Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1994, Blaðsíða 33

Freyr - 01.06.1994, Blaðsíða 33
íslenskra bœnda er þörf Rœða flutt á 100 ára afmœli Búnaðarfélags Villingaholtshrepps f Þjórsárveri 21. mars 1993 Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson Sr. Sigurður Pálsson sagði eitt sinn: Það er engin skynsamleg forsenda til fyrir byggða- stefnu nema ein og hún er sú, að helgidómar þjóðarinnar afrœkist ekki. Síðan bœtti hann við: En helgidómar þjóðarinnar eru hver sá staður, sem kynslóðir hafa helgað með lífsbaráttu sinni. Til þessara orða verður mér nú hugsað er við minnumst 100 ára afmælis þess félags hér í Villinga- holtshreppi, sem staðið hefur vörð um bændurna, sem helgað hafa þessa sveit með lífsbaráttu sinni og síns heimafólks. í huga sr. Sigurðar Pálssonar voru helgidómarnir því fyrst og fremst túnin, engin, bæjar- hvammarnir, lækirnir, lind sem í lautu streymir og lyng sem á heiði dreymir, grund og vangur, sund og drangur. Milli lands og þjóðar, manns og moldar, er nefnilega dulin taug, sem eflir heilbrigða vitund fyr- ir þjóðerninu, víkkar skilning okkar á samhenginu í tilverunni og glæðir með okkur þakklæti fyrir ávexti náttúrunnar, gjafir skaparans. Sennilega er sú taug sterkust, sem tengir okkur við sveitir þessa lands. Hún er í það minnsta lífræn og vel bundin foldinni, sem við erum kom- in af og sameinumst svo um síðir. Pað skildi Sveinbjörn Egilsson þegar hann kvað um, að þó við förum og sjáum okkur um í heiminum þá er hún sterk taugin, sem dregur okkur aftur heim á æskufoldu. Leika land munir lýða sonum hveim er fúss er farar, en römm er sú taug er rekka dregur föður túna til. (Sveinbjörn Egilsson). Öll heiðarleg vinna er þroskandi, nauðsynleg og holl - sérstaklega sú vinna, sem er í sátt við umhverfið og bætir og græðir. Og sá sem lifir á endurnýjanlegum gjöfum náttúr- unnar vinnur, í sérstökum skilningi þess orðs, með Guði. Pví er öll sú Sr. Kristinn Ág. Friðjónsson. lífsbarátta sem er í sátt við umhverf- ið heilög, heil, því að hún er unnin í samvinnu og sátt við náttúrulegt jafnvægi lífsins, vistkerfið, sköpun- arverkið allt. Það eru athyglisverðir hlutir sem koma í ljós þegar það tímabil er skoðað, sem ól af sér Búnaðarfélag Villingaholtshrepps. Hvernig var eiginlega umhorfs á íslandi um það leyti, sem félagið varð til? Ölfusár- brúin hafði verið tekin í notkun þá nýlega (1891) og stutt var í að Þjórs- árbrúin yrði opnuð fyrir umferð (1895). Islendingum hafði fækkað undangenginn áratuga vegna fólks- flutninga til vesturheims (voru árið 1890 ekki nema 70.927 talsins). Árið 1893 ferðuðust um landið sölumenn vesturheimsferða, sem dásömuðu landkosti og afkomumöguleika þeirra, sem þangað færu og reyndu að gera margt til að fólk fengist til að taka sig upp og plægja nýja jörð og sá í framandi svörð. Þeim var víða illa tekið. Þilskipaútgerð fór vaxandi. Stýrimannaskóli var nýstofnaður og vísir að kennaraskóla að rísa í Flens- borg. íslendingar fóru að eignast Islendingasögurnar í einni ritröð, sem átti sennilega sinn þátt í að efla með þeim þjóðernishugsjónir. Sauðasala til Bretlands hafði bætt hag margra bænda og fjórir bænda- skólar höfðu verið stofnaðir á árun- um 1880 til 1889 og búnaðarfélög höfðu farið að sjá dagsins ljós eftir 1840. Hreyfing var að komast á hið áður kyrrstæða samfélag á íslandi. Það er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því, að skömmu fyrir aldaskipti verða gjarnan umbreyt- ingar. Þá losnar gjarnan um það, sem áður hefur verið staðnað og stirt. Aldaskiptum fylgir gjarnan eft- irvænting. Ekki svo að skilja að alda- skipti séu í sjálfu sér dulræn. Ef aldaskipti eru dulræn eru þau það vegna þess að við veitum þeim það innihald. Nei, rétt fyrir aldaskipti gerist gjarnan eitthvað, sem á sér sögulegar forsendur er springur svo út og blómstara af nauðsyn. Menn- ingarsögulega og atvinnusögulega - og meira að segja trúarsögulega - voru árin fyrir síðustu aldamót tími ólgu og fæðingarhríða, tími deiglu og eftirvæntingar. Á þeim tíma verður Búnaðarfélag Villingaholts- hrepps til. Þetta segi ég ekki vegna þess að ég ætli að rekja sagnfræðileg- an bakgrunn félagsins, heldur vegna þess að ég tel að með skilningi okkar á meginstraumum og meginhreyf- ingum í stærra samhengi sögunnar skiljum við hugsanlega betur líf okk- Frh. á hls. 424. 11*94 - FREYR 425

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.