Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1994, Blaðsíða 19

Freyr - 01.07.1994, Blaðsíða 19
Alkvœði lalin í Reykjavík að lokinni skoðanaköiinnn. F.v. Bjarni Konráðsson, Guðmundur Stefánsson, Jónas Jónsson, Eiríkur Helgason, Gylfi Orrason og Hákon Sigurgrímsson, (Freysmynd) einstökum búgreinum og stétt bænda sem heild, að íhuga hvort verkefna- skipting milli búgreinafélaga og nú- verandi Stéttarsambands skili ekki helst þeim spamaði og aukinni skil- virkni sem bændur eru í raun að óska eftir og stéttinni væri heillavænlegast. Jafnframt má telja eðlilegt að þau samtök sem sæju um leiðbeininga- þjónustu og rannsóknaverkefni tengd- ust með stjómunarlegum hætti búgreinafélögum og bændaskólum auk búnaðarsambanda sem alfarið kjósa nú til Búnðarþings. Ekki er sjá- anlegt að fyrirhuguð samtök séu spor í áttina eða grundvöllur fyrir svo sjálf- sögðunt hlut, heldur þvert á móti. Ekki verður hjá því komist að hugleiða í alvöru þegar ætluð samein- ing er til umræðu, hvort stuðningur ríkis við leiðbeiningaþjónustu verði ekki enn ótryggari ef sami aðili fer með stéttarbaráttu og peningalega forsjá fyrir hönd ríkisvalds. í þessu efni getur enginn spurt nema sjálfan sig og þá um leið hvort stéttin hefur efni á að taka áhættuna. I mínum huga er lítt rædd samein- ing stórmál fyrir bændur og landbún- að, sem þyrfti meiri og verðugri um- ræðu en verið hefur hingað til þar sem hugsanlegir kostir og augljósir gallar væru meira ígrundaðir. Stöndum saman um að velja þá uppbyggingu félagskerfis sem stjóm- að verður af bændum og staðið getur traustum fótum með góðri tengingu milli þeirra sem með umboð fara og umbjóðenda. Byggjum félagskerfi sem er auðskilið, ódýrast og stjórn- endum viðráðanlegt. Það er nær okkur en suntir halda. Greinarhöfundur er bóndi í Birkihlíð í Súgandafuði. Hann sai ivö kjörtímabil á Búnaðarþingi og hefur átt sœti í stjórn Stéttarsambands btenda síðan 1987. Bœndur bjóða heim Norðmenn hafa sl. 7 ár helgað sér einn dag á ári og kalla hann opinn sveitabæ. Reynsla þeirra er sú að þarna hafi þeir fundið bestu leiðina til að byggja upp jákvæða ímynd landbúnaðar í huga almennings og þá ekki hvað síst barnanna, neyt- enda framtíðarinnar. Einstaka bændur á Islandi hafa að eigin frumkvæði opnað bæi sína en aldrei hefur verið um sameigilegt átak að ræða á þessu sviði. Arið 1988 gerði Upplýsingaþjón- usta landbúnaðarins samning við nokkra bændur í næsta nágrenni Reykjavíkur um að taka á móti leik- og grunnskólabömum ákveðinn tíma á vorin. Vorheimsóknir þessar hafa notið síaukinna vinsælda og eru í mörgum skólum orðnar að föstum lið í starfinu. Upplýsingaþjónusta landbúnaðarins hefur í samráði við nokkra bændur sem hafa reynslu af því að opna bæi sína, haft samband víð bændur víðs vegar á landunu og kannað áhuga þeirra á að taka þátt í fyrstu tilraun að "bændadegi". Ætlunin er að feta í fótspor Norð- manna og gera þetta að árvissum við- burði. Reynslan í ár yrði að sjálfsögðu notuð til að vega og meta hvort rétt hafi verið að þessu staðið og reyna að gera enn betur næst. Markmiðið er auðvitað að fá sem flesta til að kynn- ast sveitum landsins og að fjöldi þeirra sveitabæja sem opna dyr sínar fyrir þéttbýlisbúum aukist ár frá ári. Til þess að "bændadagur" nái tilætl- uðum árangri, verða bændur að líta á hann sem sinn dag og gera sér góða grein fyrir því að þeir eru að auglýsa og kynna "hreina matvöru" sem fram- leidd er í hreinu umhverfi. Með þessu móti fá bændur einnig tækifæri til þess að spjalla við fjölda fólks og gera því grein fyrir því merka starfi sem fram fer í sveitum landsins. Upplýsingaþjónusta landbúnaðarins mun sjá um samræmingu og urn að auglýsa daginn upp og gefa út prent- efni og veggspjöld í tilefni dagsins; að öðru leyti verður það sem fram fer þennan dag alfarið í höndum bænda sjálfra. Upplýsingaþjónusta landhúnaðarins. MOlflR Ostasalan 1993: 12,45kg á hvern íbúa Ostasala hér á landi jókst umtals- vert á árinu 1993 eins og svo mörg undanfarin ár. Alls jókst salan um 225 tonn eða um 7%. Meðalneysla á hvern íbúa landsins var 12,45 kg, en var 11,8 kg á árinu 1992. 13-14*94 - FREYR 483

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.