Freyr

Árgangur

Freyr - 15.06.1994, Blaðsíða 28

Freyr - 15.06.1994, Blaðsíða 28
Bœklingar Kaupsýslunnar h.f. eru mjög vandaðir að allri gerð og gefa margvíslegar upplýsingar. Lögð er áhersla á að við eldi gripanna séu ekki notaðir hormónar og lyf og jafnframt sé heitilandið og fóðrið laust við skordýraeitur og efni til illgresis- eyðingar. (Freysmyndl. Stjóm Minningarsjóðs dr. Halldórs Pálssonar búnaðarmálastjóra óskar Kaupsýslunni h.f. gæfu og gengis í því starfi og vonar að styrkveitingin stuðli að þeirri kynningu sem afurðir íslenskra bænda verðskulda á erlendri grundu. Til sölu: David Brown 69, Ferguson 56-59 og fleiri litlar dráttarvélar, Man 19-280 með eða án búkka. Varahlutir, moksturstæki og öryggisgrindur á flestar eldri dráttarvélar. Upplýsingar í síma 96-43623. Landbúnaðarsýninng á Hrafnagili Frli. af hls 436. verða gamlar búvélar og gamlir bílar. Til sýnis verða nýir bílar, og einnig þeir sem búið er að búa sérstaklega til aksturs við erfið skilyrði. Hvað um einstaka atburði á sýningunni? Ráðstefna verður einn dag sýn- ingarinnar og verður þema hennar sameiginlegir hagsmunir landbúnaðar og ferðaþjónustu. Ræddir verða möguleikar á að nýta ferðaþjónustuna til þess að vinna markað fyrir íslensk- ar landbúnaðarvörur. Einnig verða á hverjum degi sér- stakir atburðir og má þar nefna iifandi tónlist, sýningar tengdar hestum, jepparall, vélsleðaakstur á Eyja- fjarðará, kvöldvökur og fleira. Hvernig er þátttakan? Undirtektir hafa verið góðar og ljóst að mæting er góð. Endanlegur fjöldi þátttakenda liggur þó enn ekki fyrir þar sem frestur til að tilkynna þátttöku er ekki liðinn. Vissir þú að æfingahólf til að venja búfé við rafgirðingar á að vera lítið, í sjónmáli frá bæ og mjög vel girt með a.m.k. 5 strengja rafgirðingu eða venjulegri girðingu með straumvír innan við! [föTjjfmg&tegTttftTgm byggingavörur Sauðárkróki. Sími: 95-35200 MOLflR Svíar sœkjast eftir vistvœnu kjöti Eftirspurn eftir vistvænt ræktuðu kjöti eykst hratt á Stokkhólmssvæð- inu að því er Land -Landbruk herm- ir. Þess vegna hyggjast Svíar gera átak til þess að auka framleiðslu á vistvænu kjöti. Nú eru aðeins 215 viðurkenndir vistvænir kjötfram- leiðendur í allri Svíþjóð, flestir í grennd við stærstu borgirnar. Slátur- húsin eru heldur ekki sérstaklega áfram um að markaðssetja og selja kjöt frá vistvænum búum því að magnið er lítið og sláturkostnaður því hærri. 460 FREYR - 12'94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.