Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1994, Blaðsíða 20

Freyr - 01.07.1994, Blaðsíða 20
Grœni geirinn Agúrkur í gróöurhúsi í Artúni í Ölýusi. Freysmynd-JJ.D. Úr þingsályktun um manneldis og neyslu- stefnu stiórnvalda 1989 - Að fæðuval sé fjölbreytt og kjarngott. - Að neysla hvers einstaklings miði að því að viðhalda æskilegri líkams- þyngd. - Að neysla kolvetna sé aukin, einkum úr grófu korni, kartöflum, grænmeti og ávöxtum en sykurneysla minnki til muna - Að hvíta (prótein) verði áfram rífleg í fæðu landsmanna. - Að dregið verðu úr neyslu á fitu, einkum mettuðum fituefnum. - Að takmarka saltnotkun. - Að haft sé strangt eftirlit með matvælum með tilliti til smit- hættu, aukaefna og aðskota- efna sem hættuleg geta verið heilsu manna. íslendingar borða lítið grœnmeti Umfangsmikil rannsókn sem gerð var á vegum heilbrigðisyfirvalda á neysluvenjum Islendinga leiddi í ljós að grænmetisneysla okkar er lítil eða að meðaltali aðeins 71 gramm á dag á íbúa og eru þá kartöflur ekki meðtald- ar. Væn gulrót er um 100 grömm að þyngd! Til samanburðar má nefna að meðalneysla Dana er 123 grömm á dag og Norðmanna 140 grömm á dag. I könnuninni var grænmetisneyslunni skipt í gróft/trefjaríkt og fínt/trefjas- nautt grænmeti. Af fínu grænmeti borðum við 21 gramm á dag og af grófu 50 grömm dag hvem. Konur neyta almennt meira grænmetis en karlar. Náttúrleg afurð Islensk garðyrkja hvílir á nátt- úrulegum grunni. Við framleiðsluna er notað umhverfisvænt rafmagn og jarðhiti, auk þess sem eiturefnanotkun er í lágmarki. Þá eru framleiðslu- einingamar tiltölulega smáar og Ííf- ræn mengun af þeim sökum lítil sem engin. Innflutt grænmeti og blóm eru í langflestum tilvikum framleidd með aðstoð ýmissa efna sem af heil- brigðisástæðum er bannað að nota hér á landi. Með þeim hætti tekst er- lendum framleiðendum að halda af- föllum í lágmarki og lækka fram- leiðslukostnað. Hvað gæði snertir er íslensk fram- leiðsla fyllilega samkeppnisfær og meira en það. Það eina sem mælir í raun gegn innlendri framleiðslu er óhagstætt rekstrarumhverfi. Lækkun á 484 FREYR- 13-14*94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.