Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1994, Blaðsíða 7

Freyr - 01.07.1994, Blaðsíða 7
______________FRÁ RITSTJÓRN________ Nýir straumar í landbúnaði til umrœðu á ráðstefnu á Sauðárkróki Lykillinn að framförum í landbunaði felst í aukinni þekkingu, rannsóknum, tækni og mark- aðsmálum. Þetta var grunnþema og niðurstaða ráðstefnu og kynningar um málefni landbúnaðar- ins sem haldin var þann 10. júní sl. á Sauðár- króki. Einkunnarorð ráðstefnunnar voru “Landbúnað- ur 2000 - þekking, tækni og framfarir”. Að henni stóðu Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Háskóli íslands, Bændaskólinn á Hólum, Kaup- félag Skagfirðinga og fleiri, en hópur áhuga- rnanna frá þessum stofnunum undirbjó ráðstefn- una. Hana sóttu um hundrað og fimmtíu manns. Sérfræðingar og fagmenn á sviði landbúnaðar fluttu fyrirlestra um sérsvið sín, alls 16 erindi. Þar var að mörgu leyti sleginn nýr og bjartsýnn tónn í málefnum landbúnaðarins. Framsögumenn töldu að hreinleiki, heilbrigði búfjár og framleiðsla á náttúrlegum afurðum eigi að vera forgangsatriði í búskap hér á landi, rann- sóknir eigi að miða að aukinni hagkvæmni, stefna verði að meiri afurðum eftir færri gripi; efla þurfi menntunarmál landbúnaðarins og leggja aukna áherslu á hagkvæmni í rekstri ein- stakra búa. Margt bendir til að kornverð í heiminum muni hækka eftir því sem ræktað land dregst saman og stærri hluti þess fer til að framleiða korn til manneldis. Kjötframleiðsla flytjist þá til norð- lægari landa, gripir verði í vaxandi mæli fóðraðir á gróffóðri og minna gefið af kjarnfóðri. Þetta var eitt af því sem kom fram í máli Torfa Jóhannessonar hjá Rannsóknastofnun landbú- naðarins. Taldi hann að vænta mætti breytinga á framleiðslustefnu í landbúnaði til þess að koma til móts við vaxandi kröfur markaðarins um hreinleika, og að hollustukröfur um hámarks- framleiðslu muni víkja fyrir strangari kröfum um gæði búvöru og betri meðferð og aðbúnað á búfé. Var það álit ræðumanns að þetta væru góð tíðindi fyrir íslenskan landbúnað. Olafur Valsson dýralæknir, sem starfað hefur hjá embætti yfirdýralæknis en er nú héraðsdýra- læknir í Svarfaðardal, sagði að ákveðin vakning væri fyrir gildi góðrar umönnunar búfjár og holl- ustu við búvöruframleiðslu; heilbrigði búfjár skipti miklu máli og að strangar kröfur verði gerðar um að engar lyfjaleifar finnist í matvæl- um. Emma Eyþórsdóttir frá Rannsóknastofnun landbúnaðarins benti á að aukin nyt eftir hverja kú frá 1981 til 1993 væri að mestu leyti kynbót- um að þakka. Hún sagði að nýjar aðferðir hefðu komið fram í ræktun búfjár á undanfömum árum. Áslaug Helgadóttir hjá Rala ræddi um að farið væri að flytja erfðavísa milli plantna til að mynda stofna sem henti betur íslenskum aðstæð- um sem en verið hefur. Magnús B. Jónsson talaði um menntun í landbúnaði og kom þar margt at- hyglisvert l'ram. Hér er ekki kostur að rekja einstök erindi l'rekar, en nokkur þeirra verða væntanlega birt í Frey smám saman. Þess má aðeins geta að á ráðstefnunni var m.a. fjallað um bleikjueldi, notkun jarðvarma til að rækta hlýsjávarfiska, markaðsmál, íslenska hestinn, vistvænan land- búnað, ferðaþjónustu og landbúnaðinn í al- þjóðlegu samhengi. Það var mál manna að ráð- stefnan hefði tekist með ágætum og að hún hafi að ýmsu leyti verið tímamótaviðburður. Glœsilegt landsmót hestamannafélaga Landsmót hestamanna á Gaddstaðaflötum við Hellu var tvímælalaust eitt hið glæsilegasta sem nokkru sinni hefur verið haldið hér á landi. Bar þar margt til: einmuna blíða alla mótsdagana, frábærlega góð hross og gott starf mótshaldara við undirbúning og framkvæmd mótsins. Á þessu landsmóti kom glöggt í ljós hve úrvalshrossum hefur fjölgað og hve miklum árangri og framförum ræktunarstarfið skilar. Hross í kynbótaútreikningum eru nú rúm 34000 hér á landi og hefur fjölgað um helming á tveimur árum. Framfarir hafa einnig orðið miklar í reiðmennsku og þjálfun. Landsmótið staðfesti þá grósku sem nú er í hrossarækt hér á landi. J.J.D. 13-14*94 - FREYR 471

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.