Freyr

Árgangur

Freyr - 15.06.1994, Blaðsíða 20

Freyr - 15.06.1994, Blaðsíða 20
Laxanytjar og verndun Einar Hannesson, fulltrúi Veiðimenn vita að laxinn er langhlaupari. íslenskur lax fer á œtissvœðin við Grœnland og á hafsvœðið langt norður og austur frá landinu, í námunda við Noreg, á Fœreyjasvœðið og víðar um norðurhöf. Einar Hannesson. Lax frá Noregi og Bretlandseyjum fer til Grænlands, eins og sá íslenski. Hið sama gildir um laxinn úr ánum í Norður-Ameríku, sem falia í Atlants- hafið. Mikilvœg ákvœöi hafréttar Hafréttarsáttmálinn var samþykktur á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna 1982 og kemur til fullra fram- kvæmda á þessu ári, 1994, þar sem nægjanlegur fjöldi þjóða hefur undir- ritað hann. I 66. grein sáttmálans er m.a. tilgreint, að upprunaríki laxveiði- stofna, þ.e. þar sem þeir hrygna, eiga mestra hagsmuna að gæta, hvað slíka stofna varðar, og beri á þeim höfuð- ábyrgð og skuli þar með tryggja vemdun þeirra. í Hafréttarsáttmálanum eru einnig ákvæði um að laxveiðar skuli ein- ungis fara fram í efnahagslögsögu ríkja, nema þegar það myndu leiða til efnahagslegra áfalla annars ríkis en upprunaríkisins. I þeim tilvikum skuli upprunaríkið hefja viðræður við hitt eða hin ríkin og ná samkomulagi, sem miði að því að fullt tillit sé tekið til verndunarsjónarmiða og hagsmuna upprunaríkisins að því er laxastofnana varðar. Jákvœðar aðgerðir A grundvelli fyrrgreindra ákvæða var stefnt í rétta átt, með stofnun Norður-Atlantshafs Laxvemdunar- stofnunar (NASCO), hér á landi árið 1982, og síðar ákvörðun um laxveiði- kvóta Færeyinga og Grænlendinga. En fram að því höfðu fyrrgreindar þjóðir farið sínu fram við laxveiðar í hafinu. Að vísu hafði Efnhagsbanda- laginu tekist að setja nokkra hömlur á línuveiðar Færeyinga þegar hér var komið sögu, en reknetaveiðar Græn- lendinga voru hins vegar óheftar. Þannig virtust málin vera komin í endanlegt horf, með kvótunum, og til frambúðar. En þá gerðist það sem engan hafði órað fyrir, að það tókst að ná samkomulagi um uppkaup á kvót- um. Greiðsla kæmi fyrir, svipað og gerðist með netaupptökuna í Hvítá í Borgafirði, en nokkur slík tilvik eru þekkt í útlöndum um netaupptöku á ósasvæðum laxveiðiáa, til að nýta lax- inn til stangaveiði. Að vernda og styrkja stofna Að öðru leyti en hvað greiðslur varðar, er þessu tvennu ekki saman að jafna. Vitað er að laxastofnar í ýmsum ám, bæði austan og vestan hafs, hafa rýmað ntjög á seinni árum. Má því ætla að upptaka neta og stöðvun línu- veiða á laxi í hafinu muni byggja upp laxastofnana og styrkja aðra verulega í heimalöndum laxins. Að veiða úr blönduðum stofnum En það eru tleiri atriði sem miklu máli skiptir í þessu sambandi. Fram að því að kvótarnir voru keyptir, voru Færeyingar og Grænlendingar að veiða lax úr blönduðum stofnum víðs- vegar að, eins og fyrr greinir. Slíkt hefur verið talið ákaflega slæmt, þar Laxaparið seni Karl Brelaprins fœrði Orra Vigfússyni að gjöf sl. vor með álelrun um viðurkenningu. (Ljósm. E.H.). 452 FREYR- 12'94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.