Freyr

Árgangur

Freyr - 15.06.1994, Blaðsíða 9

Freyr - 15.06.1994, Blaðsíða 9
Frá Stokkhólmi flugum við til Moskvu, gistum þar og síðan héldum við áfram daginn eftir. Það er um 9 tíma flug án viðkomu frá Moskvu til Magadan. Söfnunarstarfið. Ég dvaldi í Magadan í þrjár vikur og þar var ég fyrst og fremst að skoða gróður og við grasasöfnun. Ég fór talsvert víða og safnaði ýmsu sem ég sendi heim eða kom með sjálfur frá Kamtsjatka. Brynjólfur Jónsson. framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Islands, var með mér við söfnunina á Kamtsjatka og hafði komið þangað tveim dögum á undan okkur. Við ferðuðumst um söfnunarsvæðið að hluta til á gömlum herbíl, geysilega miklu tæki, sem virtist geta farið hvert sem var og þurfti ekki endilega vegi til. Það var eitt við þennan bíl að bílstjórinn gat minnkað loftið í dekkjunum og aukið, með því að þrýsta á hnappa sitt á hvað inni í bílnunt. Ég var búinn að kynnast þessari gerð bifreiða áður, þegar ég var í Magadan í fyrravetur í tvær vikur. Þá var mér boðið út á freðmýrar, út undir Yamsk, nær 250 km fyrir austan Magadan. Þar var alger veg- leysa og þangað fórum við á svona bíl, og allt gekk alveg skínandi vel. Þarna í fyrra haust urðum við að taka s.k. „pakka", það er, við fengurn bíl og bílstjóra og kokk og þeir sáu um matinn og gistingu. Einnig vorum við með tjöld með okkur og gátum þá sofið í þeim eða í bílnum, væri verið einhversstaðar fjarri byggð, því það var óhemju mikið pláss í honum; þar var sætapláss fyrir 16-18 manns, en við vorum aðeins fimm í förinni með bílstjóra og kokki, þrír safnarar og svo þeir tveir. Kokkurinn var fjölhæfur; hann var ágætis kokkur, og auk þess var hann laginn við að fella tré. Við þurftum þess við ein- stöku sinnum, bæði grenitré og lerki. Hann var einstaklega viljugur að hjálpa okkur. Sama gilti reyndar einnig um bílstjórann. Þið haldið út í víðátturnar þarna? Já, það er ekki mikið um vegi á þessunt slóðum. Kamtsjatkahérað er 470.000 fer- kílómetrar að stærð, en skaginn sjálfur er um 270.000 km2. Hann er langur og tiltölulega mjór; á honum eru tveir fjall- garðar, annar að austan, en hinn að vestan- verðu. A skaganum búa 465.000 manns. Á milli fjallgarðanna er dalur mikill og eftir honum rennur Kamtsjatkafljótið, mesta vatnsfall á skaganunt og fellur úr suðri til norður og austurs, út í Beringshaf, um 600- 700 km að lengd. Breiður malarvegur ligg- ur upp með fljótinu. Er hann ntalbikaður fyrstu 100 km frá Petropavlovsk. Við ókum meðfram fljótinu, 500 km norður á bóginn og stönsuðum víða á leiðinni. Bár- A Kamtsjatkaskaga munu vera um 130 eldfjöl! og eru tœplega 30 þeirra virk. Þetta er Kronotsky-fjallið á austurhluta skagans. Allar myndir úrferðinni: Brynjólfur Jónsson. um niður og tókum sýnishom af trjám og runnum og dálitlu af fjölærum plöntum, m.a. ertublómum allskonar sem urðu á vegi okkar. Hvaða runna- og trjátegundir voru þarna? Ein tegundin var Kamtsjatkalerkið; það er mjög svipað dáríulerki og talið afbrigði af því, og er dreift unt ntiðbik skagans. Þá er japansgreni, það er einnig á miðjum skaganum á takmörkuðu svæði. Svo er Austur-Asíuösp (ilmösp). náskyld balsam- öspinni sem við höfum fengið hingað frá Alaska. Síðan eru tvær birkitegundir, stein- björk og Mansjúríubjörk. Ennfremur eru tvær víðitegundir áberandi, bolvíðir og salix schwerinii. Bolvíðir er ákaflega bolmikil tegund og getur orðið gríðarlega há. Annars eru víðitegundir yfir þrjátíu á skaganunt. Þá er það kesja (Chosenia) eða kósenía sem var talin víðir hér áður, hálfgert milli- stig á milli víðis og aspar. verður óhemju stórvaxin, nær víða 25-30 metra hæð og þráðbein. mjög falleg. Hún er fyrst og fremst láglendistré, vex í möl og grjóti meðfram ám, þar sem er góður raki og nóg af súrefni, á svipaðan hátt og öspin gerir. Hún er í uppáhaldi hjá mér og fleirum sem hafa séð hana. Og svo eru allskonar runnar. Það eru m.a. Crataegus, hrafnþyrnir og reyniviðartegundir, m.a. ein mjög runna- kennd reyniviðartegund, allt frá því að vera 60 cm á hæð og upp í 2 metra, gengur undir heitinu runnareynir. Hún er með vel ætum berjum, herramannasmatur í sultu. Það er óhemju mikið af berjum þarna, t.d. það sem ég kalla bláberjatopp, með bláum berjum, náskyld blátoppi sem er ræktaður hér, t.d. á Akureyri og víðar Runnafura sem er náskyld lindifuru getur náð 4-5 m hœð á allra bestu stöðum. Hún vex frá sjávarmáli og allt upp í 1200-1300 m hæð og er hvorki kröfufrek á jörð né veðurfar. Á miðjum Kamtjatkaskaga myndar japansgreni (Picca jezoensis) hluta skóglendis- ins, er samt takmarkað. Hér er 12 m hátt tré sem við felldum. 12*94 - FREYR 441

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.