Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1994, Blaðsíða 23

Freyr - 01.07.1994, Blaðsíða 23
Ragnar Kristjánsson garöyrkjukandidat á Jörfa segir frá því hvernig sníkju- vespum er beitt á blaðlús. í bauknum sem hann heldur á eru sníkjuvespur. Á Jörfa. Hjónin Georg Ottósson og Guð- björg Runólfsdóttir á Jörfa rækta papriku og buðu fjölmiðlamönnum upp á hressandi drykk í skreyttum paprikum. í gróðurhúsunum á Jörfa eru sníkjuvespum beitt á blaðlús. Brynja Hjálmtýsdóltir frá Sambandi garðyrkjubœnda með frískandi drykk í skreyttri papriku. Þegar lokið var við drykkinn voru umbúðirnar borðaðar. Sannarlega umhverfisvœnt! Eins og hér hefur verið rakið er líf- rænum vörnum beitl á þessum tveim síðastnefndu garðyrkjustöðvum gegn nteindýrum í grænmeti. Georg og Guðbjörg á Jörfa stunda paprikurœkt en einnig úlirœktun og rœkta m.a. kínakál. Sveppir verða œ vinsœlli til matar Flúðasveppir anna 3/4 af neysluþörf þjóðarinnar fyrir þó vöru. Sveppir frá Flúðum eru landsþekkt gæðavara; þeir eru ræktaðir þar sem heitir að Undirheimum á Flúðum í Hrunamannahreppi. Þar býr Ragnar Kristjánsson sveppabóndi og hefur ræktað sveppi í rúinan áratug. Fyrirtækið gengur vel og annar þrem fjórðu hlutum af sveppamarkaðnum hér á landi. Þar eru um 20 manns á launaskrá. Undirheimamenn framleiða sjálfir sinn rotmassa til ræktunarinnar úr íslenskum hálmi. heyi og hænsnaskít og brúka til þess á ári hverju3000 rúllur af fyrstnefndu hráefnunum og 150-160 tonn af hænsnaskít. Eru þeir mestir heykaupamenn á landinu. Fyrirtækið frameiðir um fjögur tonn af sveppum á viku, en 11 vikur tekur að rækta þá í jafnmörgum klefum þar sem hver tekur við að öðrum. J.J.D. Lífsferill hunangs- flugunnar Drottningarnar koma úr dvala á vorin, byggja sér einskonar hreiður og stofna bú. I fyrstu er búið aðeins einn hunangspottur og frjókomskaka með lirfum í . Fyrstu vinnudýrin klekjast út u.þ.b. 3 vikum eftir að drottningin hefur verpt fyrstu eggjunum. Drottn- ingin heldur áfram að verpa eggjunt og nýir hópar af vinnudýrum klekjast út yfir sumarið. Búið stækkar og inni- heldur nú fleiri hunangspotta og sérstaka frjókomapotta. I júlí hættir drottningin að verpa frjóvguðum eggjurn. Nú verpir hún aðeins ófrjóvguðum eggjum, sem þroskast í karldýr. Eftir eitt klak af karldýrum (stundum fleiri) verpir drottningin aftur frjóvguðum eggjum, sem þrosk- ast í „nýjar“ drottningar. Nýju drottningamar og karldýrin yfirgefa búið. Drottningamar para sig og leggjast í dvala. „Gamla“ drottn- ingin. vinnudýrin og karldýrin deyja síðan. 13-14 94 - FREYR 487

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.