Freyr

Árgangur

Freyr - 15.06.1994, Blaðsíða 15

Freyr - 15.06.1994, Blaðsíða 15
Samkeppnishœfni íslensks grœnmetis Samkeppnishæfni íslensks græn- metis felst í því að bjóða hreina, ómengaða vöru, fulla af hollustu. Til þess að hægt sé að nota hrein- leika og hollustu sem samkeppnis- tæki verður að auka eftirlit með innflutningi og einnig með inn- lendri framleiðslu. Islenskt grænmeti stenst oft á tíðum ekki verðsamanburð við innflutt, sem rekja má til þess að kostnaður við framleiðsluna er meiri hér á landi en erlendis og ríkisstuðningur enginn. Ýmislegt hefur verið gert á síðast- liðnum árum til þess að bæta græn- metisframleiðsluna og lækka kostnað. I ylræktinni hefur raflýsing aukist sem hefur leitt til aukinnar hagræð- ingar í framleiðslunni og aukið fram- boð á grænmeti og blómum. Ef tekst að rækta grænmeti í gróðurhúsum allt árið um kring er verið að nýta mann- afla og fjárfestingar betur auk þess sem neytendur njóta góðs af. Raf- magnsverð hérlendis er þó enn miklu hærra en í samkeppnislöndum okkar. Ef raforkuverð til garðyrkju yrði lækkað stæði innlend framleiðsla mun betur að vígi í samkeppninni við inn- flutning. í útiræktun hefur notkun á yfir- breiðslum aukist og jarðupphitun stór- aukist. Með þessum hætti hefur verið unnt að stytta vaxtartímann og lengja ræktunartímabilið úti. Þá hefur geymsluaðstaða fyrir útiræktað græn- meti verið bætt. Það háir hins vegar útiræktinni að erfiðlega gengur að fá framleiðsluna tryggða. Ýmislegt hefur verið gert á síðastliðnum árunt til að bœta grœnmetisfrantleiðsluna og lœkka kostnað. Hér heldur Guðjón Birgisson, garðyrkjubóndi á Melunt í Hruna- mannahreppi á bakka nteð ferskum tómötum. Freysmyndjj.D. 12'94 - FREYR 447

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.