Freyr

Árgangur

Freyr - 15.06.1994, Blaðsíða 22

Freyr - 15.06.1994, Blaðsíða 22
Bœndaskólinn ó Hólum Útskrift búfrœðinga vorið 1994 Bœndaskólanum á Hólum í Hjaltadal var slitið sunnudaginn 1. maí sl. við hátíð- lega athöfn í Hóladómkirkju að viðstöddu fjölmenni. W1 ■ ■ ■ 11 1 I 1 1 1 Búfrœðingar frá Hólaskóla vorið 1994. Taliðfrá vinstri: Margrét Dögg Halldórsdóttir, Sonja Aðalheiður Gylfadóttir, Bjargey Magnúsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Gro Övland, Fjóla Veronika Guðjónsdóttir, Helena Berthelsen, Valdimar Armann Björnsson, Erlingur Guðmundsson, Erlingur Ingvarsson, Bjarni Guðmundsson. Pálína Sigrún Halldórsdóttir, Eyþór Jónasson, Eyjólfur Pétur Pálmason, Marinó Jakob Aðalsteinsson, Birgir Páll Hjartarson, Knútur Rafn Armann, Þórarinn Ingi Pétursson. Inga María Stefánsdóttir, Valur Kristján Valsson, Ólöf Ragna Sigurgeirsdóttir, Ester Pálmadóttir, Helga Haraldsdóttir. (Ljósm. Valgeir Bjarnason). í ræðu Jóns Bjarnasonar skólastjóra við skólaslitin kom m.a. fram: Alls stunduðu 44 nemendur reglu- bundið nám við Hólaskóla í vetur, 23 á síðara ári og eru þau að brautskrást héðan í dag. Og 21 í heilsársnámi sem teknir voru inn sl. haust samkvæmt nýrri skipan á framkvæmd námsins. f dag brautskrást 11 piltar og 12 stúlkur og er það í fyrsta skipti í sögu skólans sem stúlkur eru í meirihluta við útskrift. Námið við Hólaskóla er í stöðugri þróun, þó að hugmyndafræðin, grunn- urinn, markmiðið sé í sjálfu sér óbreytt. Hins vegar breytast áhersl- umar, verkefnin, hvar og hvemig við tökum þar á lögum við okkur að, og meira en það, tökum virkan þátt í að móta þann morgundag er við göngum á vit. A sl. ári var gerð sú breyting á búfræðináminu hér á Hólum, sem áður tók 4 annir á tveimur vetrum, að það er nú tekið á einu ári, fjórunt önnum. Nemendur koma í byrjun september, 1. önn lýkur um jól, 2. önn lýkur í ntars og 3. önn lýkur í byrjun júní. Þá tekur við verknám úti í at- vinnuveginum fram í ágúst. Þá koma nemendur aftur inn á skólann í viku- tíma og brautskrást síðan. Undirbúningskröfur hafa verið auknar frá því sem áður var, þannig að umsækjendur þurfa nú að hafa lokið minnst 65 einingum úr fram- haldsskóla og vera minnst 18 ára og hafa skilgreinda reynslu úr atvinnu- lífinu. Fólk 25 ára eða eldra getur sótt unt skólavist án áðurgreinds bóklegs und- irbúnings. Verður þá lagt mat á lífs- reynslu þess og störf og hæfni til að takast á við námið. Þetta gerir okkur kleift að fella niður kennslu í ýmsum grunngreinum sem eru miklu betur komnar í hinu almenna skólakerfi en getum í staðinn aukið við og bætt 454 FREYR- 12'94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.