Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1994, Blaðsíða 3

Freyr - 01.07.1994, Blaðsíða 3
Merki „hjára". og dómsorð liafa verið loðin og lítt til að byggja á kynbótamat. Hingað til hefur aðeins lítill hópur íslenskra fjárhunda verið dæmdur, þar sem stór hluti eigenda íslenskra fjár- hunda hefur ekki haft áhuga á fjölda- sýningum þeim sem hingað til hafa farið fram í hundaræktinni og þess vegna aldrei mætt til dóms með hunda sína. Þetta hefur skapað þann vanda, að eiginleikar stærsta hluta hundanna eru lítt þekktir og nýtast því ekki til undaneldis sem skyldi. I haust verður unnið að því að þjálfa matsmenn og ef allt gengur að óskum verður þá farið um landið og íslenskir fjárhundar dæmdir. Fyrst um sinn verður það gert eigendum að kostnaðarlausu til að ná sem flestum hundum inn til skráningar. Hörð samkeppni Á undanfömum árum hafa verið ilutt til landsins á þriðja tug hunda- kynja og er íslenski fjárhundurinn í mikilli samkeppni við þau eins og nærri má geta. Þrátt fyrir það hefur lítið verið unnið að markaðssetningu hundsins, en án hennar er markviss ræktun ógerleg. Stofninn er lítill og til þess að ná framförum þarf viðkoman að vera nægileg og undaneldisdýr val- in af kostgæfni. Markaður fyrir hund- inn er því skilyrði fyrir framförum í kynbótum og öfugt. Nú er að hefjast skipulögð kynn- ingarstarfsemi innanlands og utan með stuðningi Búnaðarfélags Islands til að efla markaðssetningu íslenska fjárhundsins. Búnaðarfélag Islands mun á næst- unni hefja útgáfu upprunavottorða íslenskra fjárhunda, en það verður í tengslum við þá gagnaskráningu í hundaræktinni sem unnin er innan félagsins. Stjóm Fjára mun halda skrá yfir ræktendur innan félagsins og verður þar hægt að leita sér upplýsinga um got. Fylpinninn Nýtt blátt fylpróf. Bláir punktar segja til um fylfylli eftir 1 klst. Fæst í Verslun HESTAMANNSINS, Ármúla 38, Reykjavík, s: 91-681146. Sent í póstkröfu. Isteka hf. Grensásvegur 8,108 Reykjavík, s: 91-814138, fax: 91-814108 13-14'94 - FREYR 467

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.