Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1994, Blaðsíða 32

Freyr - 01.06.1994, Blaðsíða 32
ið endurheimt landgæða oftast í sér að byggja upp það gróðurfar sem hentar best fyrir búfé og gefur þar með af sér mestan arð. I grennd við þéttbýli getur verið ofarlega á baugi að koma upp gróðri sem stöðvar skafrenning, veitir skjól, eykur fuglalíf og hentar vel til útivistar. A enn öðrum svæðum er markmiðið e.t.v. að þar vaxi fallegur blómgróð- ur til augnayndis eða þá að gæta vatnsverndarsjónarmiða. Svona má lengi telja, en ljóst er að hraða þarf gerð landnýtingaráætlunar sem tek- ur m.a. mið að slíkum grundvallar- atriðum. Nánar er fjallað um vist- fræði og stefnumið í nýjustu árbók Landgræðslunnar, Græðum Island V. Að því er varðar illa farið land þarf að gera kröfur um samsetningu gróðurs og lágmarksgróðurhulu. Einnig þarf að taka tillit til þess hve slíkar gróðurbreytingar mega taka langan tíma. Rannsóknir á vistkerf- um, þar með töldum gróðurskilyrð- urn, eru í hópi mikilvægustu rann- sóknaflokka víða erlendis. Hér á landi hefur slíkum rannsóknum hins vegar sáralítið verið sinnt. Við höf- um þess vegna takmarkaða hug- mynd um hvers landið er megnugt ef við stjórnum nýtingu þess skynsam- lega. Líklegt er að mörg af rýrustu íslenskra bœnda er þörf. Frh. afbls. 425. ar, gildi starfa okkar og hlutverk þeirra félaga, sem við höfum skuld- bundið okkur til að starfa í. íslenskir bændur verða einmitt um þessar mundir að hafa í huga að þeir eru þar sem þörfin er brýn þrátt fyrir allt og jafnvel þó um nokkra stund hafi blásið á móti og þó stund- um hefði mátt skilja orð sjálfskip- aðra vitringa þjóðarinnar svo, að matvæli kæmu í framtíðinni til með að svífa ofan af himnum líkt og snjórinn eða einhvers staðar að utan eins og Macintoshið gerði í eina tíð eða amerískt tyggjó eða danskir kökubotnar eða enskt kex. En raun- veruleikinn er annar. Einhvern tíma kemur að því að fólk skilur aftur hvað það er að búa við svo sérstakar aðstæður sem íslendingar gera í gróðurlendunum, t.d. þursaskeggs- mói, ýmsir lyngmóar, að ótöldum melum og melagróðri, séu afleiðing landnýtingar í aldanna rás en endur- spegli ekki raunveruleg gróðurskil- yrði. Að því er varðar miðhálendið er ljóst að þar skakkar víða miklu í útbreiðslu núverandi gróðurs miðað við það sem þar gæti vaxið. Horft til framtíðar Beitarþol er ákaflega flókið og jafnframt misnotað hugtak. I raun og veru er ekki til nein algild viðmið- un til að reikna beitarþol. Æskilegra gæti verið að nota fremur hugtakið hæfilegt beitarálag, eða eitthvað ámóta, í staðinn. Árferði, stjórn beitar og landbætur eru þættir sem hafa áhrif á það hve land þolir vel beitarálag, svo að aðeins fáir áhrifa- þættir séu nefndir. Sem dæmi um þetta má nefna að sumarið 1978 var sauðfé fleira í hög- um en nokkru sinni fyrr frá land- námi. Þá var góð tíð. Árið eftir, 1979, var hins vegar með afbrigðum kalt og spretta lítil. Álag á gróður varð mikið og óbætanlegar skemnrd- ir áttu sér stað víða, ekki síst á afréttum. Þetta undirstrikar það hve beitarþol er breytilegt frá ári til árs og hve óraunhæft er að miða hæfi- legt álag við góðærin. Stjórn beitar. raun. Loftið er t.d. ótrúlega hreint á íslandi og við ætlum að halda því hreinu þó að það sé mengað í út- löndum, búfjárafurðir eru um margt góðar og við ætlum að hafa það þannig. Við verðum því að sporna við fótum þegar ormur kaupskapar- ins fer á kreik og dregur upp skrípa- myndir af ímyndaðri veröld sem á að verða og dylja sjónum hin varanlegu verðmæti íslenskrar þjóðmenning- ar. I sveitum landsins er viðhaldið sambandinu við náttúruna, sem er uppspretta allra krafta, en í borginni eyðast þeir og tæmast, eins og góður maður orðaði það eitt sinn. Það er búskapurinn sem veitir hið mann- lega eldsneyti. Án búskaprains get- ur samfélagið alls ekki verið sjálfu sér nægt. Án búskapar rotnar samfé- ekki síst hvenær beit er hafin að vori, hefur auk þess mikil áhrif á fram- leiðslugetu landsins. Framvegis er æskilegt að mat á hæfilegu Seitarálagi miðist við þá grundvallarhugsun að tryggja til frambúðar gæði jarðvegs og gróðurs og afurðasemi búfjár. Mistök geta verið dýrkeypt, eins og dæmin sanna. Þjóðfélagið gerir síauknar kröfur um stöðvun jarðvegseyðingar og endurheimt landgæða. Það er fyrst og fremst á ábyrgð þeirra sem landið nýta að það batni frekar en rýrni. Mat á beitarþoli eða hæfilegu beitar- álagi, eða hvers konar tölulegar upplýsingar, geta aldrei firrt menn slíkri ábyrgð. Hins vegar þarf að auðvelda mönnum að vernda land eða bæta í samræmi við sett mark- mið. Við það mun starf Landgræðsl- unnar miðast í vaxandi mæli í fram- tíðinni. Ekki síst þarf að leggja áherslu á öflun og miðlun þekking- ar, svo og fjárhagslega aðstoð við þá sem vilja vinna að landvernd og upp- græðslu þar sem þörf er á. Verndun landkosta er sameiginlegt hags- munamál þeirra sem landið nýta og þjóðarinnar allrar. lagið innan frá, étur upp hin heil- brigða lífsþrótt kynslóðanna og sker á hina dulmögnuðu taug manns og moldar. Þegar svo er komið er á brott lífskjarni þessarar þjóðar. Því bið ég Búnaðarfélag Villingaholts- hrepps vel að lifa í framtíðinni og hvet forystumenn þess til að standa ákveðnir vörð um stefnumið félags- ins, hugsjónir og allt það sem má verða til að treysta samband manns og moldar, lífs og lands, í þessari sveit, svo að sá helgidómur sem liðn- ar kynslóðir hafa helgað með lífsbar- áttu sinni afrækist ekki heldur blómstri og blessist. Höfundur er sóknarprestur í Hraungerðis- prestakalli. 424 FREYR - 11 '94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.