Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1994, Blaðsíða 2

Freyr - 01.07.1994, Blaðsíða 2
Ylfa, Fellsási 3 Mosfellsbœ, tík afíslensku fjárhundakyni frá Ólafsvöllum. Eigandi Guðný Dóra Kristinsdóttir. Vísindaleg rœktun íslenska fjár- hundsins verður að veruleika Nýlega tókust samningar milli „Fjára“, sem er klúbbur eigenda og rœktenda íslenska fjárhundsins og Búnaðarfélags íslands um eflingu kynbóta á íslenska fjárhundinum. Samningurinn miðar að skipulögð- um kynbótum á stofninum og mun starfið byggjast á lögmálum erfða- fræðinnar og vera framkvæmt með svipuðum hætti og gert er í hrossa- ræktinni hér á landi. I skipulagsnefnd þessa samstarfs sitja Kristinn Huga- son, hrossaræktarráðunautur af hálfu BÍ og Jóhanna Harðardóttir formaður og Þórir ísólfsson, bóndi Lækjamóti, af hálfu Fjára. Nákvœm gagnaskráning Verið er að hanna hugbúnað sem nýtist við allt skýrsluhald unr hundana og er það hliðstætt gagnavörslukerfi því sem notað er við skýrsluhald í hrossarækt. Byrjað er að safna upp- lýsingum um hreinræktaða íslenska hunda. Gögn um hundinn hafa hingað til verið lítil sem engin og auk þess óaðgengileg og vegna skorts á upp- lýsingum hefur verið óvinnandi vegur að skipuleggja eiginlegar kynbætur. Tölvuforritið sem Búnaðarfélagið hefur hannað í samstarfi við undir- búningsnefnd Fjára rúmar mjög ná- kvæmar skráningar unr ættir og ein- stök dýr og þar verða skráð nákvæm einkenni hvers hunds ásamt dómum um hann til að nota við kynbætur í framtíðinni. Tölvuforrit þetta verður einnig notað til skráningar fyrir Smalahundafélag fslands og jafnvel fleiri aðila senr þess rnyndu óska. Fjári mun með aðstoð BÍ afla upp- lýsinga, eigendum íslenskra fjárhunda að kostnaðarlausu, en þær verða síðan varðveittar í Búnaðarfélaginu sem þjóðareign um ókomna tíð. Einstaklingsdómar Verið er að hanna nákvæmt stigun- arkerfi fyrir einstaklingsdóma hunda. Dómskerfi þetta er byggt upp á stiga- gjöf sem unnin er út frá ræktunar- markmiði hundsins. Lagt er mat á alla helstu eiginleika hundsins sköpulag og lundemi. Hingað til hafa erlendir dómarar skoðað íslenska fjárhunda og hafa gefið huglægt mat á hundakyni sem þeir þekkja lítið sem ekkert. Dóntar 466 FREYR - 13-14*94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.