Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1994, Blaðsíða 30

Freyr - 01.06.1994, Blaðsíða 30
Kröfur um lágmarks útbreiðslu gróðurs munu hafa mikil áh'rifá mat á hœfilegu beitarálagi. (Ljihm. a.a.>. Eitt af meginmarkmiðum beitarstjórnar er að stöðva jarðvegseyðingu og fvrir- byggja a<5 ný jarðvegseyðing geti hafist. d.jihm. aa.i. Eftir mikið japl og jaml og fuður og óbætanlegar skemmdir á beitiland- inu komu menn sér saman um að hæfilegt álag á landið væri um 5.000 nautgripir. Aðurnefnd matsaðferð hefur nú alls staðar verið aflögð, jafnvel sem upphafsviðmiðun. Önnur matsaðferð, sem víða er enn notuð í Bandaríkjunum, gengur í þveröfuga átt. Leituð eru uppi ósnortin gróðurlendi og út frá þeim eru gróðurskilyrði kortlögð. Astand lands er síðan metið sem frávik frá þessum vistfræðilega grunni. Slík aðferðafræði leiðir oft til vanmats, því að með hóflegri beit getur mynd- ast gróðurfar sem er aðlagað beit- inni og veitir landi sterka vörn. Ríkjandi stefnur við stjórn beitar Víðast hvar eru nú notaðar að- ferðir sem grundvallast á því megin- markmiði að stöðva eða fyrirbyggja jarðvegseyðingu og byggja upp eða viðhalda gróðurfari sem hentar við- komandi landnýtingu best. T.d. er stuðlað að gróðurfari sem gefur mikla uppskeru af næringarríkum plöntum ef um beitiland er að ræða. Yfirleitt er sú „einfalda“ aðferð notuð að mæla breytingar á gróður- fari. jarðvegseyðingu o.fl. þáttum frá einum tíma til annars. Fjölda beitargripa eða stjórn beitar er síðan breytt eftir því hve vel miðar að ná settum markmiðum um ástand landsins. I ljósi reynslunnar er víða komið nokkuð vel í ljós hve mikil beit hæfir á viðkomandi landi. Ekki er þá mið- að við meðalárferði, heldur að land skemmist ekki vegna of mikils álags ef árferði versnar, t.d. vegna kulda eða þurrka. Þetta er gert vegna þess að meiri gróðurskemmdir geta orðið á einu slæmu ári en náttúran nær að bæta á mörgum góðum árum. Koma verður í veg fyrir óbætanlegt tap á jarðvegi og framleiðslugetu lands- ins. Kröfur um verndun vistkerfa eru almennt að aukast. Af því leiðir að mat á hæfilegu beitarálagi er í sí- felldri endurskoðun. Mikið kapp er lagt á að rannsaka beitaráhrif og skipulag beitar með það að mark- miði að vernda landið og auka jafn- framt arðsemi beitarinnar. Sums staðar. t.d í Ástralíu og á Nýja- Sjálandi, hefur viðkvæmt og illa far- ið land verið friðað fyrir beit. Beitarþolsútreikningar hér á landi Aðferðafræðin sem var notuð til að áætla beitarþol hér á landi fram á síðasta áratug er í meginatriðum sú sama og var um tíma notuð sums staðar í Bandaríkjunum. Gerð voru gróðurkort þar sem land var flokkað í margs konar gróðurlendi. Viða- miklar uppskerumælingar voru gerðar, og meðaluppskera hvers gróðurlendis reiknuð út- Með notk- un svokallaðra nýtingarstuðla var síðan reiknað út hve mikið af upp- skerunni talið var óhætt að fjarlægja með beit. Reiknaðar voru út fóðurþarfir áa og lamba á sumarbeit. Með því að deila fóðurþörfum upp í nýtanlega uppskeru fékkst svokallað útreikn- að beitarþol. Síðan var útreikning- um haldið áfram með hliðsjón af þáttum sem haft geta áhrif á ástand lands. Gerð gróðurkorta af stórum hluta landsins er mikið þrekvirki og í þeim felast ómetanlegar upplýsingar. Þessi kort gefa mjög góða mynd af þeim gróðri sem vex á landinu. Þau veita hins vegar ekki nægar upplýs- 422 FREYR - 11'94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.