Freyr

Árgangur

Freyr - 15.06.1994, Blaðsíða 27

Freyr - 15.06.1994, Blaðsíða 27
Uthlutun úr Minningarsjóði dr. Halldórs Pálssonar Dr. Ólafur R. Dýrmundsson ráöunautur Hinn 24. febrúar sl. var úthlutað í þriðja sinn úr Minningarsjóði dr. Halldórs Pálssonar búnaðarmálastjóra til stuðnings framförum í sauðfjárrœkt og nýtingu sauðfjárafurða. Að þessu sinni styrkti sjóðurinn gerð bœklings vegna kynningar á dilkakjöti erlendis. Minningarsjóðurinn var stofnaður 18. ágúst 1987 í lok alþjóðlegs fræða- fundar sem haldinn var til minningar unt dr. Halldór Pálsson. en hann var meðal fremstu brautryðjenda í heim- inurn í rannsóknum á vexti og kjöt- gæðum sauðfjár og mótaði öðrum fremur rannsóknir og leiðbeiningar í íslenskri sauðfjárrækt um áratuga skeið. Staðfest skipulagsskrá sjóðsins var birt í B-deild Stjómartíðinda. nr. 54, 29. janúar 1991. Framlögum í sjóðinn er veitt móttaka í gullbók nr. 226050 í Melaútibúi Búnaðarbanka Islands. Reykjavík. Stjóm sjóðsins skipa: Dr. Olafur R. Dýrmundsson (for- maður), Búnaðarfélagi Islands, Böðvar Pálsson, Stéttarsambandi bænda Einar E. Gíslason, Landssamtökum sauðfjárbænda, Olafur Sverrisson, Landssamtökum sláturleyfishafa, og dr. Sigurgeir Þorgeirsson, Rann- sóknastofnun landbúnaðarins. Fyrri úthlutanir minningarsjóðsins vom vegna kaupa á fyrstu ómsjánni hér á landi til kjötrannsókna 1990 (sjá Frey 3. tbl. 1990. bls. 112-113) og vegna verðlauna fyrir uppskriftir fyrir tilbúna rétti úr lambakjöti 1992 (sjá Feyr 1. tbl. 1993, bls. 27-30, Að þessu sinni var Kaupsýslunni h.f. veittur styrkur að upphæð kr. 430.000 til gerðar upplýsingabæklings vegna markaðsátaks erlendis og fór afhend- ingin fram í Bændahöllinni 24. febr- úar sl. Bæklingurinn sá dagsins ljós fyrir skömmu og er kominn í dreifingu erlendis í 5000 eintökum. Nú þegar hefur verslanakeðja í Bandaríkjunum beðið um 10.000 bæklinga til dreif- ingar til viðbótar og reiknar með að þurfa að nota samtals utn 40.000 ein- tök á einu ári. Bæklingurinn er mjög vandaður að gerð, litprentaður með enskum texta og hefur að geyma ýms- ar upplýsingar, m.a. um búskapar- hætti, kjötgæði og verðlaunaupp- skriftir úr samkeppni minningarsjóðs- ins 1992. Bæklingnum er ætlað að kynna hreinleika íslenskra landbúnað- arafurða meðal erlendra neytenda. Afnot af honum em heimil öllum þeinr sem hafa hug á að kynna dilka- kjöt og aðrar landbúnaðarafurðir á er- lendum mörkuðum sem hreina há- gæðavöm. Samhliða þessum bæklingi gaf Kaupsýslan h.f. út annan sem einkum er ætlaður erlendum dreifing- araðilum og matreiðslumeisturum og er sá bæklingur einnig mjög vandaður að allri gerð. Kaupsýslan h.f. áformar að gefa bæklingana út á fleiri tungu- málum ef þörf krefur, t.d. vegna Jap- ansmarkaðar, en þessir eru einkum ætlaðir Bandaríkjamarkaði. í undir- búningi er útflutningur dilkakjöts og nautgripakjöts á þann markað. Ohætt er að fullyrða að öflun mark- aða fyrir dilkakjöt og aðrar íslenskar landbúnaðarafurðir undir merkjum gæða og hreinleika er meðal hinna brýnustu verkefna. I slíkri markaðs- öflun felast helstu sóknarfærin. Erlendur A. GarAarsson forstjóri Kaupsýslunnar h.f. (t.v.) afhendir dr. Ólafi R. Dýrntundssyni. formanni stjórnar Mitminyarsjóðs dr. Halldórs Pálssonar, (t.li.) fvrsta eintak kynningarhœklingsins sem sjóðurinn styrkti. Afhendingin fór frant í hókasafni Búnaðatfélags Islands og sést hrjóstmynd af dr. Halldóri fyrir miðju myndarinnar tLjósm. jj.d.) 12'94 - FREYR 459

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.