Freyr

Árgangur

Freyr - 15.06.1994, Blaðsíða 8

Freyr - 15.06.1994, Blaðsíða 8
Fyrsta gróðursöfnunarferð frá Norður-Evrópu til til Norðaustur-Asíu Freyr rœðir við Óla Val Hansson um ferð þeirra Brynjólfs Jónssonar austur þangað sl. haust. Óli Valur Hansson, fyrrverandi garðyrkjuráðunautur, er mikill áhugamaður um það að auka á fjölbreytni íslensks gróðurríkis með því að afla frá útlönd- um heppilegra jurta- runna- og trjátegunda sem hér gœtu orðið borgarar f fábreyttri flóru landsins og orðið til nytja og/eða yndisauka. Óli Valur Freysmynd. Óli Valur hefur í þessu augnamiði tekist á hendur tvær ferðir til norðurhjara tveggja heimsálfa; annars vegar til Alaska í Norður-Ameríku árið 1985 og nú sl. haust til Magadan og Kamtsjatkaskaga á norð- austur jaðri Asíu, sem er hinu megin á heimskringlunni, um 180° í austur. Margar stofnanir, félög og nokkrir einstaklingar studdu Óla Val fjárhagslega til fararinnar, sem stóð dagana 27. ágúst og fram í miðjan október. Ferðin undirbúin. Aðdragandinn að ferðinni var í stuttu máli sá, sagði Óli Valur, að ég og fleiri höfum verið að velta vöngum yfir því óralengi að það kynni að vera ýmis gróður þama austur frá sem hugsanlega mætti rækta og hafa not af hér á landi til landbóta í víðustu merkingu. En Kamtsjatka hefur verið lokað land fram á síðustu ár, eða þar til fyrir 2-3 árum. Hins vegar höfum við fengið vott af fræi þaðan, einu sinni eða tvisvar fyrir alllöngu, eftir að frú Fúrtseva, menntamálaráðherra Sovétríkjanna sálugu kom hingað í heimsókn. Skógrækt ríkisins fékk það fræ í hendur og sáði því, en ég held að það hafi sáralítið kontið út úr því. Eftir langa umhugsun ákvað ég að reyna að fara austur til Kamtsjatka og með hjálp rússneskrar kunningjakonu sótti ég um leyfi til þess að safna þarna austur frá. Ég leitaði til Vistfræðistofnunar Kamtsjatka, og þeir veittu mér heimild til söfnunar á ákveðnum svæðum. Hvernig gasl þú fjármagnað þessa löngu ferð? Ég gerði það á svipaðan hátt og þegar við fórum í söfnunarferðina til Alaska árið 1985. Þá vorum við fjórir og ég betlaði hreinlega peninga hjá bæjarfélögum,. stofnunum, fyrirtækjum og einstaklingum. Hvernig tókst það að þessu sinni? Það tókst nokkuð þokkalega; samt var alls ekki spáð vel fyrir þessari hugdettu, sem sumir töldu endaleysu og vanhugsaða. Ég skrifaði 100 bréf og fékk 35 svör við þeim, og 30 aðilar veittu mér styrk til ferð- arinnar og komu söfnuninni til leiðar. Slíkt er örugglega einstakt. Ferðalagið austur. Ég hélt af stað 27. ágúst, en fór ekki beint til Kamtsjatka, heldur byrjaði á því að fara til Magadan, en svo heitir hafnar- bærinn og aðalborgin í Magadanhéraði við Okotskahaf, dálítið fyrir norðan og vestan Kamtsjatkaskaga. í borginni búa 140-150 þúsund manns, en íbúum fer fækkandi. Þar á heima kunningjakona, Alexandra Berkutenko, grasafræðingur, og hún fór með mér í þennan söfnunarleiðangur til Kamtsjatka. Alexandra hefur verið hér á landi í tvígang. I Magadan var ég fram til 15. september, þá héldum við Alexandra flugleiðis suður á bóginn til Petropavlovsk sem er „höfuð- borgin" á Kamtsjatka. Hvað tók ferðinfrá Islandi austur þangað langan tíma? Ég flaug fyrst til Stokkhólms með tveimur starfsmönnum Rannsóknastofnun- ar landbúnaðarins, þeim Friðriki Pálmasyni og Tryggva Eiríkssyni. Þeir þurftu að fara til Magadan; það er samvinna á milli Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins hér og Rannsóknastofnunar landbúnaðarins í Maga- dan. Við ákváðum að fara saman. 440 FREYR • 12'94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.