Freyr

Árgangur

Freyr - 15.06.1994, Blaðsíða 31

Freyr - 15.06.1994, Blaðsíða 31
Forrit fyrir hrossarœktendur Jón Baldur Lorange er aðalforritari Einka-Fengs. Freysmynd. nautur er Kristinn Hugason, hrossa- ræktarráðunautur Búnaðarfélags Is- lands. Vönduð handbók fylgir forrit- inu. en hana samdi og setli upp Jón Baldur Lorange. Utgáfa 0.7 af Einka-Feng er prufu- útgáfa, en stefnt er að því að fullpróf- uð útgáfa 1.0 komi á markað fyrir ára- mót. Verð á Einka-Feng 0.7 er kr. 15.000.- m. vsk. og ársáskrift að gagnauppfærslu kostar kr. 5.000 m. vsk. Leitið frekari upplýsinga hjá Búnaðarfélagi Islands í síma 91- 630300. Búnaðarfélag íslands býður nú til kaups forritið Einka-Feng, sem er fvrir einmenningstölvur. Forrit- ið má keyra á einmenningstölvum með minnst 640 Kb. vinnsluminni. Ágætur vinnsluhraði fæst með tölvum með örgjörvanum 80386 þó vel sé unnt að nota forritið á tölvum með minni örgjörva. Diskarými verð- ur að vera minnst 20 MB: Einka- Fengur heldur utan um yfirgripsmesta og öruggasta gagnasafn um íslenska hrossarækt sem til er í dag. Forritið gefur hrossaræktendum og áhugafólki um hrossarækt aðgang að geysimikilli og aðgengilegri vitneskju um íslensk hross, svo sent um ættir hrossa, eig- endur og eiginleika. Jafnframt því að opna notendum aðgang að hinu mikla gagnasafni Búnaðarfélags Islands um hrossarækt getur hver og einn auðgað gagnasafnið með sínum upplýsingum. Árlega fá síðan eigendur Einka- Fengs, sem eru áskrifendur að gagna- uppfærslu, uppfærslu af gagnasafn- inu. Hér eru m.a. kynbótadómar hvers árs og viðbætur frá þátttakendum skýrsluhaldsins, upplýsingar um frost- merkingar og nýtt kynbótamat. Einka-Fengur er að grunni hið sama forrit og forritið Fengur sem hefur verið í notkun hjá Búnaðarfélagi ís- lands frá árinu 1991 sem aðalskýrslu- haldskerfi í hrossarækt. Forritið er gert í tölvudeild Búnaðarfélags ís- lands og aðalforritarinn er Jón Baldur Lorange kerfisfræðingur og forstöðu- maður tölvudeildarinnar. Fagráðu- DEUTZ-FAHR SLATTUÞYRLURNAR: Sláttu|^^H sem bera af! wmmmmmmmmmmm al3»3ÓR Sterkbyggðustu sláttuþyrlurnar á markaðnum ■ Vinnslubreiddir 1,65m og 1,85m. ■ Sérstaklega sterkbyggðar og vandaðar að allri gerð. ■ DEUTZ-FAHR gæði. ■ DEUTZ-FAHR sláttuþyrlurnar bjóðast nú í takmarkaðan tíma á sérstöku tilboðsverði sem er langtum lægra en þekkst befur fyrir sambærilegar vélar. Hafið samband við sölumenn okkar og fræðist nánar um þessar sérstöku sláttuþyrlur frá DEUTZ-FAHR. DEUTZ ÞÓR HF. - REYKJAVÍK - Ármúla 11 - Sími 91-681500 ÞÓR HF. - AKUREYRI - Lónsbakka, Glæsibæjarhreppi - Sími 96-11070 12'94 - FREYR 463

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.