Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1994, Blaðsíða 17

Freyr - 01.07.1994, Blaðsíða 17
Garðyrkjan er nokknð sér u parti i samfélagi bœnda. (Freysmynd) ara kerfi. Ég taldi alveg öruggt að slík breyting tæki mið af þörfum allra búgreina, þ.á.m. garðyrkjunnar. Mér fannst þetta mjög aðkallandi fyrir okkur vegna veikrar stöðu greinarinn- ar t.d. í EES og GATT. Nú hafa bændur verið spurðir hvort þeir vilji framangreinda sameiningu og flestir svöruðu þessu játandi sem kunnugt er. Fyrir liggur að aðalfundur Stéttar- sambandsins og auka Búnaðarþing afgreiði málið t' lok ágúst, og sem vinnuplagg þar verða drög að sam- þykktum vegna sameiningarinnar sem samþykkt voru á Búnaðarþingi í mars. Ég geri mér Ijóst að sameiningar- nefnd BÍ og SB hefur verið að fást við erfitt og viðkvæmt verkefni. en ég get ekki leynt vonbrigðum mínum yfir því hve óljós staða lítilla búgreina er nú sem fyrr. Fátt hefur breyst hvað okkur varðar: eftir sem áður er heimild fyrir því að búgreinasamband fari með forræði greinar sinnar á tilteknum sviðum (3. gr.) og gert er ráð fyrir fagráðum (11. gr.). Framtíöin I ræðu og riti hafa forystumenn okkar bænda lagt áherslu á að mikil- vægasta atriðið við sameininguna sé það að í Bændasamtökum íslands geti bændur þjappað sér saman og staðið sterkari en fyrr. Ég er einn af þeim garðyrkjubændum sem vilja enga samleið með öðrum bændum. Þess vegna vona ég að lögð verði mikil og vönduð vinna í að tengja búgrein eins og okkar við stjómkerfi hinna nýju samtaka. Þar verða allar boðleiðir að vera skýrar, stjómir og starfsmenn færir um að skilgreina vandamálin og bregðast skjótt við þegar þess er þörf. Sú vinna hefur því miður ekki farið fram ennþá. Greinarhöfimdur er garðyrkjuhóndi. Hann á sæti í Framleiðsluráði tandhún- aðarins. er stjórnarmaður í Samhandi garðyrkjuhænda og fyrrverandi kennari við Garðyrkjuskóla ríkisins. 13-14*94 - FREYR 481

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.