Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1994, Blaðsíða 38

Freyr - 01.06.1994, Blaðsíða 38
Rannsókna- og þróunarverkefni Landssamtök sauðfjárbænda hafa möguleika á framlögum úr Framleiðnisjóði landbúnaðarins til að styrkja rannsókna- og þróunarverkefni í þágu sauðfjárræktar. Þar sem fjármunir eru takmarkaðir verður að forgangsraða verkefnum, og er við því að búast að aðeins fá þau íyrstu í þeirri röð hljóti fyrirgreiðslu að sinni. Fagráð í sauðfjárrækt markar stefnu í þessum málum með því að gera rannsókna- og þróunaiúætlun, sem er endurskoðuð árlega, og gerirtillögur um forgansröðun verkefna. Gmndvallarmarkmið áætlunarinnar er lækkun framleiðslukostnaðar, markaðssetning afurða og umhverfisvæn sauðfjárrækt. Ahersla er lögð á að unnið verði að eftirtöldum vekefnum: 1. Framleiðslu á fersku lambakjöti og lengingu sláturtíðar. 2. Lækkun kostnaðar við framleiðslu, vinnslu og verkun sauðfjárafurða. 3. Verkefni sem tengjast vöruþróun og markaðs- setningu á sauðfjárafurðum. 4. Námsverkefni sem tengjast sauðfjárrækt. Verkefni, sem hafa almennt gildi fyrir greinina og stuðla að öflun og miðlun upplýsinga og nýrri þekkingu, hafa forgang. Gerðai' em kröfur um hæfni og getu umsækjenda til að framkvæma, ljúka og koma á framfæri niðurstöðum verkefna. Ekki em veittir styrkir til véla- og tækjakaupaog reksturs húsnæðis. Krafist erraunhæfi'a mótffamlagaíformiaðstöðu, efnis og reksturs. Fagráð í sauðjárrækt fjallar um hvert einstakt verkefni, sem sótt verður um framlag til. Sækja skal um framlög til Landssamtaka sauðfjárbænda og skulu upplýsingar um eftirtalin atriði fylgja umsóknum: a) Hver vinnur verkið? b) Markmið verkefnisins. c) Verklýsing. d) Verktími og áætluð verklok. e) Kostnaðaráætlun. f) Önnur fjáröflun til verkefnisins. Endumýja þarf eldri umsóknir, sem ekki hafa verið afgreiddar. Umsóknir skulu sendar til: Arnórs Karlssonar, formanns Landssamtaka sauðfjárbœnda, Arnarholti, Biskupstungum, Arn. 801 Selfoss. Kindakjötssala og greiðslumark Afkoma sauðfjárbænda ræðst nú að mestu ieyti af sölu kindakjöts innanlands. Aukin sala leiðir til hærra heildargreiðslumarks og um leið aukins framleiðsluréttar einstakra bænda á afurðum, sem greiddar eru á skráðu verði. Framkvæmdanefnd búvörusamninga komst á liðnu hausti að niðurstöðu um reiknireglu fyrir heildargreiðslumarkið. Hún er á þann veg að miða skuli við meðaltalið af innanlandssölu síðasta almanaksárs á undan og sömu sölu margfaldaða með hlutfallinu milli sölunnar á fyrri hluta yfirstandandi árs og sölunnar á fyrri hluta síðasta árs. Þetta lítur þannig út ef það er sett upp í formúlu fyrir útreikning áheildargreiðslumarki fyrir verðlagsárið 1995/1996: fsala 1993 + sala 1993x (sa|a ^1--30^1994) \ : 2 \ (sala 1.1.-30.6.1993) J Sala 1993 var um 8088 tonn og á fyrri hluta þess árs um 3204 tonn. Enn erekki vitað hver salan verður á fyrri hluta þessa árs, en ef hún verður 2900 tonn lítur dæmið svona út: (8088 + 8088x2900:3204): 2 = 7704,3 tonn. Nái salan hins vegar 3000 tonnum á fyrri hluta ársins 1994 hækkar heildargreiðslumarkið unt 126 tonn og um önnur 126 tonn, ef hún verrður 3100 tonn. Ovíst er að skynsamlegt verði talið að úthluta þessu greiðslumarki öllu til framleiðslu, þar sem birgðir eru enn of miklar, en beingreiðslur út á það sem ekki er úthlutað til framleiðslu fara til markaðsaðgerða innanlands. Ef vel tekst til um sölu og framleiðsla milli 100 og 105% af greiðslumarki verður flutt út, er von til að birgðastaða verði orðin eðlileg 1. september 1995. Samstarfshópur um sölu á lambakjöti hefur haft frumkvæði að nýtingu á þeim um 55 milljónum króna af beingreiðslufévegna lækkunar greiðslumarks til framleiðslu fyrirverðlagsárið 1994/195. íreglugerðerufyrirmæliumaðþetta fé skuli valda lækkun á verði kindakjöts til neytenda. í febrúar og mars var lækkað verð á dilkakjöti, sem selt er undir merkinu "Bestu kaupin", lambakjötsdagar hafa verið í verslunum í apríl, maí og júní og verðlækkun á grillkjöti frá því í maí. Um þessar mundir er lögð mikil áhersla á að selja þyngstu skrokkana af DIA, DIB og DIC, en mikill hluti dilkakjötsbirgðanna er þessir flokkar, þar sem dilkar voru venju fremur vænir á síðasta hausti. ___________Landssamtök sauðfjárbændu • form. Arnór Karlsson * Arnarhoiti___________

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.