Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1994, Blaðsíða 32

Freyr - 01.07.1994, Blaðsíða 32
Steinefnaþarfir svína Pétur Sigtryggsson Tafla 1. Steinefnaþarfir svína, magn í FEs Fullorðin svfn Smágrísir Ungir grísir Slátursvín 25-95 kg Slátursvín 50-95 kg Calcium, g 8,08,5** 8,0 7,5 6,0 Fosfor, g 6,57,5** 6,5 6,0 5,0 Natríum, g 1,51,5 L5 1,5 1,5 Klór, g 2,52,5 2,5 2,5 2,5 Kalium. g 2,52,5 2,5 2,5 2,5 Magnesium, g 0,4 0,4 0,4 0,4 0,4 Járn, mg 80 150*) 80 80 80 Kopar, mg 6 6 6 6 6 Magnan, mg 40 40 40 40 40 Zink, mg 100 100 100 100 100 Joð, mg 0,2 0,2 0,2 0,2 0,2 Selen, mg 0,1 0,1 0,1 0,1 0,1 * Af jámi þarf að vera að minnsta kosti 100 mg af léttuppleysanlegu jámi. ** í fóðri smágrísa sem færðir eru frá 3-5 vikna gamlir nægir 6,5g af kalcíum og 6,0 af fosfór. Heimild: “Svinets pasning”, bls. 65, Landbrugets Rádgivningscentcr, 1990. Steinefni eru frumefni og fjöldi þeirra hefur áhrif á þrif og fram- leiðslugetu dýra. í Danmörku eru 12 af þessum steinefnum notuð í töflur yfir fóðurþörf svína. Pessum 12 steinefnum er skipt í tvo hópa: svokölluð makrósteinefni eða stein- efni, sem verða að vera í talsverðu magni í fóðri dýra og mikrostein- efni eða snefilefni, sem aðeins þarf lítið magn af í fóðri. Makrosteinefni: kalsíum, fosfór, natríum, kalíum, klór, magnesíum. Snefilefni: járn, kopar, mangan, zink, joð og selen. Steinefni er víðsvegar í líkamanum og hafa þýðingu fyrir margs konar störf líkamans. Þannig eru steinefni nauðsynleg fyrir efnaskipti í líkaman- um, meðal annars þar sem steinefni eru liluti af mörgum hvötum líkam- ans. Einnig eru steinefni nauðsynleg svo sem fyrir frjósemi, beinaupp- byggingu, flutning á súrefni, myndun fruma og margt fleira. Almennt má segja að skortur á steinefnum valdi litlum vaxtarhraða, mikilli fóðurnotk- un, slæmu ásigkomulagi og frjósemis- vandamálum. Kalsíum I líkama dýra er meira af kalsíum en nokkru öðru steinefni. Um 1% af líkamanum er kalsíum þar af er um 99% í beinum og um 1% í líkams- vökvum. Uppsog á kalsíum fer fram í ristlin- um og aftast í smáþörmunum, en nýt- ing á kalsíum er breytilegt eða frá 20- 60%. Ýmislegt getur haft áhrif á nýtingu kalsíum; meðal annars minnkar upp- taka á kalsíum ef: 1. Kalsíum/fosfor-hlutfallið í fóðr- inu er of hátt. en það á að vera 1,1-1,3. 2. Fytinsýra í fóðrinu en hún mynd- ar óuppleysanlegt kalsíumfytat í þörmunum. 3. Sýrustigið er of hátt eða innihald þarmanna of lútarkennt. 4. Próteininnihald fóðurs er of lágt. 5. D-vítamínmagnið í fóðrinu er of lágt. Svínin geta þjáðst af skorti á kalsíum þó að nægilegt magn sé af kalsíum í fóðrinu, ef of lítið er af D- vítamíni í fóðrinu eða skjaldkirtillinn framleiðir of lítið magn af hormóninu tyrosyn. Ef lítið er af kalsíum í blóði dýra þá losa þau kalsíum úr beinagrindinni. Fyrsta vísbending um að of lítið af kalsíum sé í blóðinu er krampakendur samdráttur í vöðvum. Ef skortur á kalsíum í blóði dýra er langvarandi, verða beinin lin eða stökk. Þessu fylg- ir oft helti og eymsli í beinum og af- lögun á allri beinagrindinni eða með öðrunt orðunt beinkröm. Beinkröm getur líka stafað af skorti á D-vítamíni og fosfór. Of mikið magn af kalsíunt í fóðri hindrar uppsog annara steinefna t.d. zinks. Ef mikið rnagn af kalsíum er í fóðrinu eða meira en 10 g kalsíum í 1 FEs, er hætta á að myndist óupp- leysanleg kalsíum - fosfatsölt í þörm- ununi. Fosfór Fosfór og kalsíum eru aðalhluti beinagrindarinnar. Um 75% af fosfór líkamans er í beinum og tönnum. Fosfór er mikilvægur fyrir beinvefinn, nýtingu orku fóðursins, flutning á fitusýrum um líkamann og ntyndun aminósýra og próteins. Ennfremur er fosfór mikilvægur hluti kjamasýra. Fosfór sýgst upp í þörmunum. aðal- lega sem ólífrænn fosfór en aðeins lít- ill hluti sýgst upp bundinn fitu. Kals- ium/foissfór- hlutfallið ásamt D-vita- míni hefur úrslitaáhrif á uppsog fos- fórs í þörmunum og ristilnum. Lágt sýrustig í smáþörmun og ristli örvar uppsog á fosfór. Mikið magn af kalsi- um eða meira en 10 g af kalsium í 1 FEs myndar óuppleysanleg kalsíum- fosfórsölt í þörmunum. Einnig virðist mikið magn af jámi, áli og magnan hindra uppsog af forsór. Skortur á fosfór veldur linum og eftirgefanlegum beinum, beinbrotum og litlum vaxtarhraða. í plöntum er fosfór að mestu leyti bundinn fýtin- sýru og myndar fýtinfosfor sem er ómeltanlegur nema því aðeins að hvatinn fytinase sé í viðkomandi plöntu. Vegna þessa er nýting á fosfór úr plöntum á bilinu 20-50%. Natrium Natrium er í jónaformi (Na+) utan frumanna og ein af niikilvægustu rafvökum líkamans en þeir hafa áhrif á jafnvægi vökva í líkamanum. Einnig flytja Na-jónir taugaboð til frumanna. 496 FREYR - n.U'ot

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.