Freyr

Árgangur

Freyr - 15.06.1994, Blaðsíða 29

Freyr - 15.06.1994, Blaðsíða 29
Aukabúgrein: hákarlsverkun Freyr í heimsókn í Bjarnarhöfn Líklego eru þeir ekki margir bœndurnir sem hafa hákarlsverkun að aukabúgrein en það gera feðgarnir í Bjarnarhöfn. í Bjamarhöfn á Snæfellsnesi norð- anverðu búa hjónin Hildibrandur Bjamason og Hrefna Garðarsdóttir, sonur þeirra Brynjar og kona hans Sigríður Herborg Sigurðardóttir. Bjamarhöfn er landnámsjörð Bjamar austræna og höfuðból og stórbýli um aldir, enda er land jarðarinnar mikið og gott. Jörðinni fylgja nokkrar eyjar og hólmar og þar voru áður, auk gras- nytja, hlunnindi mikil af æðarvarpi, selveiði, fuglatekju og veiðiskap. Vel er hýst í Bjamarhöfn og er þar nú aðallega búið með sauðfé og hross. Þar eru einhver mestu fjárhús á land- inu, reist 1974 fyrir 700-800 fjár, en síðan hefur áhöfn á jörðinni skerst eins og annarsstaðar vegna samdráttar í landbúnaði. Við þessu hefur Hildi- brandur brugðist með því að leita ann- arra leiða til lífsviðurværis, og í Bjamarhöfn er nú rekin ferðamanna- móttaka. Feðgamir í Bjamarhöfn verka hákarl í stómm stíl og leggja það á sig að fara um flestar helgar með fram- leiðsluna alla leið til Reykjavíkur og selja hana í Kolaportinu. Hákarlinn kaupa þeir að og verka heima. Hákarlsverkunin skiptir miklu fyrir afkomu fjölskyldnanna í Bjamarhöfn og telur Hildibrandur hana standa undir rúmu einu ársverki. Fyrir ofan bæinn í Bjamarhöfn er gríðarstór hjallur sneisafullur af hákarlsbeitum og auk þess er nýbúið að stúka sundur vélageymsluna fyrir hákarlsverkun og einangra hluta af henni fyrir ferða- mannamóttöku. Margir vegfarendur leita heim að Bjamarhöfn til að forvitnast um há- karlsverkunina enda vísar snyrtilegt og glöggt vegarskilti við þjóðveginn á staðinn og þá þjónustu sem þar er í boði. Kirkja hefur verið í Bjamarhöfn frá því snemma í kristni í landinu. Nú er þar lítil timburkirkja, afar merkileg sem geymir foma og fáséða gripi og margir koma til að skoða þetta gamla guðshús. ÞaS er matarlegt umhorfs í hákarlshjallinum í Bjarnarhöfn (Freysmynd) DRÁTTARVÉLA- OG VINNUVÉLA- HJÓLBARÐAR EIGUM MIKIÐ ÚRVAL HJOLBARÐA UNDIR ALLAR GERÐIR ÖKUT/EKJA. HAGSTÆTT VERÐ GÚMMÍVINNSLAN HF. Réttarhvammi 1 - Akureyri - Sími 96-12600 12'94-FREYR 461

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.