Freyr

Árgangur

Freyr - 15.06.1994, Blaðsíða 17

Freyr - 15.06.1994, Blaðsíða 17
Geymsla fyrír tilbúinn áburð ásamt áburðarbirgðum. GJAFABREF í tilefni 50 ára afmœlis lýðveldisins á íslandi Fimmtíu ára afmælis lýðveldis á Islandi vilja Aburðarverksmiðja ríkisins og Landsvirkjun minnast með því að leggja til landgræðslustarfa 250 tonn af áburði, þ.e. sólarhringsframleiðslu verksmiðjunnar, undir verkefnaheitinu „Bændur græða landið“. Þessi ákvörðun er tilkynnt á 40 ára afmæli Aburðarverksmiðjunnar. Landsvirkjun leggur til þá raforku sem þarf til framleiðslu áburðarins. Enn fremur nýtur verkefnið stuðnings Eimskipaféiags Islands, sem annast flutning áburðarins á sjó endurgjaldslaust, og Landgræðslu ríkisins sem fer með framkvæmd verkefnisins. Ahersla er lögð á að verkefnið nái sem víðast um landið og að samráð verði við búnaðarsamböndin um framkvæmd þess. Gengið er út frá að fylgt verði þeim reglum sem gilda unt hliðstæð verkefni svo að tryggt sé að sam- ræmis sé gætt milli þeirra bænda sem starfa að verkefninu „Bændur græða landið“. Reykjavík, 4. júní 1994. F.h. Aburðarverksmiðju ríkisins F.h. Landsvirkjunar Egill Jónsson, stjómarformaður. Halldór Jónatansson, forstjóri. (Sign). (Sign). Hákon Björnsson, forstjóri Aburðarverksmiðjunnar stjórnaði samkomunni. flutningur á áburði verður gefinn frjáls á næsta ári. Það sem hins vegar veldur óneitan- lega nokkrum ugg og vekur spuming- ar urn framtíðarhorfur er hvemig mál- efni og afkoma landbúnaðarins er að þróast. Ef til vill eru áhrif landbúnað- arins á atvinnulífíð vítt um land hvað skýrust hér í Gufunesi. því að verði einhver umtalsverður samdráttur í áburðarsölu frá því sem verið hefur, tekur brátt að þrengjast í búi hér. Héð- an er því horft til þess sem kann að gerast í landbúnaðinum þegar fram- tíðarhorfur verksntiðjunnar eru metn- ar. I desembermánuði síðastliðnum samþykkti stjóm Áburðar-verksmiðj- unnar að treysta lífeyrissjóð starfs- manna sinna með framlagi að upphæð tíu rnillj. kr. Með fjölgun lífeyrisþega og fækkun starfsmanna Áburðarverk- smiðjunnar hefur sjóðurinn veikst. Af þeirri ástæðu hefur þurft að skerða lífeyrisgreiðslur frá því sem áður var. Með þessu framlagi vildu forráða- menn verksmiðjunnar á fjörtíu ára afmæli hennar þakka þeim sem hér hafa unnið fyrr og síðar störf þeirra og góðan hlut í mikilvægum árangri í rekstri verksmiðjunnar. Þess er vænst að þetta framlag bæti nokkuð stöðu sjóðsins þannig að eign hans standi fyrir lífeyrisskuldbindingum. Með sama hætti er nú horft til við- skipta við bændur landsins í fjörtíu ár en þau hafa jafnan byggst á góðu trausti. Og víst er að ekíci þarf Áburð- arverksmiðjan að kvarta yfir þeim viðskiptum því að einn aðalstyrkur þessa rekstrar er hvað öll skil á greiðslum til verksmiðjunnar hafa verið góð og nánast áfallalaus. Þótt störf og verkefni hér í Gufu- nesi séu á margan hátt ólík því sem gerist í landbúnaði er skyldleikinn þó fyrir hendi. Störf beggja er ríkur þátt- ur í að rækta og bæta landi. Hinn 17. júní í ár eru liöin 50 ár frá því að lýðveldi var stofnað á Islandi. Það er mér mikil ánægja að koma hér á framfæri góðri kveðju til Islendinga í tilefni afmælis lýðveldisins. Kveðj- unni fylgir eftirfarandi gjafabréf sem í raun er til landsins okkar sem fóstrað hefur þess þjóð, sjá hér að að ofan. 12'94 - FREYR 449

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.