi áróður meðal ráðandi manna í þjóðfélaginu og með því auka skilning þeirra á mikilvægi þeirra verkefna sent byggðafélögin eru að fást við. * að koma fram fyrir hönd byggða- félaganna og tala máli þeirra. * að vera tengiliður félaganna við yfirvöld á öllum stigum svo og gagnvart öðrum samtökum og stofnunum. Sent fyrr segir styður félagsmála- ráðuneytið all myndarlega við þessa starfsemi og skilgreinir það hlutverk Byggðaráðsins þannig: * að það annist fræðslu og veiti upplýsingar um framfara- og þró- unarmál byggðanna og þjóni þann- ig sveitarstjórnum, lénsstjómum, landsþingum og einstökum byggða- félögum um þessi mál. * að það skapi fyrirmyndir og leggi á ráð um það hvernig koma megi á beinni samvinnu á milli sveitar- stjóma og áhugahópanna sem starfa innan viðkomandi sveitar- félaga. (Hér ber á það að líta að þar sem sveitarfélögin eru orðin stór og fjölmenn telja einstaka byggðir innan þeirra þörf á því að koma sérmálum sínum á framfæri). * að koma á tengslum við svipaðar hreyfingar erlendis, einkum á hinum Norðurlöndunum, og efla sainstarf við þær. Sven Thorsteinsson sagði að nú gætu menn spurt sem svo: „En hvað um stjórnmálaflokkana og flokksfé- lögin í héruðunum? Eru þau ekki til þess fallin að annast sambandið á milli kjósendanna og sveitarstjóm- anna?“ Svarið er: „Nei, bæði vegna þess að heldur lítið líf er í slíkum félögum og einnig vegna þess að flokkapólitík, ef hún er með í spilinu, dregur úr slagkrafti áhugamannafélag- anna. Hér eru það málefnin sem þurfa að ráða.“ Hins vegar getur starf slíkra hópa oft vakið áhuga stjómmálamanna og kveikt áhuga þeirra sem taka þátt í pólitík. Könnun fór nýlega fram á því meðal áhugafélanna hverju þau teldu sig þegar hafa komið til leiðar. Um 500 félög (hópar) svöruðu spuming- unum um þetta en í allt eru þessi félög urn 2300. í ljós kont að á vegum þeirra höfðu: * skapast 1800 ný störf í byggðun- um. * sjálfboðaliðar hafa lagt af ntörkum 360.000 vinnustundir við ýmis verkefni sem hóparnir vinna að. * byggðar hafa verið um 1600 íbúðir fyrir tilstuðlan hópanna. * 272 af þessunt hópunt vinna að því að auka og treysta þjónustu sent veitt er í byggðunum með því að styðja við skóla, félagsheimili og sveitaverslanir. * 190 af þessum hópum einbeita sér að bættum samgöngum og sam- skiptaþjónustu. Mjög mikil áhersla er lögð á þjálfun í félagsstörfum og fræðslustarfsemi í námshópum. 414 FREYR - 11'94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.