Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1994, Blaðsíða 34

Freyr - 01.06.1994, Blaðsíða 34
Vínbœndur við Mosel heimsóttir Agnar Guðnason Síðla sumars 1993 var ég ásamt kunningjum mínum á ferð í Mið-Evrópu. Við ókum meðfram Mosel ánni á leið til Trier trá Koblenz. Þá datt okkur í hug að skoða þorp eitt sem var á leið okkar, heitir það Leiwen. Ég hafði áður komið þarna því árið 1988 dvaldi fjölmennasta bændaferð sem farin hefur verið til útlanda í orlofsbúðum skammt frá þessu þorpi. Það þarf ekki að orðlengja það að okkur leist ákaflega vel á okkur í þorpinu og ekki spillti það fyrir að þessa daga stóð yfir vínhátíð í Leiwen. Allir bændur í Leiwen eru vínbændur og hafa engan annan búskap. Flest öll heimili hafa að- stöðu til að taka á móti ferðamönn- um og þar geta dvalið 4 til 20 gestir á heimili. Eftir mikla leit okkar félaga fund- um við fjölskyldu sem hafði 2 laus herbergi, annars var fullt í öllum húsum. Parna gistum við í tvær næt- ur og kynntumst fólkinu og okkur líkaði þau kynni mjög vel. Því ákvað ég þarna á staðnum að koma með bændaferð til þeirra á páskum 1994 og þá miðaði ég við að koma með 48 manns. Niðurstaðan varð sú að ég fjölgaði í hópnum upp í 58. Ég ætla að segja ykkur frá þessari ferð. Hún tókst vel eða eins vel og ég vildi að allar bændaferðir gerðu. Við komum til Clervaux Það er dálítið sérstakt að lenda í Luxemborg á páskunum eftir tæp- lega 3 tíma flug frá íslandi þar sem var snjór og frost, en vorið komið og trén farin að laufgast ytra. Frá flug- vellinum héldum við í tveggja hæða rútu til Clervaux sem er 1000 manna bær í Norð-austur frá höfuðborg- inni. Eini tilgangurinn með heim- sókninni í þennan bæ var að skoða klaustrið þar sem Halldór Laxnes dvaldi á sínum yngri árum og gerðist kaþólikki. Við skoðuðum kirkjuna og lítið safn sem er í kjallara klaust- ursins. Enga mynd sáum við af Hall- dóri og aðeins einn munk. í Köln var farið til messu Þarna stönsuðum við stutt og héldum síðan áfram til Kölnar. Þar komum við okkur fyrir á hóteli við hliðina á dómkirkjunni. Um kvöldið var farið í gamla hluta Kölnar; þar var borðað og síðan farið snemma í háttinn. Daginn eftir fóru flestir úr hópnum í dómkirkjuna, þá var föstudagurinn langi. Við urðum vitni að all sérstæðri messu. Prestur gekk fyrir söfnuðinum með kross, það var stansað á 13 stöðum í kirkj- unni, farið með bæn og sungið eitt vers úr þekktum sálmi. í hvert sinn þegar stansað var. Ekki veit ég hvað margir tóku þátt í þessari píslar- göngu, það gæti hafa verið um 200 manns. Það virtust allir syngja með. Þetta þótti okkur áhrifamikil stund. Eftir hádegi fór allur hópurinn í dýragarðinn, sem er mjög skemmti- lega uppbyggður og þar er ákaflega fjölbreytt dýralíf. Þá var ekið suður Rínardalinn Á laugardagsmorgun var frjáls tími til að skoða í verslanir í Köln en kl. 12 var lagt af stað þaðan. Ekið var á vesturbakka Rínar til Bonn, við fórum þar hægt um borgina og sáum nokkrar markverðar bygging- ar m.a. þinghúsið þeirra en þingið hefur verið til húsa í gamla vatns- veituhúsinu þar sem drykkjarvatni úr Rín var áður dælt um leiðslur. Ennþá fá um 33 milljónir manna neysluvatn úr Rín í þeim 5 löndum sem áin rennur um. Það þótti okkur heldur ótrúlegt miðað við litinn á vatninu. í Bonn fórum við yfir brú á Rín og ókum síðan á austurbakkan- um áleiðis til Koblenz. Þegar við áttum skammt eftir þangað, var brú yfir veginn, hún var það lág að 2ja hæða rútan okkar komst ekki undir hana, svo við ókum tilbaka um 30 km. Það skammaði enginn Frá Bernkastel; þad er fjölsóttasti ferðamannabœr við Mosel. (Ljósm. Agnar Gudnason). 426 FREYR- 11'94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.