Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1994, Blaðsíða 22

Freyr - 01.07.1994, Blaðsíða 22
í gróðurhúsunum í Árlúni í Ölfusi er verið að bera sanian hefðbuiulna frœvun og hunangsflugnafrœvun. Freysmyiulir. Smávaxin nytjadýr í grœnmetisrœkt íslendingar borða helmingi minna af grænmeti en nágranna- þjóðirnar og eru enn langt frá markmiðum manneldi.sráðs um æskilega daglega neyslu grænmetis. Nú stendur yfir átak til þess að auka grænmetisneyslu þjóðarinnar og í tengslum við það var fjölmiðlafólki boðið í kynnisferð í gróðurhús á Suðurlandi í maí sl. í Ártúni. í garðyrkjustöðinni í Artúni í Ölfusi er verið að prófa hungangsflugur til þess að fræva tómatplöntur, en fram að þessu hafa garðyrkjubændur beitt til þess sérstöku tæki, s.n. titrara. Hefur þá þurft að hrista plönturnar, a.m.k. annan hvem dag, og það er tímafrekt og dýrt. Hjá feðgunum Friðriki Friðrikssyni og Friðriki R. Friðrikssyni í Artúni eru tvö 600 fermetra gróðurhús og fer Irmgangurinn að hunangsflugnabúinu í Arlúni líkisl dyruni á húsuni hjá múslím- um. nú fram samanburðarathugun á annars vegar hefðbundinni frævun og hins vegar hunangsflugnafrævun og verða borin saman magn og gæði tómata- uppskerunnar. Hunangsflugubúin eru llutt inn frá Hollandi og getur hvert flugnabú frævað 2000 fermetra gróðurhús í um 6 vikur. Bóndinn greiðir ákveðna upphæð fyrir hvem fennetra. Á Melum. Meindýr eitt að nafni „hvíta llugan" hefur borist liingað til lands með inn- fluttum blómum og er hún vágestur í plöntum tómatbænda. Fram að þessu hafa bændur varist hvítflugunni með því að úða vamarefnum á plöntumar en beita nú gegn henni sníkjuvespu nokkurri sem verpir í lirfur flugunnar. og hefur tekist að hefta útbreiðslu hennar á þann hátt. 486 FREYR- U-14'94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.