Freyr

Árgangur

Freyr - 15.06.1994, Blaðsíða 24

Freyr - 15.06.1994, Blaðsíða 24
Bœndaskólinn á Hvanneyri Útskrift búfrœðinga vorið 1994 Bœndaskólanum á Hvanneyri var slitið 7. maí sl. Hér á eftir fylgja nokkrir kaflar úr rœðu Magnús- ar B. Jónssonar, skólastjóra við þá athöfn: Magnús B. Jónsson skólastjóri veitir Trausta Þórissyni viðurkenningu fyrir hœstu einkunn á Rekstrarsviði. Trausti lilaut einnig hœstu einkunn á búfrceðipróft vorið 1994. (Ljósm. Trausti Evjólfsson). “í vetur lauk all viðamikilli endur- skoðun á námsvísi búnaðamámsins og hefur nú verið mörkuð sú stefna að skipta lokaáfanga þess á þrjú náms- svið. Þetta gerir að okkar mati búnað- arnámið markvissara og auðveldar nemendum að bæta við sig þekkingu að loknu búfræðiprófi, á 5. eða 6. önn, og auðveldar einnig að koma upp bútæknanámi í samræmi við lög- in um búnaðarfræðslu. Við endurskipulagningu námsins hefur verið miðað að því að draga úr beinni kennslu og auka sjálfstæða vinnu nemenda og því er skipulagn- ing námsins við skólann að færast nær því sem eru eðlileg vinnubrögð á síð- ari hluta framhaldsskólastigsins þó að af inntökuskilyrðum megi ráða að skólinn sé beint framhald grunnskól- ans. Þær raddir heyrast æ oftar að auka beri inntökukröfur í búnaðar- skólana og tryggja með því betur fæmi nemendanna til þess að takast á við námið. Að sjáfsögðu leysir þetta vissan vanda en þrengir um leið að- gang að skólanum og á þessu er því fleiri hliðar. Það er hins vegar jákvætt að væntanlegir nemendur afli sér við- bótarmenntunar eftir grunnskóla áður en þeir setjast í búnaðarskóla en ef til vill er mikilvægast að hefja ekki nám- ið í skólanum fyrr en nemendinn hef- ur í nokkru mótað viðhorf sín til starfs bóndans og búskaparins sem atvinnu- vegar. Fagmenntun í landbúnaði er jafn- framt fagmenntun í umgengni við landið og náttúru þess. Bóndinn er sá aðili sem á lífsviðuværi sitt öðrum fremur undir sambýli og sátt við um- hverfi og náttúru. Kennslan í bænda- deild skólans miðar annars vegar að undirbúningi undir starf bóndans og hins vegar er um að ræða almenna þekkingarmiðlun um líffræðileg ferli sem á að gera nemandann hæfari til að starfa í sátt við umhverfi sitt og náttúru landsins hvaða lífsstarf sem hann kann svo að velja sér. Mikilvægi þessa er sívaxandi þegar þess er gætt að víða um heim gefst enginn valkostur lengur fyrir mengun- ar sakir að lifa í sátt við náttúruna. Við mótun búnaðarnámsins ber því að taka í auknunt mæli mið af því að möguleikar okkar felast í framleiðslu ómengaðra matvæla í lítið eða sem næst óspilltri náttúru. A undanförnum árum hefur rekstr- aruinhverfi landbúnaðarins gjör- breyst, m.a. á þá leið að afurðimar eru að nokkru komnar í samkeppni við af- urðir bænda í öðru löndum. Við þess- ar kringumstæður verður krafan um aukna rekstrarfræðiþekkingu sífellt sterkari og samkeppnisstaðan og af- koma bóndans verður í framtíðinni mun háðari kunnáttu á þessum svið- um en áður var. 1 samræmi við þessa megin stefnu skiptist lokaáfangi bú- fræðinámsins eins og áður sagði í þrjú eftirtalina svið: Búfjárræktargreinar, rekstrargreinar og landnýtingu. I ár var í fyrsta sinn boðið upp á kennslu á landnýtingarsviði. Sá nem- endahópur sent valdi sér það svið í vetur hefur verið nokkurs konar til- raunahópur og hefur starfið mótast af því. Þegar skólinn loks tók á sig rögg og bauð upp á þetta námssvið var kappiö svo rnikið að við lá að allt sligaðist vegna mikils vinnuálags. En með samstilltu og skipulögðu sam- starfi nemenda og skóla tókst að sigla fleyinu heilu til hafnar og við drögum dýrmætan lærdóm af tilrauninni, sem að okkar mati tókst þannig að frá og með þessu skólaári verður landnýting eitt þriggja meginsviða í búfræði- náminu. Fyrir nokkrunt árurn hóf skólinn að bjóða nemendum sem lokið höfðu búfræðiprófi að auka við búfræði- þekkingu sína með viðbótarnámi eina námsönn. Skólinn hefur verið að þreifa sig áfram með þetta verkefni og með nýjum námsvísi fær það fastari sess en áður var. Gert er ráð fyrir all- miklu sjálfstæði í námi, og verkefni þau sem nemendur fást við eru æði viöamikil og margbrotin. Þetta gerir auknar kröfur til þeirrar umgjarðar sem náminu er búin og aukins kennsluhúsnæðis, einkum vegna verk- legrar kennslu. Þeim nemendur, sem eru þátttak- endur í þróunarferli námsbrauta, finnst oft að þeir fari einhvers á mis 456 FREYR - 12'94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.